Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 36
36 vetrarfjör Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Éljagangur allt fyrir áhugafólk um útivist
skíðakennsla í bláfjöllum
KOMDU MEÐ OKKUR!
ÖNNUMST ALLT FRÁ INNANBÆJARSKUTLI
TIL KREFJANDI HÁLENDISFERÐA
Trex - Hópferðamiðstöðin er eitt stærsta rútufyrirtæki
landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa.
Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar
til aksturs sumar sem vetur og með öryggisbeltum.
Ferðaskrifstofan okkar aðstoðar við skipulagningu
ferða fyrir stóra jafnt sem smáa hópa.
Hesthálsi 10- 110 Reykjavík
sími: 587 6000
info@trex.is
www.trex.is
Éljagangur og
fjör á Akureyri
Allt áhugafólk um
útivist ætti að finna
eitthvað við sitt hæfi
á vetrar- og útivist-
arhátíðinni Éljagangi
sem fram fer á Akur-
eyri helgina 13. til 16.
febrúar næstkomandi.
Fjölbreytt menningar-
dagskrá verður einnig
í boði og kósý-kvöld í
sundlauginni þar sem
leikin verður slök-
unartónlist og nuddarar
bjóða upp á herðanudd.
f jölbreytt og skemmtileg dag-skrá verður á vetrar- og úti-vistarhátíðinni Éljagangi sem
haldin verður í fjórða sinn á Akur-
eyri helgina 13. til 16. febrúar þar
sem gestir geta valið um snjóþrúgu-
göngu, troðaraferðir, vélsleða- og
hestaferðir og þyrluskíðaferðir svo
fátt eitt sé nefnt. Að sögn Maríu Hel-
enu Tryggvadóttur, verkefnisstjóra
hjá Akureyrarstofu, hefur hátíðin
verið vel sótt undanfarin ár svo búist
er við mörgum gestum og miklu lífi
og fjöri í bænum þessa helgi. „Í boði
verður allt það helsta í vetrarútivist
í dag. Ekkert kostar inn á stóru við-
burðina eins og til dæmis á sleða-
spyrnuna og brettamótin en svo eru
aðrir viðburðir sem ferðaþjónustuað-
ilar bjóða upp á og fólk greiðir sér-
staklega fyrir,“ segir hún.
Á föstudagskvöldinu verður
brettakeppni á Ráðhústorginu þar
sem brettakappar frá Akureyri og
víðar sýna listir sínar. Á laugardeg-
inum stendur Brettadeild SKA svo
fyrir snjóbrettamóti í Hlíðarfjalli.
Shell V-POWER sleðaspyrnan verð-
ur á laugardagskvöldinu í Hlíðar-
fjalli. „Snjósleðaspyrnan hefur verið
mjög vinsæl og dregið að sér marga
áhorfendur. Hún fer fram í flóðlýs-
ingu eftir að skíðasvæðinu hefur
verið lokað. Þetta er útsláttarkeppni
þar sem sá sem er á kraftmesta sleð-
anum stendur uppi sem sigurveg-
ari,“ segir María.
Á Éljagangi verður haldið nám-
skeið fyrir þá sem hafa áhuga á að
taka þátt í keppninni um Hraðasta
mann Íslands sem fram fer í Hlíðar-
fjalli í mars. Sportið heitir Speed
Skiing á ensku og er hraðasta óvél-
knúna íþrótt í heimi og snýst um
að fara á sem mestum hraða niður
bratta brekku þar sem hraðinn er
mældur á 100 metra löngum kafla.
Vasaljósaganga verður á fimmtu-
dagskvöldinu þar sem þátttakendur
fara 3,5 km hring. Búið verður að
slökkva á öllum ljósum svo fólk
þarf að treysta á ljósabúnað sinn til
að lýsa sér veginn um brautina og
veitt verða verðlaun fyrir frumleg-
asta ljósabúnaðinn. Fyrir gönguna
verður haldið gönguskíðanámskeið,
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Sundlaug Akureyrar verður opin
alla helgina og á föstudagskvöld-
inu frá klukkan 17 til 21 verður þar
Kósý-kvöld þar sem slökunartónlist
hljómar á laugarsvæðinu og nudd-
arar bjóða upp á herðanudd. Á kósý-
kvöldinu verður sundlaugargestum
boðið upp á kakó og kaffi áður en
heim er haldið. „Svo verður líka
mikið um að vera hjá okkur í menn-
ingunni og spennandi viðburðir
hjá leikfélaginu og á tónleika- og
skemmtistöðum,“ segir María.
Skipuleggjendur Éljagangs eru
Vetraríþróttamiðstöð Íslands,
Hlíðarfjall, Akureyrarstofa, KKA
og Blek. Nánari upplýsingar um
dagskrá hátíðarinnar má nálgast á
vefnum eljagangur.is.
Brettakappar sýna listir sínar á Ráðhústorginu á Éljagangi. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Shell V-POWER sleðaspyrnan fer fram laugardagskvöldið 15. febrúar. Keppnin er með út-
sláttarsniði þar sem kraftmesti sleðinn sigrar. Sleðaspyrnan hefur notið mikilla vinsælda
undanfarin ár og dregið að sér fjölda áhorfenda. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Í vetur er boðið upp á skíðakennslu
fyrir byrjendur og lengra komna í
brekkunum í Bláfjöllum. Á mánu-
dögum, miðvikudögum og fimmtu-
dögum frá klukkan 19 til 21 er boðið
upp á byrjendakennslu fyrir full-
orðna. Allar helgar er svo námskeið
sem kallast Skíðaskóli Bláfjalla frá
klukkan 11 til 15 og er það fyrir alla
aldurshópa. Verð fyrir hvert skipti
er 6.000 krónur og er hádegisverður
innifalinn. Fyrir þá sem vilja læra á
snjóbretti eru sérstök námskeið allar
helgar frá 10.30 til 14.30. Áhugasam-
ir geta skráð sig á námskeiðin þar til
klukkan 21 kvöldið áður.
Við kaðallyftuna við Bláfjalla-
skála er boðið upp á skíðakennslu
fyrir alla sem vilja en þá er kenn-
ari í brekkunni sem veitir kennslu
í grunntækni. Ekki er um einka-
kennslu að ræða og ekki farið djúpt
í hlutina.
Einnig er hægt að panta einkatíma
hjá skíða- og brettakennurum og
henta tímarnir bæði byrjendum og
lengra komnum. Nánari upplýsingar
um námskeiðin og einkatímana má
nálgast á heimasíðu Skíðasvæðanna
skidasvaedi.is
Skíða- og brettaskóli
Skíðakennsla
verður fyrir
byrjendur og
lengra komna
í Bláfjöllum í
vetur.
Í vasaljósagöng-
unni eru veitt
verðlaun fyrir
frumlegasta ljósa-
búnaðinn. Fyrir
gönguna verður
haldið gönguskíð-
anámskeið,
þátttakendum að
kostnaðarlausu.