Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 24
Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV skrifstofuvörutilboð Br éf ab in di Tú ss lit ir Re ik ni vé la r Ljó sr itu na rp ap pí r Kú lu pe nn ar Ra fh lö ðu r Verð frá 57 kr.pr. stk. Verð frá 297 kr.pr. pk. Verð frá 288 kr.pr. stk. Verð frá 698 kr.pr. stk. Verð frá 498 kr.pr. 500 bl. Verð frá 297 kr. pr. pk. RV - birginn þinn í skrifstofuvörum og daglegum rekstrarvörum Jón Finnbogason 4. sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: 8. febrúar Lögmaður og fyrrverandi formaður Gerplu á árunum 2006 – 2013 facebook.com/jonfinnb · S: 696-1855 Stofnaði stefnumótasíðu til að finna ástina Hólmfríði Fróðadóttur leist ekkert á íslensku stefnu­ móta síðurnar þegar hún flutti aftur til Íslands frá London og ákvað að stofna eigin stefnumótasíðu þar sem fólk kemur fram undir nafni og með mynd, auk þess sem vinir skrifa lýsingu á viðkomandi. O kkur fannst vanta stefnumótasíðu þar sem allt er uppi á borðum og fólk kemur fram undir nafni, með mynd og lýsingu frá vini sínum,“ segir Hólmfríður Fróðadóttir, einn stofnenda stefnumótasíðunnar „Má ég kynna“ á vefslóðinni kynna.is. Vefurinn fór í loftið þann 19. janúar og segir Hólmfríður að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við erum þegar með skráða notend- ur frá 19 ára og upp í sextugt, um allt land,“ segir hún en farið er yfir auglýsingarnar til að tryggja að allt innihald sé innan siðsamlegra marka. „Ég bjó lengi í London og þegar ég flutti aftur til Íslands var ég að kvarta yfir því við vinkonu mína að hér væru engar stefnumótasíður sem ég gæti hugsað mér að skrá mig á. Á flestum þess- um síðum veit maður ekkert við hverja maður er að eiga samskipti og sumir jafnvel bara að leita að skyndikynnum. Í London eru allir skráðir á stefnumótasíður ef þeir eru einhleypir – það er ekki spurt hvort þú sért skráður heldur á hvaða síðu þú ert,“ segir Hólmfríður sem sjálf er ein- hleyp og í leit að ástinni. „Vinkona mín stakk því bara upp á það við mig að ég stofnaði mína eigin síðu. Þetta er því líka eins konar sjálfsbjargarvið- leitni,“ segir hún hlæjandi. Það sem aðgreinir síðuna frá öðrum íslenskum stefnumótasíðum, auk þess að þar kemur fólk fram undir eigin nafni og mynd, er að vinur þess sem er skráður gefur þar lýsingu á viðkomandi og er hugmyndin að nafninu „Má ég kynna“ dregin af því. „Sumum finnst erfitt að lýsa sjálfum sér og myndu kannski hika við að skrifa ýmislegt sem vinir skrifa óhikað. Vinir eiga líka oft auðveldara með að sjá kost- ina og skrifa fallega hluti sem manni fyndist óþægi- legt að skrifa sjálfum,“ segir Hólmfríður. Þeir sem vilja geta bætt við eigin lýsingu á sjálfum sér en alltaf þarf að vera lýsing frá vini. „Vinur þinn getur líka haft frumkvæði að því að skrá þig og þú færð þá tölvupóst og ert beðin um að klára skráninguna. Auglýsingin fer aldrei í loftið nema þú samþykkir það. Við eigum öll frábæra vini sem okkur langar að hjálpa að finna ástina og nú er kominn vettvangur þar sem við getum komið þeim á framfæri,“ segir hún. Hólmfríður vonar að síðan verði til þess að það hætti að vera feimnismál að vera skráður á stefnumótasíðu. „Þetta er ekkert til að vera feiminn við. Þetta er bara sambærilegt við að ef þú ert að leita að vinnu þá skráir þú þig hjá ráðningarstofu.“ Hólmfríður hefur enn ekki fundið hinn eina rétta, enda aðeins rétt rúmar tvær vikur frá því að síðan fór í loftið. „Nei, ekki ennþá. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Í London eru allir skráðir á stefnu- móta- síður ef þeir eru einhleypir. Hólmfríður Fróðadóttir, einn stofnenda stefnumótasíð­ unnar, er sjálf að leita að ástinni en langaði ekki að skrá sig á þær síður sem voru fyrir í boði. Ljós- mynd/Hari 24 viðtal Helgin 7.­9. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.