Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL 21 D ómar og Frá félagsmálaráðuneytinu. í apríl 1949 fluttist berkla- Hjón, sem slíta .,, ,. „ T, . , samvistum, geta sjuklingunnn E ao Krist- eignast hvort sína neshæli og kom hún þang- framfærsiusveit. j. , . „, ao ur hreppmum G. ba hreppur greiddi og Vs hluta dvalarkostnaðar hennar á hælinu fyrir árið 1949. E var á þess- um tíma gift manninum S. Höfðu þau búið í G-hreppi, en slitið samvistum á árinu 1947. E tók þá saman við annan mann í G-hreppi, ól honum bam og bjó með honum að undan- skildum þeinr tíma, er hún dvaldi í sjúkra- húsi. Frá vorinu 1947 dvaldi hinn formlegi eiginmaður hennar S ekki í G-hreppi, en tald- ist til heimilis þar frarn til ársins 1948. Eftir það hafði hann heimili í kaupstaðnum A. Þegar G-hreppur var krafinn um Vs hluta kostnaðarins fyrir árið 1950 neitaði þáver- andi oddviti að inna þá greiðslu af höndum á þeirri forsendu, að eiginkona ætti sörnu framfærslusveit og eiginmaðurinn og væri því kaupstaðurinn A greiðsluskyldur í þessu sambandi, því að þar hefði eiginmaður E S átt heirna árið 1949, þegar konan varð styrks þurfi. Oddvitinn gerði og kröfu til kaupstaðarins A urn endurgreiðslu á styrk greiddum úr sveitarsjóði G-hrepps vegna sjúklingsins E. Bæjarstjórinn í A synjaði um endurgreiðslu og neitaði því, að konan ætti lögheimili þar. Krafan kom til úrskurðar bæjarfógetans í A og féll hann á þá leið, að krafa oddvitans um endurgreiðslu vegna sjúklingsins E yrði ekki tekin til greina. Málinu var þá vísað til félagsmrn., er stað- festi úrskurð bæjarfógeta og því slegið föstu, að E ætti lögheimili í G-hreppi, enda þótt formlegur eiginmaður hennar hefði átt lög- heimili í A. úrskurðif í úrskurði ráðun. segir m. a.: „— glöggt kemur fram, að oddvitinn byggir endurgreiðslukröfu sína á því, að E hafi átt lögheimili í A, er hún varð styrk- þurfi, þar sem eiginmaður hennar hafi átt þar heima, en eiginkonan hljóti ávallt að eiga sama lögheimili og maður hennar, enda sé hjónum skylt að framfæra hvort annað meðan hjónaband þeirra sé ekki slitið að lögum, sbr. 2. gr. framfærslulaganna. Þessari kröfu hefur bæjarstjórinn í A mót- rnælt með því, að krafan sé of seint fram komin og auk þess hafi konan átt lögheimili og framfærslurétt í G, er hún varð styrk- þurfi. Af rökstuðningi oddvita G-hrepps fyrir endurgreiðslukröfu hreppsins er Ijóst, að hann dregur þá ályktun af ákvæðum 2. gr. framfærslulaganna, um gagnkvæma fram- færsluskyldu hjóna, að kona hljóti skilyrðis- laust að eiga sama lögheimili og eiginmaður hennar, enda þótt þau hafi slitið samvistir. í 16. gr. framfærslul., sbr. 13., 14. og 15. gr. sömu laga, er skýrt tekið frarn, að hjón sem slitið hafa samvistir geta átt sína fram- færslusveitina hvort. Af skjölum málsins sést, að enginn vafi leikur á því, að E hefur átt lögheimili í G, er hún varð styrkþurfi þar." Samkvæmt framansögðu féllst ráðuneytið á úrskurð bæjarfógetans í A og staðfesti hann þar með. í úrskurði þessum virðist við það átt, að ef slit á samvistum eigi rót sína að rekja til sannanlegs skorts á vilja til sambúðar, er komi fram í dvöl hjónanna á aðskildum stöðum, þá megi slíku hátterni jafna við lögskilnað. Úrsk. 20. maí 1951.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.