Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 17
SVEITAKST J ÓRNARMÁL 15 inn áður en annars væri farið að innheimta þá. Þá yrði að sjálfsögðu erfitt að koma við staðgreiðslu á sköttum gagnvart þeim mönn- urn, sem vinna mjög víða og lítið á'hverjum stað. Til þess að framleiðendur, bændur og atvinnufyrirtæki gætu greitt skattana jafn- óðum, yrðu þeir að gera áætlun um tekjur sínar og gjöld og greiða staðgreiðsluskattinn samkvæmt þeirri áætlun. Margt kærni vafa- laust frarn, sem lagni og lipurð þyrfti til að koma þannig fyrir, að allar breytingarnar vrðu til bóta fyrir alla aðila og ekki til óþæg- inda fyrir neinn, og er það raunar ávallt svo, að ekki er hægt að gera svo öllum líki. Eri það er sannfæring mín, að kostir þessa fyrirkomu- lags myndu stórum meiri en ókostir, miðað við það fvrirkomulag, sem nú er búið við. ★ Framanrituð grein var upphaflega flutt sem framsöguerindi á fundi í Málfundafélag- inu Magna í Hafnarfirði nú í vor, en félagið Magni er þjóðkunnugt fyrir ræktun Hellis- gerðis, sem er einn sérkennilegasti og feg- ursti skrúðgarður landsins. Magni hefur og haft stóra þýðingu í Hafnarfirði með mál- fundastarfsemi sinni, sem oft hefur verið með miklum blónra. Á fundum þess eru einatt tekin til urnræðu þau mál, sem á hverj- um tíma eru efst á baugi og þau rædd af fullri einurð. í sambandi við umræður um erindi Jóhanns kom glöggt í ljós, að fundarmenn voru mjög á þeirri skoðun, að núgildandi reglum urn álagnmgu og innheimtu opin- berra gjalda væri stórlega ábótavant og fyllsta þörf endurbóta. Höfundur greinarinnar, Jóhann Þorsteins- son, er kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hefur um f jölda mörg ár unn- ið að skattamálum í Hafnarfirði og á sæti í yfirskattanefnd. Hann er því gagnkunnugur efni því, er hánn tekur hér til meðferðar. Fjárhagsáætlanir kaupstaðanna 1951. REYKJAVÍK Tekjur: Kr. 1. Tekjuskattar: a) Útsvör ..................... 65.005.000,00 b) Útsvör skv. sérlögum....... 3.000.000,00 c) Stríðsgróðaskattur .......... 1.000.000.00 2. Fasteignagjöld: a) Ilúsagjöld................... 1.725.000,00 b) Lóðagjöld ..................... 375.000,00 3. Ýmsir skattar ...................... 600.000,00 4. Arður af eignum................... 1.845.000,00 5. Arður af fyrirtækjum: a) Rafmagnsveitu ................. 990.000,00 b) Vatnsveitu .................. 140.000,00 c) Hitaveitu .................. 290.000,00 6. Ýmsar tekjur ....................... 220.000,00 Samtals kr. 75.190.000,00. Gjöld: Kr. 1. Stjóm kaupstaðarins ............... 6.150.000,00 2. Löggæzla .......................... 4.160.000,00 3. Brunamál ........................ 1.790.000,00 4. Fræðslumál: a) Skrifstofa fræðslufulltrúa . . 75.000,00 b) Barnafræðsla ................ 3.765.000,00 c) Gagnfræðaskólar.............. 1.070.000,00 d) Aðrir skólar .................. 770.000,00 e) Ýmis fræðslustarfsemi .... 232.000,00 f) Söfn .......................... 550.000,00 5. Listir, íþróttir og útivera: a) Listir.......................... 325.000,00 b) íþróttir ................. 1.685 .000,00 c) Útivera ..................... 1.470.000,00 6. Heilbrigðismál..................... 6.435.000,00 7. Félagsmál: a) Hjúkrunar- og líknarstarf . . 1.436.000,00 b) Barna- og vistheimili..... 983.000,00 c) Ýmis lýðhjálp................. 640.000,00

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.