Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 38
38 bílar Helgin 7.-9. febrúar 2014
ReynsluakstuR Volkswagen CC
BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR.
SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR.
Mazda6 eru bestu kaupin í sínum flokki samkvæmt ritdómi Morgunblaðsins. Það ætti engan að undra því Mazda6 sameinar
glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir
stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkum málmum sem létta bílinn.
Eldsneytisnotkun SKYACTIV vélanna með sjálfskiptingu er einungis 4,8 l/100 km fyrir dísilvél og 6,0 l/100 km fyrir bensínvél.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Vissir þú að Mazda6 hefur þennan staðalbúnað?
Snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi,
17” álfelgur, nálægðarskynjara, upplýsingasnertiskjá í mælaborði, hraðastilli (cruise) og regnskynjara í framrúðu. Komdu í reynsluakstur og gerðu samanburð.
zo
om
- z
oo
m
BESTU KAUPIN”
kynntu þér skyactiv spartækni mazda
KOMDU Í REYNSLUAKSTUR
MAZDA6
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
“
Mazda6_5x18_24.01.2014_END_3.indd 1 30.1.2014 10:15:10
Volkswagen CC er í raun
glæsilegri og sportlegri
útgáfa af Volkswagen Passat
enda kallaðist hann upp-
haflega Volkswagen Passat
CC, og stendur þetta CC fyrir
„comfort coupé.“
Hönnun bílsins er afar
falleg, að innan sem utan, og
hvert sem ég fór var þessi
Volkswagen CC sá flottasti á
bílastæðinu. Þetta er fernra
dyra, fimm manna meðalstór
fólksbíll en best fer á því að
það sitji mest tveir í aftursæt-
inu. Talandi um sætin, þá eru
þau mjög þægileg og styðja
vel við bakið. Mér tókst ekki
að lýsa sætunum fyrir sam-
starfsfélögunum öðruvísi en
þannig að mér fyndist þessi
sportlegu sæti „faðma mig.“
Fótarými fyrir aftursætis-
farþega er mjög gott en út af
því hvað aftari hluti bílsins er
aflíðandi er ekki hentugt fyrir
hávaxna að sitja þar. Mæla-
borðið er mjög stílhreint,
hraðinn er sýndur á skífu
sem mér líkar mun betur en
þegar hann er aðeins sýndur
stafrænt, og klukkan er líka
skífuklukka sem mér finnst
gefa mælaborðinu eilítið gam-
aldags yfirbragð, því ég legg
hér afar jákvæða merkingu í
orðið gamaldags og fágað yfir-
bragð.
Volkswagen CC er afar
lipur í akstri, hljóðlítill og
traustur. Eldsneytisnýtingin
er líka mjög góð. Volkswagen
bílar eru búnir svonefndri
BlueMotion-tækni sem meðal
annars breytir orkunni sem
losnar við hemlun þannig að
hægt sé að endurnýta hana
þegar hraðinn er aukinn. Með
því að ýta á einn hnapp er
síðan hægt að breyta fjöðrun
bílsins eftir því hvort maður
vill hana staðlaða, þægilega
eða sportlega. Handbremsan
er einstaklega fyrirferðar-
lítil, aðeins einn hnappur, sem
skapar auka rými til athafna
og til að geyma drykkjarföng
eða aðra smærri hluti á milli
framsætanna.
Ég velti alltaf litum á bíln-
um fyrir mér og liturinn á
bílnum sem ég reynsluók
ber það skemmtilega heiti
Icelandic Grey Pearl sem kom
vel út. Meðal annarra lita sem
hægt er að fá bílinn í eru tveir
brúnir tónar en í seinni tíð er
ég orðin mjög hrifin af brún-
leitum bílum, sérstaklega
þegar þeir eru vel bónaðir.
Meðal aukabúnaðar á bíln-
um sem ég reynsluók var stór
hallanleg sóllúga. Þar sem ég
er yfirleitt í ökumannssætinu
þegar ég ferðast í bíl hef ég
aldrei kunnað nógu vel að
meta sóllúgur en eftir að ég fór
nýverið í borgarferð til Frakk-
lands sem farþegi í bíl er ég nú
orðin mjög hrifin af því að geta
skoðað útsýnið og virt fyrir
mér háar byggingar í gegn
um lúguna. Dóttir mín er líka
mjög hrifin af sóllúgum þar
sem hún situr aftur í hjá mér
og virðir þar fyrir sér veðra-
breytingarnar á nýjan hátt.
Heilt yfir er Volkswagen CC
fallegur, stílhreinn og þægi-
legur fólksbíll og verðið sann-
gjarnt miðað við hversu glæsi-
legur hann er, enda helstu
keppinautar á markaðnum
mun dýrari.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Glæsileiki á góðu verði
Volkswagen
CC vekur
athygli fyrir
glæsileika
hvert sem
hann fer.
Hann er
einstaklega
þægilegur í
akstri og mjög
rúmgóður, ef
frá er talin
lofthæðin
fyrir farþega
í aftursætum.
Hann er
hiklaust með
fallegri bílum
Volkswagen
og ég væri vel
til í hann fyrir
litlu fjölskyld-
una mína.
Hvert sem ég fór var þessi
Volkswagen CC sá allra flottasti á
bílastæðinu og ég vonaði að sem
flestir tækju eftir mér þegar ég fór
inn í hann. Ljósmynd/Hari
Glæsilegur
Stílhreinn
Lipur í akstri
Þægileg og töff sæti
Lágt til lofts fyrir
farþega í aftursætum
Helstu upplýsingar
Vél 2.0 TDI
140 hestöfl
CO2: 140 g/km
Meðaleyðsla 5,3 l/km
Farangursrými 452 lítrar
Hæð 1421 mm
Lengd 4802 mm
Verð frá kr. 5.940.000