Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 34
34 matur & vín Helgin 31. janúar-2. febrúar 2014  vín vikunnar Pilsner Urquell Gerð: Bjór Tegund: Lagerbjór. Uppruni: Tékk- land. Styrkleiki: 4,4% Verð í Vínbúð- unum: 299 kr. (330 ml) Umsögn: Tékkar gerðu okkur þann ágæta greiða að finna upp pilsner-bjórinn. Pilsner Urquell er sá upprunalegi og stendur enn fyrir sínu góðum 170 árum síðar. Hérna er eilítið meiri humlakeimur en jafnan í lager- bjórum sem gefur honum karakter. Tyskie Gerð: Bjór Tegund: Lagerbjór. Uppruni: Pólland. Styrkleiki: 5,6% Verð í Vínbúð- unum: 399 kr. (500 ml) Umsögn: Þó nafnið beri það með sér er Tyskie alls ekki þýskur heldur hreinrækt- aður Pólverji. Og þeim pólsku hefur tekist vel upp með þennan klassíska, ljúfa og fínlega lagerbjór. Grolsch Gerð: Bjór Tegund: Lagerbjór. Uppruni: Holland. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúð- unum: 459 kr. (450 ml) Umsögn: Hollend- ingurinn í hópnum stendur alltaf vel fyrir sínu. Flaskan er sniðug og bjórinn skemmti- legur. Grolsch lætur finna fyrir sér með örlítið meiri beiskju og humlum en gengur og gerist í mildum lager- bjórum en gerir það á jákvæðan hátt. Þýskur hveitibjór á þorranum Nú stendur þorrinn sem hæst og hvort sem fólk er mikið í súrmatnum eður ei verður því ekki neitað að þorrastemningin er áberandi. Hvort sem það er til að hressa upp á þorrablótið eða breyta út frá hefðbundna lager- bjórnum þá er alls ekki svo vitlaust að prófa hveitibjór. Þýskur hveitibjór – Hefe Weissbier – er yfir- leitt vel freyðandi, lítið humlaður, mjúkur og með smá ávaxtakeim. Hann er ekki endilega sætur en vel ferskur út af ávöxt- unum. Hveitibjór gengur vel með sýru- ríkum mat, ferskum tómötum, ávöxtum og salötum með vinaigrette. Þá passar hveiti- bjórinn frábærlega með ostum, allt frá geitaosti til kotasælu. Eins getur hann passað hreint ágætlega með mildu sushi. Franziskaner Weissbier er gott dæmi um þýska hveitibjórinn en Franziskaner má rekja aftur til elsta brugghúss í sögu München, stofnað árið 1363. Franziskaner Hefe-Weissbier Gerð: Bjór Tegund: Hveitibjór. Uppruni: Þýskaland. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúðunum: 489 kr. (500 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Fahitas úr flanksteik Flestir eru nokkurn veginn sammála um að kjötbitarnir sem vaxa sem næst hryggnum á hverri skepnu séu þeir bestu. En þeir bestu henta ekki alltaf í það sem sælkerinn er að leita eftir. Það þarf til dæmis tals- verða fitu og ákveðið magn af þeim vefjum sem halda kjötinu saman til þess að elda kjöt við lágan hita og lengi. Lund og fillet myndi þorna löngu áður en hægt væri að skera kjötið í sundur með skeið. Systursteikurnar „flank“ og „skirt“ er síðubitar teknir neðarlega af nautaskrokknum og eins ótrúlega og það hljómar þarf annað hvort að elda þá bita leiftursnöggt eða ótrúlega lengi. Allt þar á milli kallar á ólseiga steik á pari við gamalt leðurbelti. Flanksteikurfahitas Marínering 1 límóna rabbarbari 10 cm ólífuolía ½ dl steikarsósa 1 msk. hvítlauksrif 2 chili 1 stk. bjór 2.5 dl Hvernig Rífa börkinn af límónunni og kreista safann úr líka. Merja og saxa hvítlaukinn, saxa chilliið og hafa fræin með. Blanda öllu saman. Steikarsósan er þessi klassíska dökka sósa. Ef ekki er til steikarsósa er hægt að skipta henni út fyrir helmingi minna af Worcestershiresósu eða jafn vel soya. Bjórinn sem nota skal er svona sirka 2-3 dl. Ef þú tímir meiru er fínt að láta lítinn bauk vaða. Ekki skemmir fyrir ef sælkerinn fær að dreypa á bjórnum við eldamennskuna. Það er örlítil himna á þessum kjötbita sem þarf að fjarlægja að mestu leyti áður en kjötið er marínerað. Nota til þess blandaða tækni með hníf og eldhúspappír. Marínera bitann í um tvo til þrjá tíma, má vera aðeins minna má líka vera aðeins meira en ekki mikið þó. Elda á grillpönnu þangað til kjötið er „medium“ sem eru þrjár til fjórar mínútur á hverri hlið. Fer þó eftir stærðinni á bitanum. Láta stykkið hvíla aðeins eftir eldun og skera svo þvert á rendurnar í kjötinu sem eru augljósar á þessum bita. Meðlæti Bera skal fram í hveititortíum sem hitaðar eru á grillinu til að fá á það rendur og geyma svo í hreinu viskustykki til að halda mjúkum. Meðlæti getur verið, grilluð paprika, grillaður rauð- laukur, sýrður rjómi, guacamole og blanda af rauð-og hvítkáli sem hefur verið látið standa í safa úr einni límónu og tveimur skeiðum af agavesýrópi í um klukkustund. Svo er klassísk salsasósa alltaf í lagi með líka. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Allt a ð Rúm frá 99.000 Tungusófar frá 125.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 199.900 kr Stólar frá15.900 verð áður 35.900 Sjónvarpskápur 55.900 Skenkur 77.000 Sjónvarpsskápar frá 33.500 Barskápur 89.000 Vín sófasett 3+1+1 verð 290.320 áður 362.900 Mósel hornsófi verð 287.900 áður 359 .900 70% SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Saku Rock Gerð: Bjór. Tegund: Lagerbjór. Uppruni: Eistland. Styrkleiki: 5,3% Verð í Vínbúðunum: 318 kr. (500 ml) Umsögn: Eistneski rokkarinn Rock er upplagður í maríner- inguna, ekki síst af því það er gott að sötra hann meðfram eldamennskunni. Þó við Íslendingar höfum tekið árstíðabjórum fagnandi og séum sífellt að víkka út sjóndeildarhringinn þá er langmest drukkið af lagerbjór hér. Mikilvægt er þó að festast ekki í sömu hjólförunum, að kippa ekki alltaf sama bjórnum með sér af gömlum vana. Fólk ætti að skoða úrvalið vel og vera óhrætt við að prófa sig áfram með eitthvað nýtt. Hér eru þrír lagerbjórar sem vert er að gefa gaum næst þegar kemur að áfyllingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.