Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓRNARMÁL 5 •791 Ár, skurðir, vötn (vatnamál). •793 Vatnsorka. .81 Samgöngumál. .811 Götur og vegir og umferð á þeim. .813 Hafnar- og siglingamál. .814 Flugmál. .82 Framleiðsla, verzlun, iðnaður. .821 Löggilding mælitækja og vog- aráhalda. .823 Landbúnaður, námar 0. fl. .824.1 Framleiðslustarfsemi bæja og sveita. .824.11 Framleiðslufyrirtæki bæja og sveita (Gas, vatn, rafmagn 0. þ. 1.) .824.12 Útgerð bæja. .824.5 Verzlunarfyrirtæki. .825 Peningastofnanir. .83 Atvinnumál, atvinnulöggjöf. .84 Framfærslumál og tryggingar. .85 Fræðslumál, listir, vísi ndi, bókmenntir. .851 Fræðslumál, fræðslumála- stjóm. OO Opinber söfn, sýningar. ‘OO Nri UJ Minnismerki, friðlýst svæði og fornminjar. .855 Hátíðir, leikir. .856 Verðlaun fyrir hetjudáð og hugrekki. .857 Kirkjumál (sóknarmálefni). .86 Heimavarnir. .87 Dómsmál. .88 Utanríkismál. ■9 Eftirlit með opinberrí stjórn- sýslu. Hver aðalflokkanna, sem eru auðkenndir með breyttu letrí, skiptist í marga undir- flokka og em ekki taldir hér nema fáir. Und- irflokkamir skiptast svo aftur og þannig koll af kolli. Væri lítið unnið við þessa skiptingu, ef tilvilfun réði, hvemig sundurgreiningin verður niður í hin einföldustu daglegu við- fangsefni, en það er styrkur kerfisins, að svo er ekki. Nú myndi það æra óstöðugan, að læra utan að alla sundurgreininguna til þess að koma henni við í daglegri notkun kerfis- ins. Til þess hefur verið samin lieitaskrá fymr allt kerfið með um 2000 fyrirsögnum mál- efna, sem fyrir koma í starfi bæja- og sveita- stjórnarmanna eða umboðsmanna þeirra, starfsmanna og stofnana. Heitum er raðað eftir stafrófsröð, svo að bókari eða skjala- vörður eða hver annar, sem kerfið notar, þarf ekki að leggja tugstafi (einkennisstafi) flokk- anna á minnið, heldur getur hann slegið upp í heitaskránni, sem vitanlega þyrfti að prenta ásamt niðurröðun flokkanna (efnisskránni). Komi málefni fyrir, sem er ekki í heita- skránni, og bréfritari eða bókari finnur ekki eðlilegan stað fyrir það í efnisskránni, má hann ekki bæta tugstaf eða stöfum við og búa til nýjan flokk eða fvrirsögn, heldur á að bóka málið með einkennisstöfum þess aðal- flokks, sem tekur yfir skyld málefni, þangað til samráð hefur verið haft við aðra notendur kerfisins, innan lands eða utan, hvar hinum nýja flokki á að skipa til sætis. Allsherjar- samtökin voru áður nefnd, en landssamtök hér myndu, þegar til koma, hafa miðstöð i Reykjavík og er eðlilegast að hugsa sér, að Reykjavíkurbær hafi forvstuna í þessu efni. í þeirri gerð, sem kerfið hefur fengið á ís- lenzku, er það samið á vegum Reykjavíkur- bæjar og í skjalasafni bæjarins, miðað við þarfir borgarinnar. Af því að kerfið er samið eftir útlendri fyrinnynd, loða við það nokkur einkenni, sem eiga ekki djúpar rætur hér á landi. Svo er t. d. um ýmsar hliðar vatns- veitu, flestar greinar loftvama og allar varð- andi hervamir, en ekki þótti rétt að ganga fram hjá þessum flokkum eða sleppa úr þeim meðan engin reynsla er fengin fyrir kerfinu í heild. Að sjálfsögðu varð að bæta í flokkum fyrir málefni, sem útlenda (danska) kerfið

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.