Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 40
40 vetrarfjör Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Vetrar- og útivistarhátíð
á Akureyri
13.-16. febrúar
/eljagangurwww.eljagangur.is
Lj
ós
m
yn
d:
©
A
xe
l Þ
ór
ha
lls
so
n
Fylgstu með Él
jagangi
á sjónvarpsstö
ðinni N4!
skíði - bretti - ískross -
sleðar
þyrluskíði - sleðaspyrna
- ístölt
gönguskíði - fjallganga -
brettamót
námskeið - sýningar - m
enning
... og hellingur í viðbót!
Skoðaðu dagskrá og viðbu
rði á
Útivist allt árið
Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is
Skálafell opnar á morgun
Skíðasvæðið Skálafelli opnar á
morgun, laugardag, og verður opið
þar allar helgar fram yfir páska frá
klukkan 10 til 17. Öllum börnum sem
fædd eru árið 2005 og búa innan
þeirra sveitarfélaga sem standa að
skíðasvæðunum stendur til boða að
fá fría áfyllingu á vetrarkortið sitt.
Kortið sjálft kostar 1.000 krónur en
þegar því er skilað eru 500 krónur
endurgreiddar. Sveitarfélögin sem
standa að skíðasvæðum höfuð-
borgarsvæðisins eru Reykjavík, Sel-
tjarnarnes, Garðabær, Mosfellsbær,
Kópavogur og Hafnarfjörður.
Í Skálafelli eru fjórar skíðalyftur,
1.200 metra stólalyfta, tvær sam-
síða diskalyftur og ein byrjendalyfta.
Á svæðinu er mjög góð aðstaða
bæði fyrir skíða- og snjóbrettafólk.
Þegar aðstæður leyfa eru troðnar
göngubrautir austur af skíðasvæð-
inu og eru vegalendir og landslag
þeirra mismunandi.
Snjóhúsaferð og ljósaganga
Ferðafélag barnanna
stendur fyrir snjó-
húsaferð og ljósagöngu
föstudaginn 14. febrúar
þar sem kennt verður
að búa til alvöru snjó-
hús. Í ferðinni er ætlun-
in að finna gott gil, fullt
af snjó og gera ýmsar
snjóhúsatilraunir.
Eftir það setja allir á sig
höfuðljós og skoða hinn
magnaða Eldborgargíg
í myrkri. Lagt verður
af stað á einkabílum frá
skrifstofu FÍ, Mörkinni
6, klukkan 15. Ferðin
tekur þrjá til fjóra tíma
og er mælt með því að
allir mæti með skóflur
og ljós. Nánari upp-
lýsingar má nálgast
á síðunni ferdafelag-
barnanna.is
Hæsti gos-
brunnur
heims, Jet
d’eau, spýtir
Genfarvatni
140 metra
upp í loftið
og setur því
óneitanlega
svip á
borgina.
Genf IcelandaIr hefur fluG tIl borGarInnar
Fína borgin við vatnið
Þ að er löng hefð fyrir því að stilla til friðar í Genf. Það eru þó ekki íbúarnir sem láta
svona illa enda er borgin vanalega í
einu af efstu sætunum yfir lífvænleg-
ustu þéttbýli jarðar. Kristján Sigur-
jónsson heimsótti borgina.
Við bakka Genfarvatns standa
reisulegar byggingar sem hýsa fimm
stjörnu hótel, frægar úrabúðir og fína
veitingastaði. Í hæðunum fyrir ofan
eru svo dýrustu villur álfunnar. Vatn-
ið sjálft er þó leikvöllur allra borgar-
búa. Á sumrin svamla þar allir sam-
an og á veturna hittist fólk af öllum
stéttum í gufubaðinu á La Buvette
des Bain, bryggjunni sem gengur út
í vatnið. Þaðan er líka fallegt útsýni
til fjalla en allir tindar sem sjást frá
Genf, þar á meðal Mont Blanc, eru
hinum megin við landamærin.
Ókeypis samgöngur
Þrátt fyrir ríkidæmið þá getur
venjulegt fólk notið lífsins í þessari
fallegu borg þar sem 0,2 prósent
íbúanna eiga Ferrari, Porsche eða
Rolls Royce. Það kostar til að mynda
minna að setjast á útikaffihús á Bo-
urg-de-Four í gamla bænum en við
Gammel Strand í Köben eða Gamla
Stan í Stokkhólmi. Aðgangur að
nýlistinni á Mamco safninu kostar
minna en í Hafnarhúsinu og í Genf
fá allir hótelgestir passa sem gildir
í sporvagna, strætó og bátana sem
skutla fólki yfir vatnið. Lestin til og
frá flugvellinum er einnig í boði borg-
arstjórnar. Það væri óskandi að fleiri
sveitarfélög tækju upp þennan sið.
Gjörólíkir nágrannar
Íbúar Genfar urðu um langt skeið
að lifa gleðisnauðu lífi að hætti Kalv-
ínista. Fólkið gat þó komist út fyrir
múranna af og til og þá var haldið
í nærliggjandi þorp þar sem lífsins
lystisemda var notið óhóflega áður
en grár hversdagsleikinn í Genf tók
við á ný. Þó lokaðar búðir og veitinga-
staðir á sunnudögum séu sennilega
það eina sem eftir er af ströngum
lífsreglum Kalvínista þá nýtur ná-
grannasveitarfélagið Carouge enn
mikilla vinsælda meðal borgarbúa
sem vilja skipta um umhverfi. Þekkt-
ustu arkitektar Ítala voru fengnir til
að reisa þennan kaþólska bæ í lok átj-
ándu aldar og tekur aðeins nokkrar
mínútur að taka sporvagn þangað frá
miðborg Genfar. Sá stutti útúrdúr er
tímans virði.
Icelandair hefur flug til Genfar í
sumar og þá gefst íslenskum ferða-
mönnum betra aðgengi að heima-
borg Rauða krossins, Genfarsátt-
málans og Sameinuðu þjóðanna.
Svissneskar og franskar nærsveitir
þessarar glæsilegu borgar eru ekki
síður spennandi og er jafnvel hægt
að gera þeim góð skil í dagsferðum.
Þá nýtist lestarpassinn sem gestir
borgarinnar fá vel því hann gildir í
sumum tilfellum þegar komið er út
fyrir borgarmörkin.
Á ferðavefnum Túristi.is má lesa
meira tengt ferðalögum til Genfar
og gera verðsamanburð á hótelum
borgarinnar.
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Dómkirkjan er miðpunktur
gamla bæjarins í Genf og
úr öðrum turninum er
besta útsýnið yfir borgina.