Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Side 30

Fréttatíminn - 07.03.2014, Side 30
A lþjóðlegur baráttu-dagur kvenna á rætur að rekja til verkalýðs- baráttu kvenna í Bandaríkj- unum og Evrópu á tímum iðnbyltingarinnar. Verkakonur unnu myrkranna á milli við oft hörmulegar aðstæður fyrir miklu lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu. Launamunurinn var svo útskýrður á þá vegu að karlar gæfu konum aura sem fyrirvinnur fjölskyldurnar og því væri alger óþarfi að konur fengju laun á við þá. Samhliða nýju hlutverki sínu á vinnumarkaðinum þurftu konur áfram að standa í tíðum barneignum og báru enn þung- ann af heimilishaldi fjölskyld- unnar. Lagalega stóðu konur körlum skör neðar og efnislega gátu þær vart lifað sómasam- legu lífi án fjárhagsaðstoðar frá karlkyninu. Undirlægar, uppgefnar og ósjálfstæðar voru því lýsandi orð yfir verkakonur á síðari hluta átjándu aldar sem birtist meðal annars í lítilli þátttöku þeirra í verka- lýðsfélögum og litlum árangri í kjarabaráttu kvenna fram á nítjándu öld. Þó sátu ekki allar konur hljóðar við sinn keip og þann 8. mars árið 1857 stóðu verka- konur í vefnaðarverksmiðjum að mótmælum í New York þar sem þær kröfðust jafnréttis og tíu tíma vinnudags. Þeim til heiðurs fóru fimmtán þúsund saumakonur í New York í verk- fall til að krefjast kosninga- réttar og mannsæmandi kjara utan þrælabúða þann 8. mars árið 1908. Innflytjendur áttu þar stóran þátt en þær höfðu ákveðnar væntingar til fyrir- heitna landsins sem ekki þóttu uppfylltar í þrælabúðum verk- smiðjanna. Evrópumegin beitti þýski sósíalistafrumkvöðullinn Clara Zetkin sér fyrir hugmyndinni að alþjóðlegum baráttudegi kvenna á heimsþingi sósíal- ískra kvenna í Kaupmannahöfn árið 1910. Deginum var ætlað að heiðra fyrrnefnd verkföll kynsystranna í Bandaríkjunum ásamt því að skapa vettvang fyrir samvinnu hinna ýmsu hreyfinga fyrir bættum hag kvenna um allan heim. Til- lagan var samþykkt samhljóða en hundrað konur sóttu þingið sem samanstóð af sautján landsfélögum. Aldarlöng barátta Í upphafi réðst nákvæm dagsetning baráttudagsins af praktískum ástæðum, dag- skráin skyldi haldin í mars en skyldi vera á sunnudegi, frí- degi verkakvenna. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósí- alískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Svíþjóð, Frakkland og Holland bættust síðan við árið 1912 og árið 1913 fylgdu Tékkóslóvakía og Rússland í kjölfarið. Í Rússlandi gekk réttinda- barátta kvenna betur en víðast hvar annars staðar í upphafi nítjándu aldar. Rússneskar konur fóru í fjöldaverkfall í mars árið 1917 í baráttu fyrir betri lífskjörum og að lát yrði á stríðsrekstri og aðeins fjórum dögum síðar sagði rússneski keisarinn af sér og konur fengu kosningarétt í kjölfarið. Hlut- irnir horfðu öðruvísi við for- sprakka kvennadagsins sem var hrakin úr þingsæti sínu af Adolf Hitler sem svipti 8. mars sjálfræði sínu og breytti í mæðradag í samræmi við slag- orð hans um hlutverk konunn- ar: Kinder, Küche, Kirche! Það fór einmitt víða eftir pólítískum aðstæðum hverju sinni hvort dagurinn skyldi leyfður eður ei. Dagurinn 8. mars var form- lega festur í sessi árið 1945 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, verður haldinn hátíðlegur í 64. sinn hér á landi á laugardaginn. Saga alþjóðlegs baráttudags kvenna er saga sameiningar og sundrungar kvenna í heimi karla. Hér er hún rekin í stuttu máli. Á Íslandi var 8. mars fyrst haldinn hátíðlegur árið 1932 á fundi Kvennanefndar Kommúnistaflokks Íslands en Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa minnst dagsins frá stofnun samtakanna árið 1951 og staðið fyrir málfundum með lands- kunnum einstaklingum. Frá árinu 1984 hefur fjöldi samtaka og stéttarfélaga gengið til liðs við MFÍK um 8. mars. Á hverju ári halda þau saman baráttu- fund tileinkaðan málefnum sem snerta jafnréttis- og friðarmál. Dagskráin í ár er fjölbreytt og snýr meðal annars að stjórnmálaþáttöku og kjara- málum kvenna af erlendum uppruna en einnig að stelpum sem rokka og hugleiðingum um frið og jafnrétti. Rapp- sveitin Reykjavíkurdætur mun svo flytja lag og leiða loks hátíðargesti í fjöldasöng á laginu Áfram stelpur! að dag- skrá lokinni. Konur í Lucknow á Indlandi krefjast öryggis kvenna í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna í fyrra. Dagurinn 8. mars var formlega festur í sessi árið 1945 þegar Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna var stofnað. Saga sameiningar og sundrungar kvenna í heimi karla þegar Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna var stofnað. Pólitík og stríðs- rekstur stóðu þó aftur í vegi og kalda stríðið olli sundr- ungu meðal fylkinganna og lengi vel var dagurinn aðeins haldinn í heiðri austan járn- tjaldsins. Með nýrri kvenna- hreyfingu á 7. og 8. áratugn- um varð hefðin fyrir 8. mars þó almenn á ný. Árið 1977 gáfu Sameinuðu þjóðirnar frá sér ályktun þess efnis að alþjóðlegur baráttudag- ur kvenna skyldi haldinn hátíðlegur um allan heim og í ár má finna skipulagða við- burði í yfir sextíu löndum en dagurinn er frídagur í um þrjátíu þeirra. Saga alþjóðlegs baráttu- dags kvenna er saga sam- einingar og sundrungar kvenna í heimi karla. Langt er til lands, þá sérstaklega í þróunarlöndum þar sem kon- ur búa enn við þær aðstæður sem verkakonur iðnbylt- ingarinnar mótmæltu í upp- hafi. En mikið hefur áunnist líka. Upprunaleg barátta verkakvenna iðnríkjanna fyrir bættum kjörum hefur þróast í alþjóðleg hátíðarhöld heiðruð baráttu kvenna og karla fyrir jafnrétti og friði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Formaður MFÍK ritstjorn@frettatiminn.is Hátíðarhöld á Íslandi í 63 ár Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíal- ískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Svíþjóð, Frakkland og Holland bættust síðan við árið 1912 og árið 1913 fylgdu Tékkó- slóvakía og Rússland í kjölfarið. www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR 30 fréttaskýring Helgin 7.-9. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.