Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 50
50 langur laugardagur Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014  Miðborgin gróska í veitingahúsageiranuM Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 3. febrúar, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jón Engilberts Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 bayam sófi frá habitat verð157.500 kr. áður 225.000 kr. Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is i c e l a n d i c d e s i g n Kol opnar á Skólavörðustíg Það er Langur laugardagur í miðborginni á morgun og mikið líf. Útsölur eru enn í fjölmörgum verslunum og opið verður frameftir. Tilvalið er að nota bæjarferðina til að kíkja á spennandi veitingahús eða kaffihús en nóg er af þeim í bænum. Mikil gróska er í veitingageiranum. Veitingastaðurinn Kol verður opnaður á Skólavörðustíg í næstu viku. Ljósmynd/Hari s kólavörðustígurinn er mjög falleg gata, ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður. Hann og fé- lagar hans, Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson, opna í næstu viku veitingastaðinn Kol að Skóla- vörðustíg 40. Óli Már og Andri reka Vegamót við Vegamótastíg og eru því engir nýgræðingar í faginu. Hann kveðst síður en svo hafa áhyggjur af stað- setningunni, mikið líf sé í bænum og Skólavörðustígurinn á mikilli uppleið. „Hallgrímskirkja er rétt hjá okkur og það er mikil traffík vegna hennar. Skólavörðustígurinn er að- eins öðruvísi en Laugavegurinn, hér er mikið af listagalleríum og falleg- um búðum,“ segir Óli. Leifur Welding og Brynhildur Gunnarsdóttir hönnuðu Kol. Stað- urinn er á tveimur hæðum og tekur um hundrað manns í sæti. Um mat- reiðslu á staðnum sjá Einar Hjaltason og Kári Þorsteinsson sem hafa báðir starfað víða um Evrópu. Miðpunktur eldhússins er stærðarinnar kolaofn, og úr honum munu þeir galdra fjöl- breyttan mat; smárétti, steikur, heil- grillaðan kjúkling með fyllingu og sérhannaðan hamborgara svo eitt- hvað sé nefnt. Í salnum munu Gunnar Rafn Heið- arsson og Friðrik Atli Sigfússon stjórna en þeir hafa meðal annars verið veitingastjórar á Silfur, Sjávar- kjallaranum, Turninum, Borg Res- taurant, Grillinu og Slippbarnum. Fleiri tíðindi eru af veitingastöð- um í miðborginni. Jón Örn Angan- týsson bakarameistari hefur opnað Kaffi lyst á 2. hæð í Hafnarhúsinu og er þar opið alla daga frá 10-17. Þar er boðið upp á ljúffengar súp- ur, girnilegar bökur, samlokur og fleira. Veitingahúsið Við Tjörnina hefur flutt sig um set, úr Templarasundi og yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Nýja veitingahúsið opnar á næstu dög- um. Að sögn Laufars Sigurðar Óm- arssonar verður hægt að fá létta rétti yfir daginn en á kvöldin verður fullbúinn matseðill. Í sal veitinga- hússins verður einstakt útsýni yfir Tjörnina. Þá flytur veitingastaðurinn Dill sig um set á næstunni. Dill hefur verið rekinn í Norræna húsinu und- anfarin fimm ár og notið mikilla vin- sælda. Nýr Dill-staður verður opn- aður á Hverfisgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.