Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 45
heilsa 45Helgin 7.-9. febrúar 2014 Svarið býr í náttúrunni REYKJANESBÆAKUREYRISELFOSSISMÁRATORGIKRINGLUNNILÁGMÚLALAUGAVEGI ótrúleg TILBOÐ! aðeins í heilsuhúsinu Komdu og gerðu góð kaup! Tilboðin gilda til 9. feb. ÍS LE N SK A S IA .IS H LS 6 75 81 0 2/ 14 Higher Nature – hágæða bætiefnalína Fullkomin nýting og virkni. 25% Guli miðinn Bætiefnin sem allir þekkja vegna gæða. 25% Solaray gæði – hrein og virk bætiefni Komdu og fáðu upplýsingar. 25% Organic Burst – lífræn súperfæða Komdu og fáðu upplýsingar. 25% Pulsin Prótein Auðmeltanleg hágæða prótein án eiturefna! 25% Arctic Root – Burnirót extra sterk Vantar kraftinn? Ekki gefast upp! 25% Raw Chocolate Ofurfæði, lífrænt hráfæðis innihald. 25% L árperan er talin vera einn hollasti ávöxtur sem völ er á. Hún eru stútfull af lífs- nauðsynlegum fitusýrum, víta- mínum og steinefnum auk þess að innihalda mestar trefjar af öllum ávöxtum og grænmeti. Svo er lár- peran upplagt fæði fyrir ungbörn vegna fullkominnar samsetningar kolvetna og próteina auk þess að vera mjög auðmeltanleg. Margir forðast lárperur eins og heitan eldinn vegna hás fituinni- halds og fjölda hitaeininga. Það eru þó mikil mistök því lár- perufitan er ein sú hollasta sem fyrirfinnst. Hún inniheldur ein- ómettaðar fitusýrur sem minnka kólesteról í blóðinu og þar með líkur á hjartasjúkdómum. Hollasti hluti lárperunnar liggur við skinnið en þar er að finna mest af andoxunarefnum. Sá hluti er oftast aðeins dekkri en skærgræn miðjan svo það er langbest að rífa hýðið af lárperunni líkt og gert er við banana, en alls ekki borða bara innan úr henni. Lárperan gerir ekki aðeins kraftaverk fyrir heilsuna heldur líka fyrir útlitið. Lárperuolían er virkilega góð fyrir húð og hár og því notuð af fjölda snyrtivöru- fyrirtækja en það er óþarfi að leita langt yfir skammt því einn besti andlitsmaski sem völ er að maka lárperu beint á andlitið. Svo er lárperan svo skemmtileg því það er hægt að njóta hennar á marga vegu. Sniðugt er að skera hana í tvennt og fylla hvorn helm- inginn af einhverju gómsætu og bjóða upp á í forrétt. Svo er hægt að skera hana í bita út á salat, gera allskonar góðar sósur og mauk, nota í morgunhristing eða maka henni bara beint á brauð. Lárperan er ættuð frá Suður-Ameríku og víða í álfunni er hún á boðstólum við öll tækifæri og flestir þekkja hina margfrægu ídýfu, Guaca- mole. En færri vita að Þjóðverjar eru duglegir við að borða lárperur í morgunmat og ekki er óalgengt að sjá hálfskorna lárperu í þýskum ísskápum, með steininum enn í því þannig geymast þær best og verða ekki brúnar. Þetta er reyndar stór- sniðug aðferð til að nýta lárperuna vel, þ.e að skera ofan af henni, í stað þess að skera hana í tvennt, og taka svo úr henni kjötið í smá- skömmtum með teskeið. Þýska að- ferðin er mjög nýtin og hentar því vel hér á landi þar sem lárperan er alls ekki ódýr. Reyndar getur verið mjög svekkjandi að kaupa lárperur hérlendis þar sem þær eru oft of-eða óþroskaðar. Betra er að velja minna þroskaðar lárperur og geyma í glugganum, en alls ekki í ísskápnum, og bíða þess af þolinmæði að þær þroskist, en að opna þær heima og verða fyrir von- brigðum þegar hún er öll svört að innan eftir langt ferðalag úr öðrum heimshluta. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Lárpera Magnaður ávöxtur Eitt hollasta fæði sem fyrirfinnst 3 lárperur 1 lime 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. cúmín 1/2 tsk. ceyenne pipar 1/2 laukur, skorinn mjög fínt 1/2 jalapenjo pipar, niðurskorinn 2 tómatar, fínt skornir í litla bita 1 hvítlauksrif, kramið Slatti af kóríander, fint skorið Svo er hægt að skreyta og bragðbæta með jalapenjo pipar eða sólþurrkuðum tómötum. Öllu er blandað vel saman. Best er að láta lárperumaukið standa í klukkustund áður en boðið er upp á það. Gott er að setja einn stein í maukið til að halda því vel grænu. Lárperur. Sumir segja að ein lárpera á dag komi heilsunni í lag. Guacamole, eða lárperumauk, er ekki bara gott heldur líka hollt. Einfalt og gott ekta Guacamole
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.