Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 8
SILFUR 50% afsláttur LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast GULL 30% afsláttur ÚR 50% af sláttur DKNY - Casio - Fossi l - Dies el Rakel Sölvadóttir hlaut hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. FKA viðurkenninguna 2014 fékk Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova en Þakkarviðurkenninguna fékk Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis. Rakel Sölvadóttir er stofn- andi SKEMA sem er tölvu- menntunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í kennslu í for- ritun fyrir börn samkvæmt aðferðarfræði sem studd er nýjustu rannsóknum í sálar og kennslufræðum. SKEMA hefur vakið athygli hérlendis og erlendis fyrir störf sín og var meðal annars á lista For- bes yfir 10 sprotafyrirtæki að fylgjast með árið 2013. „Börn eru svo móttækileg fyrir því að læra ný tungumál og forritun er ekkert annað en tungumál. Að læra tungu- mál er meðfæddur hæfileiki sem byrjar að dvína um 12 ára aldur svo það er um að gera og nýta þann hæfileika á meðan hann er eðlislægur. Auk þess viljum við kenna börnunum að vera annað en bara neytendur tækni yfir í að vera skaparar, svo þau matist ekki bara af hugbúnaði sem umhverfið ýtir í átt að þeim,“ segir Rakel. Hún segir kennslu í forritun ná langt út fyrir skólastofuna. Rannsóknir á starfi SKEMU sýna mikil áhrif á hugrænan þroska og líðan barna. Auk þess hefur strákum sem sótt hafa námskeið farið mjög hratt fram í stærðfræði. Stelp- urnar bættu sig líka en það var ekki jafn áberandi munur því þær voru svo góðar til að byrja með. SKEMA býður upp á fjölbreytt námskeið og eitt sérstaklega fyrir stelpur. „Við byrjuðum með þau því strák- arnir eru svo fljótir að skrá sig á námskeiðin en stelpurn- ar eru ekki jafn hvatvísar og þurfa meiri aðlögunartíma. Svo sýndi reynslan okkur að stelpum hentar öðruvísi kennsla, út frá öðrum vinkli.“ Þegar Rakel stofnaði fyrir- tækið var hún einstæð móðir með tvö börn í fullri vinnu, auk þess að stunda nám í sál- fræði. Hún segir uppbygg- ingu fyrirtækisins vissulega hafa verið krefjandi en miklu frekar gefandi. „Það auðveld- ar hlutina að hafa virkilega ástríðu fyrir því sem maður gerir og að trúa því að það sé hægt að breyta heiminum. Börnin mín voru líka innspýt- ingin sem kom mér af stað og ég notaði þau heilmikið sem tilraunadýr. Á þeim prófaði ég hvort börn gætu lært að forrita og líka hvort þau hefðu gaman af því. Þetta hafði þó blundað í mér síðan ég var krakki því ég er þessi týpíski ADHD ein- staklingur sem passaði ekki inn í menntakerfið. Ég var reyndar alltaf toppnemandi en mér leið aldrei vel því ég fékk ekki að njóta mín fyrir mína styrkleika. Mamma og pabbi björguðu mér þegar þau gáfu mér tölvu þegar ég var níu ára. Ég byrjaði að forrita tölvu- leiki og sá í fyrsta sinn ég að ég gæti verið góð í einhverju sem mér fannst líka gaman að gera.“ Rakel horfði svo upp á son sinn kljást við nákvæmlega sömu vandamál í skólakerf- inu og hún hafði glímt við, en hann er greindur með ADHD og lesblindu, og henni blöskraði að ekkert hafði breyst. „Á þessum tíma var ég í sálfræðinni og sá þarna mjög öfluga leið til að blanda saman sálfræði og tölvunarfræði. Til að mæta þörfum nútíma barna en líka atvinnulífsins. Í okkar starfi höfum við alltaf leik- gleði og jákvæðni að leiðar- ljósi og það er ótrúlegt að sjá krakka sem aldrei hafa virkað í skólakerfinu blómstra hjá okkur.“ Rakel fluttist nýlega búferl- um með börnin sín og fyrir- tækið til Seattle. „Sú ákvörðun var tekin því íslenskt umhverfi er svo erfitt og bara ekki hægt að vera hér á alþjóðlegum markaði. Ég hefði auðvitað viljað hafa höfuðstöðvarnar hér heima og draumurinn minn er að sjá Ísland sem leiðandi land í tæknimenntun en það er bara ekki í boði eins og er, því miður.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Viðurkenning rakel SölVadóttir, Stofnandi SkeMa, hlaut hVatningarVerðlaunin fka 2014 Ótrúlegt að sjá krakkana blómstra Rakel leið aldrei vel í skóla en fann sig í for­ ritun. Hún vill hjálpa börnum sem passa ekki í þröng mót gamaldags skólakerfis. Liv Bergþórs­ dóttir fékk FKA viðurkenn­ inguna og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Þakkar viður­ kenninguna. Rakel Sölvadóttir stofnandi Skema. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.