Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 28
„Mér finnst Spamalot vera algjört draumastykki.“ Maríus er þó einstaklega þakk- látur fyrir þessi ár sem gáfu honum ótrúlega reynslu. „Auð- vitað langaði mig að geta unnið við söngleiki, það var mjög mikil- vægt fyrir mig að fá reynslu úti og ég var svo heppinn að fá það. Aðaltakmarkið mitt í upphafi var eiginlega bara að vera úti. Manni finnst alltaf grasið grænna hinum megin og ég var viss um að það væri það. Eftir á að hyggja var ég kannski of upptekinn af því að vera úti, því auðvitað er svo margt spennandi að gerast hér þó markaðurinn sé minni. Það er náttúrulega „no place like home“ og það þarf ekkert að vera verra að vinna hér en úti. En það var bara það sem mig langaði að gera þá. Svo langaði mig líka bara að lifa úti og kynnast heiminum, kúltivera mig aðeins.“ Aftur í Þjóðleikhúsið Maríus stígur á svið Þjóðleik- hússins í febrúar en hlutverkið í Spamalot verður hið fyrsta síðan hann flutti heim fyrir þremur árum. Hann hefur þó alls ekki setið auðum höndum. Fyrir utan að halda tónleika, kenna söng og stjórna kór, stundar hann mastersnám í Listaháskólanum, þaðan sem hann útskrifast í vor. Auk þess hefur hann eytt sumr- unum sem hótelstjóri á Hótel Hellnum. Inntur um muninn á að vinna hér heima og úti segir Maríus meira flæði vera á milli greina og fólks hér heima, sem komi ekki aðeins til vegna smæðar landsins heldur líka vegna þess hvað listamenn hér séu opnir fyrir því að prófa hitt og þetta. Úti sé fókusinn meira á einn bransa og fólk flakki ekki mikið á milli þeirra. Hér sé gras- rótin mjög virk og fólk oftast boðið og búið til að framkvæma spennandi hluti. Eitt leiði líka oft af sér annað. „Síðasta vetur þegar ég var að taka þátt í leikhúsi listamanna með kórnum steig ég á svið í gömlu óperunni og það bara gerðist eitthvað. Þetta var bara svona vitrun. Ég gekk inn á svið með yfirvaraskegg og pípuhatt í einhverju hlutverki og fann um leið hvað ég hafði saknað þess að fara á svið og leika. Og ég hafði ekkert saknað þess þangað til. Og þá fer mig að dreyma um að fá tækifæri til að komast aftur upp á svið og ég byrjað senda frá mér þá strauma. Og stuttu seinna hringir Hilmir Snær í mig. Ég hoppaði hæð mína af gleði og það kom sjálfum mér eiginlega á óvart hvað ég var rosalega glaður. Mér hafði alltaf fundist þetta leikhúsdæmi mitt bara tengjast útlöndunum.“ Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail og hefur verið sýndur við miklar vinsældir meðal annars á Broadway og West End og Maríus getur ekki hugsað sér betra stykki fyrir skammdegið á Íslandi. „Mér finnst þetta vera algjört draumastykki. Þetta er drepfyndið og gengur út á „slap- stick“ húmor þar sem einn djók- ur kemur á eftir öðrum. Fólk fær ekki tækifæri til að hætta að hlæja allan tímann. Það er soldið verið að gera grín að þessum bransa og bara okkur sjálfum. Hópurinn er frábær og bara virkilega gaman að fá að vinna með þessum góðu listamönnum Auðvitað hef ég ákveðna hluti fram að færa en ég er líka búinn að læra heilmikið. Það er bara svo gaman að vinna með góðu fólki að einhverju svona léttu og skemmtilegu því lífið á að vera létt og skemmti- legt!“ Það er nákvæmlega það sem Maríus ætlar að halda áfram að gera. Leika, dansa og syngja, umkringdur góðu fólki, alveg eins og hann hefur alltaf gert. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Mörkinni 4 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri - Sími: 462 3504 28 viðtal Helgin 7.-9. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.