Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 18
É g myndi frekar vilja fá úrskurð um að ég væri með krabba- mein en þetta. Því það er því miður bara ekkert hægt að gera. Við erum oft spurð hvort ekki sé eitthvað að gerast með lækningu en við erum bara svo fá á Íslandi og þetta er jafn erfiður sjúkdómur að rannsaka og Alzheimer en það eru 20.000 manns að rannsaka hann,“ segir Ástríður. Hún segir Ísland vera algjört kjörlendi fyrir rannsóknir á erfða- sjúkdómum sem þessum. „Þetta er mjög merkilegur sjúkdómur hvað varðar áhrif umhverfis á stökkbreytingar. Í flestum tilfellum þarf músalíkan til að skoða sjúkdómsferlana. Þrír erlendir hópar hafa reynt að gera músalíkan en mýsnar fá aldrei nein einkenni. Þess vegna höfum við reitt okkur á húðfrumur sem arfberar hafa gefið okkur og við ræktum. Hér á Íslandi erum við í forréttindastöðu til að rannsaka vegna erfðaupplýsinga. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa þessar erfðaupplýsingar og þær ættu mögulega að gagnast í Alzheimer rannsóknum því umhverfisþættir eru klárlega áhrifavaldar þegar kemur að Alzheimer, segir Ástríður en rannsóknir þeirra hafa sýnt að arfgeng heilablæðing gæti líka verið tengd um- hverfisþáttum. Mögulegt samband er milli mataræðis og lífslíkna því fyrir miðja nítj- ándu öld lifðu arfberar jafnlengi og makar þeirra en svo fóru þeir að deyja mun fyrr. Þessi breyting varð á nákvæmlega sama tíma og byrjað var að flytja mjöl til landsins og í kjölfarið gjörbreytist fæða landans. Á seinni hluta aldarinnar fer fólk að fara mun fyrr úr sjúkdómnum eða í kringum þrí- tugsaldurinn. Þetta gerði það að verkum að sjúkdómurinn hvarf úr sumum ættum þar sem margir arfberar féllu frá fyrir giftingaraldur. „Áður lifðu arfberar jafnlengi og makar og konur með þessa stökkbreytingu áttu sumar 12 börn en í dag er mikil áhætta að eiga barn. Samt eru genin alveg nákvæm- lega eins í arfberunum í dag. Svo okkar tilgáta er sú að umhverfisþættir séu að hafa áhrif og nú beinast því rannsóknirnar meðal annars að áhrifum efna í mat á virkni genastarfsemi í frumum arfbera. Ég myndi svo gjarnan vilja að einhver nær- ingarfræðingur myndi taka þetta upp og bara athuga hvað var í gamla fæðinu, sértaklega skyri, mysu og öllum súrmat.“ „Við erum tveir líffræðingar með doktorspróf sem stundum þessar rannsóknir, Birkir Þór Bragason og ég, auk þess er einn doktorsnemi, Ásbjörg Ósk Snorradóttir og meistaranemi, Gyða Ósk Bergsdóttir, að vinna að meinafræðirannsóknum og frumurannsóknum sem byggjast m.a. á ræktuðum húðfrumum úr arfberum. Út frá þessum rannsókn- um og rannsóknum á heilavef vitum við að það verður bandvefsuppsöfnun í æðum arfbera sem þyrfti að stoppa því það er mögulega hluti af sjúkdómsmyndinni.“ Rannsakendur sjúkdómsins hér eru í góðu sambandi við erlenda vísindamenn sem eru í fremstu röð í heiminum. „Við erum í samstarfi við mjög merkilegan hóp taugasérfræðinga í Tubingen sem er að rannsaka Alzheimer, en þangað höfum við líka sent nemendur í þjálfun. Auk þess erum við í samstarfi við rannsóknarhóp í Manchester sem gerði fyrir okkur, og ákvað að gefa okkur, mjög dýra rannsókn. Þau eru aðallega að rannsaka sykursýki 2 og Alzheimer en þar geta komið upp sömu vandamál og í arfgengri heilablæðingu, þ.e uppsöfnun próteina. En okkur vantar peninga til að vinna úr þessum rannsókn- unum sem hópurinn í Manchester vann.