Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 42
42 heimili Helgin 7.-9. febrúar 2014  Verslun Gamlir munir oG leirmunaViðGerðir hjá rúnari Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! KYNNING Hjá InnX innréttingum er boðið upp á framúrskarandi þjónustu, hagstæð verð og hágæða vörur sem notið hafa mikilla vinsælda jafnt hjá einstaklingum og verktökum. Þar er boðið upp á innrétt- ingar frá ítalska framleiðandanum ARAN sem er meðal stærstu og virtustu framleiðenda á Ítalíu og í fararbroddi evrópskrar innrétt- ingahönnunar. Að sögn Birgis Heiðars Þórissonar, sölustjóra innrétt- inga, eru innréttingarnar hjá InnX án efa meðal þeirra vönduðustu sem völ er á, hvort sem um ræðir eldhús-, bað,- þvottahúsinnrétt- ingar eða fataskápa. „Hjá okkur er ótrúleg fjölbreytni, bæði af efnum og úrvali lita en þeir skipta hundruðum,“ segir hann. InnX innréttingar hafa vakið athygli og aðdáun bæði innlendra og erlendra aðila fyrir fjölda verkefna sem unnin hafa verið í samstarfi við íslenska verktaka, fasteignafélög og einstaklinga. „Við hönnum og teiknum fyrir stór og smá verkefni og eru uppsetningarnar unnar af fagmönnum með sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Birgir. Íslendingar íhaldssamir Íslendingar eru íhaldssamir þegar kemur að vali á innréttingum og segir Birgir Heiðar þá helst vilja þær úr spónlagðri eik en stað- reyndin sé sú að í dag sé mun algengara að framleiða innréttingar úr harðefnum eða HPL (High Pressure Laminate). „Þessi efni eru orðin það góð og náttúruleg í útliti að fólk á oft erfitt með að trúa að þetta sé ekki eikarspónn. Það á eftir að vera minna og minna um eikarspóninn í framtíðinni og harðefnin eru það sem koma skal.“ Eikarspónn upplitast með tímanum vegna sólarljóss, hann er viðkvæmur fyrir hita- og rakabreytingum og segir Birgir Heiðar því góðan kost að notast við harðefnin því þau breytist ekki og eru gríðarlega endingargóð. „Ef það þarf til dæmis að skipta um eina hurð er sú nýja alveg eins og hinar þó innréttingin sé nokkurra ára gömul og það er mikill kostur. Þessi efni upplitast ekki, eru raka- varin og alltaf eins.“ Hvítur litur vinsæll Á undanförnum árum hafa hvítar innréttingar notið mikilla vinsælda en Birgir segir mikið um að fólk blandi nú saman dökkum viði og hvítum lit eða blandi litum saman á annan hátt. „Söluhæsta inn- réttingin hjá okkur er úr ljósu eikarlíki og er mjög vinsæl bæði hjá einstaklingum og verktökum.“ Hágæða vörur og hagstæð verð hjá InnX Innréttingum InnX Innréttingar bjóða upp á vörur frá ARAN sem er ítalskur framleiðandi og leiðandi í innréttingahönnun í Evrópu. InnX leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og er með fagmenn á sínum snærum við hönnun og uppsetningu innréttinga. Hvítar innréttingar hafa verið vinsælar hér á landi undanfarin ár en nú er fólk farið að blanda litum saman. Hjá InnX Innréttingum er lögð áhersla á framúrskar- andi þjónustu og hágæða vörur á góðu verði. Birgir Heiðar Þórisson er sölustjóri innréttinga hjá InnX Innréttingum. Í dag er vinsælt að blanda saman viðartegundum og litum. Hér er Dali innrétting heithúðuð í zebrano viðarfilmu í bland við hvítt háglans og hvítt gler. Stílhrein og falleg innrétting með hringlaga eyju og bogadregnum skápum. Bogadregnir skápar njóta æ meiri vinsælda en fáir búa yfir þeirri tækni og kunn- áttu sem þarf til framleiðslunnar. Rúnar selur leirmuni og aðra gamla muni í verslun sinni í Kópavogi. Ljósmynd/Hari É g hef aldrei hent neinu en það er miklu hent í mig,“ segir Þorvaldur Rúnar Jón- asson. Hann tekur á móti útsend- urum Fréttatímans í verslun sinni, Hjá Rúnari, að Kársnesbraut 114 í Kópavogi. Í versluninni ægir öllu saman eins og vera ber í verslun með gamla muni; í einu horninu er gamalt næturgagn en í öðru málverk eftir Stórval. Mest ber þó á leirmunum enda hefur Rúnar sér- hæft sig í leirmunaviðgerðum. Munirnir koma víða að. Rúnar segist lengi hafa sankað að sér munum en ýmislegt hafi hann hon- um áskotnast frá fjölskyldunni. Þá hafi hann sömuleiðis keypt álitlega muni sjálfur. Þegar Rúnar er spurður um hvaða munir í versluninni séu honum kærastir stendur ekki á svörum, það eru leirmunirnir. Hann sýnir okkur muni sem fram- leiddir voru í Funa og í Glit ker- amik. Hann lumar á vösum eftir Guðmund frá Miðdal sem séu „ein- stakir munir“ og fjölda af styttum Guðmundar. „Ætli mig vanti ekki 2-3 stykki af þessum styttum Guð- mundar. Til dæmis máríuerluparið sem erfitt er að fá og geirfuglapar- ið sem er nær ófáanlegt. Það selst oft á 150 þúsund krónur,“ segir Rúnar. Uppi á hillu er einn fálki Guðmundar en þeir seljast gjarnan á um og yfir 200 þúsund krónur. Að sögn Rúnars hafa þeir jafnvel selst á 4-500 þúsund. Auk fjölda muna Guðmundar frá Miðdal lumar Rúnar á verkum af- komenda hans. Hann er með vasa eftir Einar Guðmundsson og skál eftir Guðmund Einarsson. Rúnar nýtur þess að nostra við leirmuni sem hafa skemmst. „Það krefst þolinmæði að slípa þetta niður, líma og finna svo rétta olíu- litinn. En þetta er skemmtilegt. Þeim mun skemmtilegra því meira sem það er brotið,“ segir hann og glottir. Verslun Rúnars er opin mánu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14-18 en hægt er að kynna sér hluta úrvalsins á Facebook (leitarorð: Hjá Rúnari). Meðal viðskiptavina þegar Fréttatíminn heimsótti Rúnar var rithöfundurinn Huldar Breið- fjörð. Kaupmaðurinn kvartar ekki undan viðtökunum. „Hingað koma margir safnarar enda eru hér fal- legir hlutir. Þetta er orðið hálfgert félagsheimili.“ -hdm Þorvaldur Rúnar Jónasson opnaði í lok síðasta árs verslunina Hjá Rúnari. Þar selur hann gamla muni og tekur að sér leirmunaviðgerðir. Rúnar er enda hagleiksmaður og lappar til að mynda upp á styttur Guðmundar frá Miðdal. Safnarar sækja mikið til Rúnars og hann kveðst finna fyrir auknum áhuga almennings á gömlum munum. Hef aldrei hent neinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.