Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 32
Kapp við kassana V Við þurfum öll að borða. Þess vegna komumst við ekki hjá því að fara í mat- vöruverslanir og ná okkur í nauðsynjar. Misjafnt er hve mikið yndi menn hafa af slíkum verslunarferðum en mitt er tak- markað. Samt læt ég mig hafa það. Liðin er tíð kaupmanna á horninu, að minnsta kosti flestra, manna sem höfðu tíma til að spjalla við viðskiptavinina um vöruna eða veðrið, raða í poka og aðstoða ýmsan máta. Í mínu ungdæmi voru stórmarkaðir varla til. Kaupmennirnir á horninu áttu markaðinn. Þangað fóru mæðurnar – og kannski feðurnir endrum og sinnum – en börnin oft. Þá var nefnilega hægt að senda börn út í búð. Það var yfirleitt stutt að fara og umferð lítil. Ef hætta var á að barnið myndi ekki allt sem kaupa átti var einfalt að senda með því miða, jafnvel í vett- lingnum. Kaupmaðurinn, eða starfsfólk hans, sá þá um að tína til það sem kaupa átti, setja í innkaupanetið fyrir barnið og afganginn í vettlinginn. Það er að segja ef ekki var skrifað. Kaupmennirnir buðu upp á þá þjónustu að skrifa innkaupin hjá fólki sem borgaði síðan mánaðarlega – eða samdi um framlengingu ef illa stóð á. Kaupmennirnir voru eins konar smálána- fyrirtæki þess tíma – nema hvað þeir slepptu okurvöxtunum. Þeir tóku alls enga vexti. Vera kann að álagningin hafi tekið tillit til þessarar þjónustu, á það bárum við börnin ekki skyn. Síðar komu til sögunnar kjörbúðir svo- kallaðar, það er að segja sjálfsafgreiðslu- verslanir. Kaupmennirnir afgreiddu ekki yfir borð heldur valdi viðskiptavinurinn vöruna sjálfur. Þetta var að erlendri fyrir- mynd og þótti framför – og var það eflaust. Kjörbúðirnar voru undanfari stórmarkað- anna sem smám saman tóku markaðinn yfir. Kaupmennirnir á horninu hurfu einn af öðrum og nú þrauka aðeins örfáir. Pálmi Jónsson stofnaði Hagkaup árið 1959. Í upphafi var þó ekki um stórmarkað að ræða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Hagkaup byrjaði sem póstverslun í gömlu fjósi við Miklatorg. Í fyrstu var einungis á boðstólum heimilisvara og fatnaður, matvaran bættist ekki við fyrr en undir 1970. Hagkaupsverslun Pálma óx og dafnaði og fleiri voru opnaðar. Aðrir stórmarkaðir fylgdu í kjölfarið og nú ráða þeir lögum og lofum á matvörumarkaði, Bónus, Krónan, Nóatún, Nettó, Víðir, Sam- kaup, Kostur, Fjarðarkaup og Iceland, auk stöku kaupfélags sem enn lifir. Stórmörk- uðunum fylgdi fjölbreyttara vöruúrval og lægra verð. Verðið skiptir fjölskyldurnar miklu og því eðlilegt að stórverslanirnar hafi náð fjöldanum til sín. Sama gildir um vöruúrvalið. Þar er ólíku saman að jafna, hornkaupmaður á jarðhæð eða í kjallara í samanburði við risaverslanir, gott ef gólf- plássið í Hagkaupsversluninni í Smára- lind er ekki hektari að stærð, 10 þúsund fermetrar. Áður voru bújarðir einar taldar í hekturum. En þjónustan er ekki sú sama og áður var veitt af persónulegum hornkaupmanni, þótt ugglaust sé hún eitthvað mismunandi eftir verslunum. Við hjónakornin förum oftast í Bónus þegar kemur að helgarinn- kaupunum, eða innkaupum til vikunnar, því gjarnan er það svo þótt skotist sé eftir ýmsu smálegu aðra daga. Þrjár Bónus- verslanir eru tiltölulega nálægt heimili okkar í Kópavoginum. Stundum förum við í stórverslun Krónunnar í sama bæjar- félagi og Nóatún í Hamraborginni – sem býr að góðu kjötborði. Loks skjótumst við endrum og sinnum í Samkaup-Strax, sem