Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 38
38 vetrarfjör Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
PIPA
R
\
TBW
A
•
SÍA
•
140296
Brekkurnar bíða
Nánari upplýsingar
á skidasvaedi.is
Næstkomandi laugardag
verður opnað í Skálafelli.
Opið verður um helgar frá
kl. 10–17 fram yfir páska.
Sígildir trésleðar
frá Bæjaralandi
Reiðhjólaverzlunin Berlín við Snorrabraut
sérhæfir sig í sígildum reiðhjólum og reið-
hjólafatnaði en þar er líka að finna sígilda
trésleða sem handsmíðaðir eru hjá Sirch
í Bæjaralandi. Alexander Schepsky, fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar, segist alltaf
hlakka til þess á hverju ári að renna sér á
trésleða í Ártúnsbrekkunni með börnun-
um sínum. „Síðasta vetur þegar við fórum
þangað enduðum við öll á einum trésleða,
fjögur börn og ég. Við náðum góðum hraða
og það var svakalega skemmtilegt og eins
og í rússíbana,“ segir hann.
Alexander segir trésleðana frá Bæjara-
landi hafa marga kosti en þeir eru ýmist
smíðaðir úr beyki eða aski og því mjög
endingargóðir. „Lengdin á sleðunum er
frá því að vera 60 sentimetrar upp í 110 og
þeir eru ýmist eins, tveggja eða þriggja
manna,“ segir hann. Ýmsir aukahlutir fyrir
sleðana eru fáanlegir í Berlín, eins og til
dæmis bak fyrir lítil börn svo þau detti
síður af. Fyrir þá sem kjósa enn þægilegra
sæti er hægt að fá sleða með tausæti.
Trésleðarnir í Berlín eru framleiddir hjá Sirch í Bæjaralandi. Hægt
er að setja bak á þá svo lítil börn detti síður af. Sleðarnir eru
ýmist eins, tveggja eða þriggja manna. Ljósmynd/Hari
H já skautasvellinu í Eg-ilshöll er boðið upp á ýmis tilboð fyrir stóra
og smáa hópa og er vinsælt
að halda upp á barnaafmæli
á skautasvellinu. Nú er boðið
upp á skemmtilega nýjung
sem er hópefli fyrir fyrirtæki.
„Hópeflið er í samstarfi við
Iceland Activities sem hefur
margra ára reynslu af slíku.
Þá tekur starfsfólk Iceland
Activities á móti hópnum sem
keppir saman í íshokkí eða
krullu. Fólk fær þá lánaðan
galla hjá okkur og þetta hefur
verið mjög skemmtilegt,“
segir Egill Jóhannes Gomez
Axelsson hjá skautasvellinu í
Egilshöll. Við skautasvellið er
veislusalur svo fyrirtækjahóp-
arnir geta haldið góða veislu
eftir leikinn og hvílt lúin bein.
Barnaafmæli á skautum
Á skautasvellinu er hægt að
halda upp á barnaafmæli og
segir Egill það mjög vinsælt.
„Þá skauta börnin yfirleitt í
um klukkutíma og fá sér svo
pítsu. Foreldrar geta svo kom-
ið með afmælisköku. Veislan
endar yfirleitt á því að börnin
skauta aftur í hálftíma,“ segir
Egill. Sérstakt afmælistil-
boð er núna og kostar
þá 1.500 krónur fyrir
hvern gest. Innifalið
er aðgangseyrir á
svellið, skautar,
tvær pítsusneiðar
og gos.
Tilboð fyrir
stóra og smáa
hópa
Stórir og smáir hóp-
ar geta tekið sig saman
og skemmt sér á skautum og
séu fleiri en tuttugu í hópnum
kostar aðeins 800 krónur á
mann og er leiga á skautum
og hjálmi þá innifalin. Af-
slátturinn miðast við að greitt
sé fyrir allan hópinn í einu.
Að sögn Egils er mikið um
að starfsmannfélög komi á
skauta. „Hóparnir hafa verið
allt frá því að vera fámennir
upp í að telja 400 manns. Þeir
hópar sem það kjósa geta
svo endað skautaferðina á
pítsuveislu hérna hjá okkur.“
Bókunarsími fyrir hópa er
664-9606.
Opnunartímar
Opið er fyrir almenning á
skautasvellinu í Egilshöll
alla virka daga frá klukkan
13.00 til 14.45 og miðviku-
daga og föstudaga frá 17.00
til 19.00. Um helgar er opið
frá 13.00 til 16.00. Fyrir þá
sem koma með sína eigin
skauta kostar 600 krónur
inn fyrir börn en 850 krónur
fyrir fullorðna. 400 krónur
kostar að leigja skauta. Fjöl-
skyldutilboð er fyrir fjóra en
þá kostar 3.000 krónur með
Hópefli í íshokkí og krullu
KYNNING
Skautasvellið í Egils-
höll í Grafarvogi er
opið almenningi alla
daga vikunnar. Þar
er hægt að halda
upp á barnaafmæli
og er sérstakt tilboð
fyrir hópa sem
starfsmannafélög
hafa verið dugleg
að nýta sér. Nýjasta
nýtt hjá skautasvell-
inu í Egilshöll er
hópefli fyrir fyrir-
tækjatækjahópa í
samstarfi við Iceland
Activities þar sem
fólk skemmtir sér í
íshokkí eða kynnist
hinni stórskemmti-
legu íþrótt – krullu.
Á skautasvellinu í Egilshöll er hægt að halda upp á barnaafmæli eða bjóða starfsmannahópum að
renna sér saman. Bókunarsíminn er 664-9606.
skautum. Nánari upp-
lýsingar má nálgast á
síðunni egilshollin.is/
skautasvellEgill Jóhannes
Gomez Axelsson