Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 62
H A N D S M Í Ð A Ð Á S T A Ð N U M L a u g a v e g i 5 2 , s í m i 5 5 2 - 0 6 2 0 , R v í k . Demantar Sin Fang hlaut tvenn verðlaun  TónlisTarverðlaun Grapevine afhenT „Hugmyndin með þessari verð- launaafhendingu allri er að gefa fólki klapp á bakið sem á það vonandi skilið,“ segir Haukur S. Magnússon, yfirritstjóri Reykjavík Grapevine. Tónlistarverðlaun tímaritsins Reykjavík Grapevine voru afhent í annað sinn um síðustu helgi. Verðlaunað var í sex flokkum en dómnefnd var skipuð Matthíasi Má Magnússyni frá Rás 2, Önnu Hildi Hildibrandsdóttur frá Nordic Music Export og fulltrúa tónlistar- skríbenta blaðsins, John Rogers. Sin Fang, hljómsveit Sindra Más Sigfússonar, þótti eiga bestu plötu ársins, Flowers, og sömuleiðis lag ársins, Young Boys. Grísalappalísa var verðlaunuð sem besta tónleikasveit landsins. Að sögn Hauks sannaði sveitin ágæti sitt á sviði að verðlaunaaf- hendingunni lokinni. Eftir að hafa leikið eigin lög fékk Grísalappalísa sjálfan Megas á svið en við undir- leik sveitarinnar söng Megas lögin Björg, Ungfrú Reykjavík, Litlir sæt- ir strákar og síðan lagið sem sveitin er nefnd eftir, Grísalappalísa. „Ógleymanleg stund fyrir alla við- stadda – og sem betur fer mun hún hafa verið tekin upp á myndband öðrum til góða,“ segir Haukur. Hljómsveitin múm þótti eiga eina vanmetnustu plötu ársins 2013 og Trabant var sæmd titlinum „Hljómsveit til að muna“. Samaris var svo útnefnd „Hljómsveit til að fylgjast með á komandi ári!“ Megas tróð upp með Grísalappalísu þegar tónlistarverðlaun Reykjavík Grapevine voru afhent. Ljósmynd/Nanna Dís Sindri Már Sigfússon átti bæði plötu ársins og lag ársins. Hann sést hér með ritstjórum Grapevine, Önnu Anderson og Hauki S. Magnússyni. Deilt um heilaga guðsmóður í bleki  Karl OTTOsen ósáTTur við húðflúr á fOrynju-flíKum  Gissur páll óperusönGvari í eurOvisiOn Karl Ottosen Faurschou fékk sér forláta húðflúr hjá Reykjavik Ink í fyrra. Honum brá illilega þegar hann frétti af myndinni af Maríu mey sem hann ber á handleggnum á flíkum frá Forynju. Hann segist hafa orðið öskureiður enda hafi húðflúrarinn sérhannað myndina á handlegg hans og hún sé honum mjög persónuleg. „Myndin af Maríu mey er helguð móður minni sem ól mig og systur mína upp ein,“ segir Karl. „Ég kæri mig þess vegna ekki um að neinn annar beri þessa mynd.“ Ekki verður þó komið í veg fyrir það vegna þess að töluvert hefur selst af flíkum með myndinni áprentaðri. Karl, sem býr á Grænlandi, sendi Söru Maríu Júlíudóttur, hönnuði hjá Forynju, harðorðan tölvupóst og segist hafa verið dálítið dónalegur vegna þess hversu reiður hann var. Nú er honum runnin reiðin og hann er bara leiður. „Ég hef aldrei lent í svona áður,“ segir Sara María sem hefur unnið mikið með Reykjavik Ink og lista- maðurinn sem teiknaði flúrið lét hana fá myndina út á langan kunningsskap. „Fólk hefur alltaf verið ánægt með að sjá flúrin sín á flíkunum. Ég hef engan áhuga á að nota myndina ef það eru einhver leiðindi. Ég bað hann afsökunar og fullvissaði hann um að myndin verði ekki notuð framar. Meira get ég ekki gert og ég hélt að hann væri sáttur.