“ Ástríður segir það erfitt að vinna við þær aðstæður að vera með hæft fólk og grunn- rannsóknir en þurfa að takmarka sig vegna fjárskorts, sérstaklega þegar svona mikið liggi við. „Það er bara algjört lágmark að hafa fé til að vinna úr rannsóknum sem okkur hafa verið gefnar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Arfgeng heilAblæðing Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur sem stafar af stökkbreyttu geni. Stökkbreytta próteinið safnast fyrir í smá- slagæðum heila hjá arfberum og verður til þess að æðaveggir þeirra skemmast, rofna og valda heilablæðingu. Sjúkdómurinn erfist ríkjandi sem þýðir að það nægir að erfa eitt gallað gen til að fá hann. Flestir deyja um þrítugt en einstaka arfberi lifir lengur af óþekktum orsökum. Íslensk erfðagreining aldursgreindi stökk- breytinguna og talið er að hún hafi orðið í einstaklingi fyrir um það bil 18 kynslóðum, eða um miðja sextándu öld. Stökkbreytti for- faðirinn hefur ekki fundist en elsti arfberinn sem vitað er um fæddist 1684 á Snæfells- nesi. Hann flutti í Þykkvabæinn og þaðan breiddist sjúkdómurinn um Suðurland, en áður hafði hann einskorðast við Vesturland og Barðastrandarsýslur. Um miðja nítjándu öld fór tilfellum að fækka því fólk fór að deyja mun fyrr en áður, fyrir giftingaraldur, og þess vegna hefur erfðagallinn horfið í flestum ættum. Í dag eru fáar ættir á landinu sem bera gallann. Líklega eru um 13 manns greindir arfberar en nokkrir systkinahópar eru ógreindir. Síðan 1950 hafa u.þ.b. 95 ein- staklingar dáið úr sjúkdómnum. Vinna í kapp við tímann Ástríður Pálsdóttir er verkefnisstjóri rannsóknarteymis á Keldum sem hefur rannsakað arfgenga heilablæðingu í mörg ár. Rannís og Heilavernd studdu mjög vel við rannsóknirnar í upphafi en eftir kreppu er fjármagnið af skornum skammti. Rannsakendum liður oft eins og þeir séu í kappi við tímann en nú liggja fyrir mikilvægar niðurstöður sem ekki er hægt að vinna úr vegna fjár- skorts. Ættleggur Daða Þórs VilHjálssonar (sjá viðtal á bls. 22) Daði 1973- jónína Björk systir 1970-2000 ásta lovísa systir 1976 -2007 ásta lovísa Móðir 1951-1984 Vilhjálmur Þór Faðir 1953-2011 Dagný Hildur 1954 ásdís steinunn 1952-1983 árný jónína 1956-1979 unnur ragnhildur 1958-1988 sigrún Hulda 1955-2000 elsti þekkti arfberi sjúkdómsins fæddist árið 1687látinn arfberi. erfði ekki sjúkdóminn. eyrún Björg 1976-1997 leifur orri 1974-1999 jónína steingríms- dóttir 1932-1966 leifur steinarsson 1927-2006 sara Margrét 1998- Brynjar 2003- Valur 2003- embla eir 1998- Írena rut 2003- Kristófer Daði 1995- Dagný Hildur á þrjú börn. sigrún Hulda eignaðist tvö börn.árný jónína eignaðist eitt barn. StyrktArtónleikAr Söfnun fyrir rannsóknum á arfgengri heilablæðingu Tónleikar verða haldnir næstkomandi sunnudag, 9. febrúar klukkan 20, í Norðurljósasal Hörpu til styrkar rann- sóknum á arfgengri heilablæðingu. Fram koma margir landsþekktir tónlistarmenn, meðal annars Bubbi Morthens, Einar Ágúst, Þórunn Antonía, Lögreglukórinn og Kaleo. Kynnir kvöldsins verður Auðunn Blöndal. Auk þess er hægt Að leggjA frAm frjáls frAmlög inn á reikning heilAverndAr: 514-26-41000 kennitAlA: 660286 1369 Kvæntist inn í ættina. 18 fréttaskýring Helgin 7.-9. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.