verður eiginlega að teljast hverfisverslun okkar, þótt ekki sé um að ræða hornkaup- mann sem spáir í veðurútlit ef náð er í rjómapela með sunnudagspönnsunum. Það er í sjálfu sér ágætt að raða í inn- kaupakerruna í stórmarkaðnum og gefa sér þann tíma sem þarf. Fyrir liggur að kaupa þarf venjulegar nauðsynjar, fisk og kjöt eftir atvikum, kartöflur, kál og annað grænmeti, mjólk, brauð, álegg, auk annars smálegs. Síðan eru það freistingar sem reyna verður að standast, ísar og ostakök- ur, svo ekki sé minnst á slikkeríið sem við blasir, súkkulaðidraumar, lakkrísar, buff og bolsíur. Hasarinn byrjar hins vegar – og það heldur betur – þegar nær dregur af- greiðslukössunum. Undir kvöld á föstudögum er helmingur þjóðarinnar samankominn í stórmörkuðunum. Bið- raðirnar eru því langar við kassana. Erfitt getur verið að hitta á rétta röð. Næstu raðir ganga yfirleitt hraðar en sú sem við veljum. Skjóti maður sér yfir í þá röð bregst það ekki að gamla röðin tekur kipp og gengur mun hraðar. Loks kemur þó að okkur og þá er betra að vera tvö við verkið því hamagangurinn er ógnvekjandi. Unga fólkið á kössunum djöflar vörunum í gegn á ógnarhraða, eiginlega áður en það er búið að afgreiða næsta mann á undan sem veit hvorki hvort hann á að halda áfram að raða í pokana eða setja kortið í posann. Vörum hans er síðan þrýst til hliðar með slá og okkar gómaðar með leifturhraða og rennt í gegn við hlið þess sem á undan er, sveittur með vörurnar óklárar og kortið milli handanna. Eiginkona mín reynir á sama tíma að koma varningnum okkar fyrir í pokum eða töskum á meðan ég næli í kortið, stimpla inn pin-númerið og kvitta. Áður en að því kemur er starfsmaðurinn á kassanum byrjaður að renna vörum kúnn- ans fyrir aftan í gegn, enn á hljóðhraða. Fyrir hefur komið að ég hef skotist einn í helgarinnkaupin og þarf bæði að raða í poka og borga. Þá trufla ég alla í senn, við- skiptavininn á undan og eftir, auk kassa- starfsmannsins. Ég veit að biðraðirnar eru langar og flestir vilja komast sem fyrst úr þeim. Samt held ég að öllum liði ögn skár, við- skiptavinunum og kassastarfsfólkinu, ef aðeins einn væri afgreiddur í einu, í stað þriggja. Við kassa stórmarkaðanna ræðir enginn veðrið og enn síður daginn og veginn – og þangað sendir enginn barn með miða í vettlingi. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i • 20.1 pixla Exmor myndflaga • Full HD video1920x1080/50 • 18-55mm linsa fylgir, útskiptanleg linsa Tilboð 69.590.- Verð áður 79.990.- • Intel Pentium örgjörvi • 15,5” Flat LED skjár • 4GB innra minni, 500GB diskur Tilboð 93.490.- Verð áður 109.990.- öflug og TrausT á frábæru verði SVF1521A6EW frábær ferðafélagi á góðu verði ILCE3000KB 93.490.- sParaðu 16.500.- 69.590.- sParaðu 10.400.- • 300W 32 bita magnari • 1 hátalari og þráðlaust bassabox • Bluetooth tengimöguleiki Tilboð 63.990.- Verð áður 79.990.- • Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi Tilboð 159.990.- Verð áður 199.990.- sony Center verslun Nýherja borgartúni 37 / 569 7700 verslun Nýherja Kaupangi akureyri / 569 7645 framúrsKaraNdi myNdgæði 42” Led sjónvarp KDL42W653 heimabíó með þráðlausum bassaháTalara HTCT260H 5 ára ábyrgð fylgir öllum sjóNvörPum www.sonycenter.is 159.990.- sParaðu 40.000.- 63.990.- sParaðu 16.000.- miKill afsl áTTur af sýnishor num og síðustu eintökum! 32 viðhorf Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.