Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 30
Lacetti Nýskráður 6/2010, ekinn 110 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.490.000 508 SW e-HDi Nýskráður 6/2011, ekinn 84 þús.km., dísel, sjálfskiptur. Verð kr. 3.490.000 CX7 Sport 2,3 Turbo Nýskráður 3/2007, ekinn 60 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.790.000 CR-V RVSi Nýskráður 6/1997, ekinn 168 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 790.000 Accord Executive Nýskráður 8/2013, ekinn 6 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 5.290.000 Corolla 1.4VVTi Nýskráður 8/2004, ekinn 127 þús.km., bensín, 5 gírar. Verð kr. 840.000 Tilboð kr. 680.000 208 Allure Nýskráður 7/2013, ekinn 4 þús.km., bensín, 5 gírar. Verð kr. 2.990.000 Escape XLT Choice 4WD Nýskráður 12/2004, ekinn 116 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 990.000 CHEVROLET PEUGEOT MAZDA HONDA HONDA TOYOTA PEUGEOT FORD Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 BÍLL DAGSINS Verð kr. 2.290.000HONDA JAZZ COMFORT Nýskráður 7/2010, ekinn 71 þús.km, bensín, sjálfskiptur. V iðtalið breytti miklu,“ segir Hilmir Jökull Þorleifsson, sem greindist fyrir fjórum árum með MS, þá 11 ára. Hann er yngsta barnið hér á landi með sjúkdóminn. Fyrir rúmu ári kom hann í við- tal við Fréttatímann þar sem hann sagði frá reynslu sinni af því að greinast svo ungur með alvarlegan sjúkdóm. „Það breyttist allt þegar ég fékk sjúkdóminn,“ sagði hann í við- talinu. Hilmir missti vini og einangraðist félagslega. Þeir gáfust upp á því að hann gæti ekki gert allt sem þeir gátu. Hlífðu honum í fyrstu – sem Hilmi fannst hugulsamt af þeim, spurðu: „Ertu viss um að þú getir þetta?“ þeg- ar eitthvað var áformað. „Á endanum fengu þeir nóg af því. Þeim hefur kannski fundist þetta flókið,“ segir Hilmir. Um tíma einangraðist Hilmir félagslega sem reyndist honum erfitt. Móðir hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, segir þessa félagslegu ein- angrun hafa komið fjölskyldunni verulega á óvart. Þau hafi hins vegar heyrt svipaða sögu hjá foreldrum annarra langveikra barna, þau detti úr takti við jafnaldra sína við veikindin en Hilmir var mikið frá skóla og gat ekki lengur tekið þátt í íþróttum sem hann hafði áður stundað af kappi. Fékk tækifæri til að segja sína hlið Heiða Björg segir að viðtalið hafi gefið Hilmi tækifæri til að segja sína hlið. „Honum var mikið hrósað fyrir hugrekkið sem þurfti til að stíga fram og segja frá þessu og það varð ábyggilega til þess að opna augu um- hverfisins fyrir erfiðri stöðu Hilmis og þeim sársauka sem einangruninni fylgdi.“ segir Heiða Björg. Það var stór ákvörðun hjá okkur að ræða þessa erfiðu lífsreynslu í blaðavið- tali og því gladdi það okkur mikið að viðtalið virðist hafa reynst mörgum vel. Það þarf öfluga fræðslu og leiðbeiningar til barna og foreldra um hvernig á að bregðast við þegar barn veikist. Oft dregur fólk sig í hlé en það er sjaldnast það sem sá sem veikist vill því hann langar kannski bara að lifa sínu lífi áfram og vera mætt eins og einstaklingur- inn sem hann er sama hvort hann er orðinn veikur, fatlaður eða hvað annað sem kann að gerast í lífinu. Heiða Björg og Hrannar B. Arnarsson, eiginmaður