Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 48
Helgin 31. janúar–2. febrúar 201448 tíska  Tíska sýning særósar MisTar Danstískusýning haldin af einskærri gleði Særós Mist var aðeins 15 ára þegar hún hélt sína fyrstu sýningu fyrir sjö árum. Nú er hún að ljúka grunnnámi í klæðskurði og stefnir á að láta drauminn rætast og nema fatahönnum í Danmörku. Í nýjustu línu hennar eru flíkur sem leyfa kvenlíkamanum að njóta sín og nú verður sýningin með nýju sniði þar sem hún blandar dansi og tísku saman. É g er búin að vera sjálf mikið í dansi og á þessa vinkonu, Rósu Rún, sem er dans- höfundur. Hugmyndin kom því að tískusýningar geta oft verið svolítið óspennandi. Mig langaði að krydda þetta aðeins og gera þetta meira en bara tískusýningu, fyrir utan það að dansinn er mjög sterkur í mér,“ segir Særós Mist Hrannarsdóttir, verðandi fata- hönnuður, sem er að klára grunn- nám í klæðskurði við Hönnunar og handverksskólann í Reykjavík og stefnir á nám í fatahönnun í Danmörku á árinu. „Ég fæ bara svo mikið út úr því að útbúa sýninguna þó að það verði ekki endilega beint framhald þá finnst mér það líka bara allt í lagi því að það er nóg fyrir mig að láta þann draum rætast. Ef maður fær viðbrögð þá er það líka mjög gam- an. Þetta er tilraun sem er líka gerð fyrir gleðina. Við verðum með þrjá dansara og svo blöndum við þessu saman en fókusinn er á tískusýn- inguna,“ segir Særós Mist. „Ég er mjög ánægð með námið. Þetta er tveggja ára nám þar sem maður lærir grunnatriðin og er mjög tæknilegt. Ég hef líka verið að gera mikið sjálf meðfram náminu því að mig langaði að geta gert mína vöru sjálf. Þetta er gott nám sem grunnur áður en ég fer í fatahönnunina sjálfa,“ segir Særós. Hún var aðeins 15 ára þegar hún hélt sýna fyrstu tískusýningu. „Það var gert af einskærri ástríðu og löngun og þannig er það líka núna. Mér finnst svo gaman að halda sýningar og skapa mínar eigin línur en þetta er brjálæðisleg vinna þegar maður stendur einn í þessu,“ segir Særós Mist. Eftir sína fyrstu sýningu seldi Særós línuna sína í verslun sem hét Fígúra á Skólavörðustígnum. Særós nýtur þess að hanna á konur og hún fær oft innblástur frá vinkonum sínum og frá klassískri og rómantískri tísku fyrri tíma. „Ég er mikið að hanna samfestinga sem mér finnst mjög skemmtilegar flíkur. Í línunni eru líka kjólar, buxur og fágaðar og flottar skyrtur sem mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegar. Ég vil hanna föt sem konum líður vel í og leyfa líkamanum að njóta sín. Í þessari línu nota ég mikið siffon og frekar matta áferð sem og stíf efni,“ segir Særós Mist. Tískusýningin sem ber heitið „Collection Ladies“ er dagskrárliður á Vetrarhátíð í Reykjavík og verður haldin í Menn- ingarhúsinu Molanum að Hábraut 2 í Kópavogi þann 7. febrúar næst- komandi og opnar húsið klukkan 18.30. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Úr nýjustu línu „Collection Ladies“. Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 Dásamlega fallegt ! Teg ELODIE bh í 32-40 D, DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.990,- buxur í S,M,L,XL á kr. 5.550,- Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16 Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Þær eru komnar Ítalskar buxur á 11.900 kr. Háar í mittið Stretch. Str. 34 - 46/48. Við gerum tilboð fyrir stærri þorrablót Nánar á noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.