Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 53

Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 53
Þær eru vandfundar skáldsagnapersónurnar sem eru jafn lífseigar og hinn skarpgreindi og félags- fatlaði einkaspæjari Sherlock Holmes. Sherlock er einnig, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum mæl- ingum, sú skáldsagnapersóna sem oftast hefur verið kvikmynduð. Það er líka hægur vandi að mæla slagkraftinn í sérvitringnum í Baker Street 221B enda segir það sitt að hann er enn í fullu fjöri og nýtur enn gríðarlegra vinsælda í byrjun 21. aldarinnar þótt hann hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið 1887. Holmes hefur á síðustu árum heillað sjónvarps- áhorfendur og þannig er til dæmis hinn hortugi læknir Dr. House dreginn upp úr Sherlock þar sem skæðir og lúmskir sjúkdómar komu í stað erkifjandans Moriarty og annars glæpahyskis. Þá gerir uppfærður Sherlock það gott í bandarísku sjónvarpsþáttunum Elementary þar sem Johnny Lee Miller leikur Holmes sem leysir ráðgátur í New York samtímans. Um vinsældir og gæði BBC-þáttanna Sherlock þarf svo ekki að hafa mörg orð. Þar fara Benedict Cumberbatch og Martin Freeman með himin- skautum í hlutverkum Holmes og Watsons og samleikur þeirra er svo magnaður að unun er á að horfa. RÚV byrjaði nýlega að sýna þriðju seríu Sher- locks sem því miður telur aðeins þrjá þætti sem góðu heilli eru þó hver um sig á lengd við sæmi- lega bíómynd. Hér rís Sherlock upp frá dauðum eftir skemmti- legan snúning á falli hans í Reichenbach-fossinn forðum. Endurkoman er ekki síður skemmtilega útfærð en eitt af því besta við þessa þætti er hversu smekklega sögum Sir Arthurs Conan Doyle er fléttað inn í nútímann. Þegar Sherlock og Watson eru sameinaðir á ný er allt gefið í botn og þessi þriðja sería er frábær skemmtun. Verst bara að maður verður jafn háð- ur þáttunum og Holmes kókaínblöndunni sinni þannig að biðin eftir fjórðu seríu verður bæði löng og óbærileg. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Victorious 11:15 Nágrannar 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:20 Spurningabomban 15:10 Heilsugengið 15:35 Um land allt 16:05 Á fullu gazi 16:35 The Big Bang Theory (5/24) 17:00 Eitthvað annað (7/8) 17:35 60 mínútur (18/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (24/30) 19:10 Sjálfstætt fólk (21/30) 19:45 Ísland Got Talent Íslenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríkustu einstaklingum landsins. 20:35 Breathless (6/6) 21:25 The Following (3/15) 22:10 Banshee (5/10) 23:00 60 mínútur (19/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (5/20) 01:40 Mayday (2/5) 02:40 American Horror Story: Asylum 03:25 Mad Men (6/13) 04:10 The Untold History of The US 05:10 Ísland Got Talent 05:55 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:50 Brun karla Bein t 09:10 Snjóbrettaþrautir kvenna Beint 10:30 30 km skíðaganga karla Beint 11:30 3000m skautahlaup kv. Beint 14:30 7,5 km skíðaskotfimi kv. Beint 16:10 ÓL 2014 - samantekt 16:40 Luge sleðabrun karla Beint 18:25 Skíðastökk karla Beint 19:10 Rússland - Þýskaland 21:25 Sportspjallið 22:00 ÓL 2014 - samantekt 22:35 Listhlaup: Liðakeppni 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:20 Norwich - Man. City 10:00 Chelsea - Newcastle 11:40 Swansea - Cardiff 13:20 Tottenham - Everton Beint 15:50 Man. Utd. - Fulham Beint 18:00 Liverpool - Arsenal 19:40 Tottenham - Everton 21:20 Man. Utd. - Fulham 23:00 Aston Villa - West Ham 00:40 Southampton - Stoke SkjárSport 06:00 Eurosport 2 13:20 Hollenska knattspyrnan 2014 15:30 Hollenska knattspyrnan 2014 17:30 Eurosport 2 23:30 Eurosport 2 9. febrúar sjónvarp 53Helgin 7.-9. febrúar 2014  sjónvarpinu sherlock  Einkaspæjari eilífðarinnar Sacla klassískt pestó með basilíku eða tómötum er nú fáanlegt í handhægum skvísum sem auðvelt er að nota og geymist í allt að órar vikur eftir opnun. Fullkomið með pizzu, pasta, ski, kjúklingi eða salati. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár... Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur á Facebook.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.