hennar, leituðu fljótlega til MS félagsins á Íslandi eftir stuðningi og upplýs- ingum um sjúkdóminn og fór Heiða fljótlega að starfa með félaginu. „Hilmir er sem betur fer yngsta barnið á Íslandi með þennan sjúkdóm og í heildina eru þau afar fá sem hafa greinst á Íslandi. Hefðbundin starfsemi MS félagsins er því ekki beinlínis sniðin fyrir hann þó hún sé öflug því langflestir eru á aldrinum 20-40 ára sem veikjast. En þangað höfum við foreldrarnir sótt mikinn styrk og upplýsingar sem hafa nýst okkur vel. Þannig hefur félagið óbeint verið mikilvægt fyrir Hilmi. Ég lít líka á mína veru þar sem undir- búning fyrir önnur börn sem munu greinast og síðan mun Hilmir taka við keflinu þegar hann vill fara að nýta sér þá góðu þjónustu sem þar er í boði,“ segir Heiða Björg og brosir. Hún segir að því miður sé reynsla margra fatlaðra sú að verða fyrir fordómum vegna sjúkdóms síns og einangrast vegna þeirra, hvort sem sjúkdómurinn er sýnilegur eða ekki. „Fræðsla er mikilvægasta vörnin gegn fordómum,“ segir Heiða Björg. Nýverið stofnaði ungt MS-fólk félagsskap og fékk að- stöðu hjá Reykjavíkurborg til að hittast. „Það skiptir miklu máli að hitta fólk sem glímir við samskonar erfiðleika og að geta skipst á reynslusögum og hvetjandi að hitta fólk sem er hamingjusamt og gengur vel í lífinu þrátt fyrir sjúkdóminn og hamlanir hans,“ segir Heiða. Hefur kennt okkur margt Heiða segir að Hilmir hafi kennt henni að horfa öðrum augum á lífið, sjúkdóminn og fötlunina sem hann veldur. „Við horfum á hvaða lífsgæði hann hefur og erum hætt að pæla í því sem hann getur ekki gert. Hann hefur kennt mér að lifa meira í núinu,“ segir Heiða. Þau forgangsraða þannig að hans lífsgæði séu sem best. Þessi reynsla hefur ekki síður kennt Heiðu hvað það skiptir miklu máli að samfélagið lagi sig að mismunandi þörfum einstaklingsins, ekki síst þeim sem glíma við erfiðar áskoranir. „Það er alveg ljóst að ef ekki hefði komið til frábær stuðningur skól- ans þá væri Hilmir í allt annarri stöðu í dag. Það er fyrst núna, eftir fjögurra ára mjög náið og gott samstarf okkar og skólasamfélagsins, að Hilmir er aftur kominn á gott skrið í nám- inu. Það var hægt af því að allir lögðu sig fram og við fórum saman í gegnum verkefnið.“ Hilmir Jökull fór nýlega á ný lyf sem bættu lífsgæði hans einnig umtalsvert. Hann getur nú tekið meiri þátt í leik, tómstundum og íþróttum með vinum sínum og getur meira að segja spilað fótbolta á ný. „Það er heilmikill sigur fyrir hann,“ segir Heiða Björg og Hilmir tekur undir. „Ég get gert miklu meira núna,“ segir Hilmir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Umvafinn vinum á ný Hilmir Jökull Þorleifsson er á 16 ári en greindist með MS sjúkdóminn 11 ára og er yngsta barnið hér á landi með MS. Í viðtali við Fréttatímann fyrir rúmu ári sagði hann frá erfiðleikunum sem fylgdu sjúkdóminum, meðal annars því hvernig hann einangraðist félagslega eftir að hann veiktist. Eftir viðtalið hefur ýmislegt færst til betri vegar í lífi Hilmis og nú rúmu ári síðar tekur hann mun virkari þátt í félagslífi skólans og á traustan vinahóp – Hilmi til mikillar gleði. 30 viðtal Helgin 7.-9. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.