Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 58
Það eru einhverjir töfrar sem liggja í textanum hans.  Myndlist tvær sýningar – Harro og Hildur Finnsk og íslensk myndlist á Kjarvalsstöðum t vær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur-Kjarvalsstöðum á morg-un, laugardaginn 8. febrúar klukkan 16. Sýning á verkum finnska listamannsins Harros og sýning Hildar Ásgeirsdóttur Jónsson sem ber heitið Úr iðrum jarðar. Listamennirnir verða viðstaddir opnunina. „Harro er mikilvægur í sögu norrænnar myndlistar en hefur fengið minni athygli hér á landi en hann verðskuldar,“ segir í tilkynningu Listasafnsins. „Verk hans eru nú í fyrsta skipti kynnt fyrir íslenskum áhorfendum í samstarfi við Listasafnið í Turku sem móti kynnir verk Errós fyrir Finnum. Harro og Erró hafa báðir lagt fram mikilvægan skerf til sögu samtíma- listarinnar. Verk þeirra vekja enn umræður og áhuga fræðimanna og veita listamönnum og öðrum í menningarlífinu innblástur. Á sýningunni verður sjónum beint að popp- listaverkum Harros frá 1968 til 1972 en þau ollu uppnámi þegar þau voru fyrst sýnd í Finnlandi. Þar eru m.a. verk byggð á finnska fánanum, á vörumerkjum alþjóðlegra fyrirtækja og hin þekkta svína-syrpa. Verkin úr þessum mynda- seríum veita góða innsýn í hugarheim Harros. Þau eru fengin að láni frá Listasafninu í Turku, Wainö Aaltonen-listasafninu, Kiasma-nútíma- listasafninu í Helsinki og frá listamanninum.“ Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson fæddist í Reykjavík en hefur búið í Cleveland í þrjátíu ár. Hún hefur í rúm 15 ár sameinað málaralist og vefnað með því að búa til málverk ofin úr handlituðum silkiþráðum. Hildur sækir efni- við sinn í íslenskt landslag og hefur t.d. búið til myndraðir um Vatnajökul og Heklu. Á sýning- unni Úr iðrum jarðar má sjá úrval af þessum stóru málverkum sem ofin eru í þriggja metra breiðum vefstól. Þá verða einnig sýnd fjölmörg nýrri verk. Hildur kemur tvisvar á ári til Íslands og tekur ljósmyndir á gönguferðum sínum um landið. Hún vefur síðan þessar myndir á vinnustofu sinni í Cleveland. Sýning Hildar er í tveimur hlutum. Hinn hluti hennar var sýndur í Tang-safninu í New York frá 17. ágúst til 29. desember 2013. Hildur hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Hún hefur sýnt víða, meðal annars í Samtímalistasafninu í Cleveland, William Busta-galleríinu í Cleveland og fjölmörgum gall- eríum og söfnum á Íslandi. Mörg söfn eiga verk eftir hana, m.a. Listasafnið í Cleveland, Lista- safn Reykjavíkur, The Progressive Insurance Collection og Cleveland Clinic-stofnunin. -jh Í svína-syrpunni dregur Harro fram sjálfsánægju og sinnuleysi sem jafnt á við í Finnlandi sem Íslandi.  arnMundur Ernst lEikur í Bláskjá t yrfingur Tyrfingsson gegnir stöðu leikskálds Borgarleikhúss-ins í ár og á laugardaginn verður Bláskjár, fyrsta verk hans í fullri lengd, frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhúss- ins. Tyrfingur á rætur að rekja í Kópa- voginn, rétt eins og leikstjórinn, Vignir Rafn Valþórsson. Það fer því vel á því að leikurinn gerist í Kópavoginum í grennd við Hamraborg en hermt er að hér sé um að ræða fyrsta leikrit í heimi sem gerist í bænum. Arnmundur Ernst Björnsson fer með eitt hlutverkanna í Bláskjá og kann vel við sig í Kópavogi á sviðinu þótt leið hans liggi sjaldan til bæjarins í raun og veru. „Stemningin í Kópavogi er bara frá- bær,“ segir Arnmundur. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt ferli hingað til og frumsýningin er mikið tilhlökkun- arefni hjá öllum hópnum.“ Bláskjár er íslenskt gamandrama, með súrum keim, og fjallar um einlæga löngun tveggja systkina í Kópavogi til að endurnýta sig og byrja lífið upp á nýtt. Arnmundur segir texta Tyrfings töfrum líkastan. „Hann er með svo skemmti- legan stíl og einstakan ritstíl. Það eru einhverjir töfrar sem liggja í textanum hans.“ Arnmundur útskrifaðist sem leikari frá LHÍ í fyrra og hefur farið vel af stað og þótti fara á kostum í hlutverki sínu á Jeppa á Fjalli fyrir skömmu. „Já, það gekk mjög vel í Jeppa og ég er fyrst og fremst bara fullur auðmýktar og þakk- lætis fyrir að hafa fengið þessi tækifæri upp í hendurnar. Og að fá að vinna með svona góðu fólki. Ég held að Jeppi hafi gengið svona ofboðslega vel vegna þess að hópurinn var svo rosalega samheld- inn og orkan í honum var svo hrikalega góð.“ Leikarinn ungi segir Borgarleikhúsið góðan stað að byrja á. „Já, heldur betur. Ég held ég geti með sanni sagt að Borgó sé einn sá besti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Arnmundur deilir ekki sama ástríðu- fulla áhuganum á Kópavogi og höfundur- inn og leikstjórinn enda sprettur hann upp úr öðru umhverfi. „Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og á mjög erfitt með að fara upp í sveit eins og Kópavog. Ég er svo mikið borgarbarn. En þeir tveir bera mikla ást til þessa bæjarfélags. Og ég hugsa að það sé nú gott að búa í Kópavogi.“ Auk Arnmundar leika þau Arndís Hrönn Egilsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í verkinu. Högni Egilsson semur tónlistina og Brynja Björnsdóttir hannar leikmynd og búninga. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Borgarbarn í Kópavogsdrama Borgarleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt leikrit, Bláskjár, á Litla sviðinu á laugardagskvöld. Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur verksins, ber sterkar taugar til Kópavogs og hermt er að hér sé á ferðinni fyrsta leikritið í heimi sem gerist í bænum. Arnmundur Ernst Björnsson er einn leikar- anna í Bláskjá. Hann gerði mikla lukku í Jeppa á Fjalli og segir Borgarleikhúsið vera frábæran stað fyrir nýútskrifaðan leikara. Arnmundur Ernst hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann útskrifaðist og sér fram á spennandi tíma: „Ég held bara mínu andlega þroskaferli áfram og vonandi eiga fleiri góð tækifæri eftir að bjóðast.“ Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Óskasteinar – HHHH- EGG, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Hamlet (Stóra sviðið) Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Lau 15/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 19/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Fim 20/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fös 21/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 28/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Lau 1/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 20:00 2.k Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums/2.k Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 9/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MIELE (16) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS M (16) SUN: 20.00 Enskuskóli Erlu Ara enskafyriralla.is Enska í Englandi fyrir 13-16 ára Tvær vikur í Kent School of English. Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Skráning í síma 891 7576 og erlaara@gmail.com. Tæplega 1.000 nemendur hafa komið með frá árinu 2000. Nánari upplýisngar á enskafyriralla.is Verð: ca. 240 þúsund; allt innifalið. 58 menning Helgin 7.-9. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.