Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Page 50

Fréttatíminn - 31.01.2014, Page 50
50 langur laugardagur Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014  Miðborgin gróska í veitingahúsageiranuM Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 3. febrúar, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jón Engilberts Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 bayam sófi frá habitat verð157.500 kr. áður 225.000 kr. Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is i c e l a n d i c d e s i g n Kol opnar á Skólavörðustíg Það er Langur laugardagur í miðborginni á morgun og mikið líf. Útsölur eru enn í fjölmörgum verslunum og opið verður frameftir. Tilvalið er að nota bæjarferðina til að kíkja á spennandi veitingahús eða kaffihús en nóg er af þeim í bænum. Mikil gróska er í veitingageiranum. Veitingastaðurinn Kol verður opnaður á Skólavörðustíg í næstu viku. Ljósmynd/Hari s kólavörðustígurinn er mjög falleg gata, ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður. Hann og fé- lagar hans, Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson, opna í næstu viku veitingastaðinn Kol að Skóla- vörðustíg 40. Óli Már og Andri reka Vegamót við Vegamótastíg og eru því engir nýgræðingar í faginu. Hann kveðst síður en svo hafa áhyggjur af stað- setningunni, mikið líf sé í bænum og Skólavörðustígurinn á mikilli uppleið. „Hallgrímskirkja er rétt hjá okkur og það er mikil traffík vegna hennar. Skólavörðustígurinn er að- eins öðruvísi en Laugavegurinn, hér er mikið af listagalleríum og falleg- um búðum,“ segir Óli. Leifur Welding og Brynhildur Gunnarsdóttir hönnuðu Kol. Stað- urinn er á tveimur hæðum og tekur um hundrað manns í sæti. Um mat- reiðslu á staðnum sjá Einar Hjaltason og Kári Þorsteinsson sem hafa báðir starfað víða um Evrópu. Miðpunktur eldhússins er stærðarinnar kolaofn, og úr honum munu þeir galdra fjöl- breyttan mat; smárétti, steikur, heil- grillaðan kjúkling með fyllingu og sérhannaðan hamborgara svo eitt- hvað sé nefnt. Í salnum munu Gunnar Rafn Heið- arsson og Friðrik Atli Sigfússon stjórna en þeir hafa meðal annars verið veitingastjórar á Silfur, Sjávar- kjallaranum, Turninum, Borg Res- taurant, Grillinu og Slippbarnum. Fleiri tíðindi eru af veitingastöð- um í miðborginni. Jón Örn Angan- týsson bakarameistari hefur opnað Kaffi lyst á 2. hæð í Hafnarhúsinu og er þar opið alla daga frá 10-17. Þar er boðið upp á ljúffengar súp- ur, girnilegar bökur, samlokur og fleira. Veitingahúsið Við Tjörnina hefur flutt sig um set, úr Templarasundi og yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Nýja veitingahúsið opnar á næstu dög- um. Að sögn Laufars Sigurðar Óm- arssonar verður hægt að fá létta rétti yfir daginn en á kvöldin verður fullbúinn matseðill. Í sal veitinga- hússins verður einstakt útsýni yfir Tjörnina. Þá flytur veitingastaðurinn Dill sig um set á næstunni. Dill hefur verið rekinn í Norræna húsinu und- anfarin fimm ár og notið mikilla vin- sælda. Nýr Dill-staður verður opn- aður á Hverfisgötu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.