Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 41
 StykkiShólmur tvær raðhúSalengjur vetrarfjör 41Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014 F yrir tíu árum byggði Böðvar Valgeirsson hjá Orlofsíbúðum Stykkishólms raðhúsalengju með sex íbúðum og hóf að leigja þær út. Tveim- ur árum síðar bættist svo önnur raðhúsalengja við. Böðvar segir enga tilviljun hafa ráðið því að hann hóf rekstur orlofsíbúða í Hólminum enda sé bærinn einn sá fegursti á landinu. Á þeim áratug sem liðinn er frá því Böðvar hóf starfsemina eru gestirnir farnir að skipta þúsundum og segir hann mikla ánægju ríkja með staðsetningu íbúðanna í hjarta Stykkishólms. „Það tekur aðeins tvær mínútur að ganga í sundlaugina sem er stolt bæjarins. Við sundlaugina er heilsupottur með vatni úr lind hér rétt utan við bæinn. Vatnið er talið hafa góð áhrif á fólk með húðsjúkdóma. Frá Stykkishólmi er boðið upp á siglingar um Breiðafjörðinn með Sæ- ferðum sem hafa notið mikilla vinsælda. Svo er Stykk- ishólmur lykill að Vestjörðum en áætlunarferðir eru frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með ferjunni Baldri. Hér í bænum eru þrjú virkilega áhugaverð söfn, Eld- fjallasafnið, Vatnasafnið og Norska húsið sem mikið eru sótt af ferðafólki. Sumir gestirnir snerta varla bílinn þá viku sem þeir dvelja hér,“ segir hann. Stykkishólmur er í aðeins tveggja tíma aksturs- fjarlægð frá Reykjavík og er nágrenni bæjarins kjörið fyrir útivistar- og göngufólk. „Margar þægi- legar gönguleiðir eru beint úr bænum. Fyrir þá sem hyggja á erfiðari göngur eru þær rétt utan við bæinn við Kerlingarskarð til dæmis. Möguleikarnir eru nær óþrjótandi og hægt að fara í margar skemmti- legar dagsferðir um Snæfellsnesið eða á söguslóðir í Dalina.“ Orlofsíbúðirnar eru allar með svefnaðstöðu fyrir sjö manns auk barnarúms og eru búnar öllum nútíma þægindum og er þar að finna borðstofuáhöld fyrir allt að tólf manns. Á svölum hverrar íbúðar er nudd- pottur, grill og útihúsgögn. Leigutakar hafa einkum verið stéttarfélög, starfsmannafélög og fyrirtæki og eru íbúðirnar yfirleitt leigðar til eins eða fleiri ára. „Það hafa verið sömu aðilarnir hjá okkur ár eftir ár en nú sem stendur eru tvær íbúðir lausar. Einstaklingar geta líka leigt hjá okkur.“ Yfir sumartímann eru íbúðirnar leigðar út í viku í senn en yfir vetrartímann er líka hægt að leiga einstaka daga og helgar. Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni orlofsibudir.is eða í síma 861 3123. Orlofsíbúðir í hjarta Hólmsins Stykkishólmur er kjörinn staður til að dvelja á í fríinu enda margs konar áhugaverða afþrey- ingu að finna í þessum fallega bæ og margar náttúruperlur í göngufæri. Aðeins tekur tvo tíma að aka til Stykkishólms frá Reykjavík. Í bænum er margt í boði fyrir ferðafólk, svo sem einstök sundlaug, söfn, golfvöllur að ógleymdri mikilli náttúrufegurð. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto. Orlofs- íbúðirnar eru í hjarta Stykkis- hólms og aðeins í tveggja mínútna göngufjar- lægð frá sundlaug- inni. Húsgögnin eru vönduð og í hverri stofu er sjónvarp, DVD spilari og hljómflutningstæki. Á svölum hverrar íbúðar er nudd- pottur, grill og útihúsgögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.