“ Sara María bendir á að teikningin sé eign lista- mannsins og hann geti ráðstafað henni að vild en sér þyki mjög leitt að Karl taki þetta svona nærri sér. -þþ Karl er dapur yfir að fólk spóki sig í flíkum með húð- flúrinu hans. Guðsmóðir á kjól frá Forynju.Flúrið sem Karl tileinkar móður sinni. ó perusöngvarinn Gissur Páll Gissurarson er ýmsu vanur þegar söng- ur er annars vegar en hann er þó á framandi slóðum þegar hann stígur á stokk í Söngvakeppninni 2014 og syngur Von eftir Jóhann Helgason. „Þetta er spennandi verk- efni og ég held að þetta verði bara fínt og skemmtilegt,“ segir óperusöngvarinn hress í bragði og bætir við að þetta sé tvímæla- laust allt öðruvísi en það sem hann er vanur að fást við. „En þetta er nú bara svona. Fiðlu- leikarinn spilar á fiðlu og fiðlar í því sem hann er beðinn um og ég syng í því sem ég er beðinn um. Það er í raun ekki jafn langt þarna á milli og margir halda þegar veruleiki okkar söngvara á Íslandi er hafður í huga. Ég syng jafnhendis gömul Euro- vision-lög og Abba-lög alveg eins og Heyr mína bæn og svo þetta alveg klassíska. Þannig að þetta er fjölbreytt,“ segir Gissur Páll sem er alvanur því að syngja við útfarir, brúðkaup og önnur slík tækifæri. „Stundum bregst manni svo bogalistinn eins og til dæmis þegar maður reynir að syngja Johnny Cash-lög.“ Gissur Páll segir að Jóhann Helgason, höfundur lags og texta, hafi einfaldlega haft sam- band við sig og beðið hann um að vera með. „Jói Helga hringdi í mig og sagði mér að hann hefði samið lag sem honum fannst að röddin mín ætti að vera í. Þetta er svona falleg „crossover“ -ball- aða. Hann samdi Söknuð, sem Villi Vill gerði náttúrlega ódauðlegt. Það er einmitt svona lag sem ég syng mjög oft við útfarir og er dálítið þægilegt lag til söngs fyrir mig. Þar þarf enga mála- miðlun. Jói Helga er náttúrlega konungur laglínunnar.“ Gissur Páll áttaði sig ekki á því í upphafi að til stæði að senda lagið til keppni. „Það var ein- hver misskilningur og ég fattaði ekki alveg strax að þetta væri Eurovision-lag og maður er nú ekkert beinlínis að trana sér fram í slíkt. Svo gerðum við lagið og ég komst að því að þetta væri framlag í Söngvakeppnina. Ég var ekkert að stressa mig yfir því enda vissi ég að margir tækju þátt og var ekkert sérlega von- góður. Og nú er þetta orðið úr og þá verður maður bara að taka þetta alla leið og hafa gaman af því.“ Og Gissur Páll er að sjálf- sögðu til í að fylgja laginu alla leið í Eurovision keppnina í Danmörku í maí. „Það væri líka skemmtilegt ef við færum þang- að. Þá er þetta orðið fullorðins eins og við segjum. Í þessu verk- efni, eins og lang flestum verk- efnum, hef ég að leiðarljósi að ég mæti, syng og vona að fólkinu líki vel og svo kemur restin bara eins og verða vill.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Óperusöngv- arinn Gissur Páll Gissurar- son stígur inn í fremur framandi að- stæður þegar hann syngur lagið Von, eftir Jóhann Helgason, í Söngva- keppninni 2014. Hann áttaði sig ekki strax á því að hann væri að fara með lagið í keppn- ina en mætir fjallbrattur til leiks og er alveg tilbúinn til þess að fara með lagið alla leið í Eurovision- keppnina í Danmörku í vor. Óperusöngv- arinn Gissur Páll Gissurarson hálf- partinn slysaðist í Söngvakeppnina 2014 með lag eftir meistara mel- ódíunnar, Jóhann Helgason. Mynd/Hari Jafnvígur á Abba og óperur Ég fattaði ekki alveg strax að þetta væri Eurovision-lag. 62 dægurmál Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.