Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 53
Þær eru vandfundar skáldsagnapersónurnar sem eru jafn lífseigar og hinn skarpgreindi og félags- fatlaði einkaspæjari Sherlock Holmes. Sherlock er einnig, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum mæl- ingum, sú skáldsagnapersóna sem oftast hefur verið kvikmynduð. Það er líka hægur vandi að mæla slagkraftinn í sérvitringnum í Baker Street 221B enda segir það sitt að hann er enn í fullu fjöri og nýtur enn gríðarlegra vinsælda í byrjun 21. aldarinnar þótt hann hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið 1887. Holmes hefur á síðustu árum heillað sjónvarps- áhorfendur og þannig er til dæmis hinn hortugi læknir Dr. House dreginn upp úr Sherlock þar sem skæðir og lúmskir sjúkdómar komu í stað erkifjandans Moriarty og annars glæpahyskis. Þá gerir uppfærður Sherlock það gott í bandarísku sjónvarpsþáttunum Elementary þar sem Johnny Lee Miller leikur Holmes sem leysir ráðgátur í New York samtímans. Um vinsældir og gæði BBC-þáttanna Sherlock þarf svo ekki að hafa mörg orð. Þar fara Benedict Cumberbatch og Martin Freeman með himin- skautum í hlutverkum Holmes og Watsons og samleikur þeirra er svo magnaður að unun er á að horfa. RÚV byrjaði nýlega að sýna þriðju seríu Sher- locks sem því miður telur aðeins þrjá þætti sem góðu heilli eru þó hver um sig á lengd við sæmi- lega bíómynd. Hér rís Sherlock upp frá dauðum eftir skemmti- legan snúning á falli hans í Reichenbach-fossinn forðum. Endurkoman er ekki síður skemmtilega útfærð en eitt af því besta við þessa þætti er hversu smekklega sögum Sir Arthurs Conan Doyle er fléttað inn í nútímann. Þegar Sherlock og Watson eru sameinaðir á ný er allt gefið í botn og þessi þriðja sería er frábær skemmtun. Verst bara að maður verður jafn háð- ur þáttunum og Holmes kókaínblöndunni sinni þannig að biðin eftir fjórðu seríu verður bæði löng og óbærileg. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Victorious 11:15 Nágrannar 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:20 Spurningabomban 15:10 Heilsugengið 15:35 Um land allt 16:05 Á fullu gazi 16:35 The Big Bang Theory (5/24) 17:00 Eitthvað annað (7/8) 17:35 60 mínútur (18/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (24/30) 19:10 Sjálfstætt fólk (21/30) 19:45 Ísland Got Talent Íslenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríkustu einstaklingum landsins. 20:35 Breathless (6/6) 21:25 The Following (3/15) 22:10 Banshee (5/10) 23:00 60 mínútur (19/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (5/20) 01:40 Mayday (2/5) 02:40 American Horror Story: Asylum 03:25 Mad Men (6/13) 04:10 The Untold History of The US 05:10 Ísland Got Talent 05:55 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:50 Brun karla Bein t 09:10 Snjóbrettaþrautir kvenna Beint 10:30 30 km skíðaganga karla Beint 11:30 3000m skautahlaup kv. Beint 14:30 7,5 km skíðaskotfimi kv. Beint 16:10 ÓL 2014 - samantekt 16:40 Luge sleðabrun karla Beint 18:25 Skíðastökk karla Beint 19:10 Rússland - Þýskaland 21:25 Sportspjallið 22:00 ÓL 2014 - samantekt 22:35 Listhlaup: Liðakeppni 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:20 Norwich - Man. City 10:00 Chelsea - Newcastle 11:40 Swansea - Cardiff 13:20 Tottenham - Everton Beint 15:50 Man. Utd. - Fulham Beint 18:00 Liverpool - Arsenal 19:40 Tottenham - Everton 21:20 Man. Utd. - Fulham 23:00 Aston Villa - West Ham 00:40 Southampton - Stoke SkjárSport 06:00 Eurosport 2 13:20 Hollenska knattspyrnan 2014 15:30 Hollenska knattspyrnan 2014 17:30 Eurosport 2 23:30 Eurosport 2 9. febrúar sjónvarp 53Helgin 7.-9. febrúar 2014  sjónvarpinu sherlock  Einkaspæjari eilífðarinnar Sacla klassískt pestó með basilíku eða tómötum er nú fáanlegt í handhægum skvísum sem auðvelt er að nota og geymist í allt að órar vikur eftir opnun. Fullkomið með pizzu, pasta, ski, kjúklingi eða salati. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár... Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur á Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.