Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Page 16
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL Alþjóðaþing sveitarstjórna 1961. Sextánda alþjóðaþing sveitarstjórna verð- ur haldið í 'Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, dagana 15.—20. júní 1961. Viðfangsefni þessa þings verður: Ný við- horf og þróun í sveitarstjórnarmálum. Aðalumræðuefnið á sameinuðu þinginu verður: Skipan og starfsemi sveitarstjórna. Ennfremur munu smærri starfshópar fjalla um sérgreindari verkefni, svo sem: vélabókhald, starfsmannahald, útbreiðslu og kynningarstarf sveitarfélaganna. Þá mun einnig verða tekið til meðferðar efnið: Lóðavandamál stórborga um víða veröld. Eftir ráðsteínuna er ráðgert að þátttak- endurnir ferðist um nokkurn hluta af aust- urströnd Bandaríkjanna til þess að kynnast þar sveitarstjórnarmálum hins volduga rík- is af eigin raun. I því skyni verða heimsótt- ar ýmsar stórborgir svo sem: Baltimore, Philadelphia og New York. Ekki er enn ráðið, hvort Samband ís- lenzkra sveitarfélaga mun senda fulltrúa á þingið, en frá því verður nánar skýrt í Sveitarstjórnarmálum. Píastframleiðsla mun hefjast bráðlega á Akureyri. Nú er verið að setja upp nýjar þýzkar vélar fyrir iðnað þennan í fyrrverandi út- gerðarstöð Guðmundar Jörundssonar. Það er Óskar Sveinbjörnsson, sá er kom á fót þangmjölsverksmiðjunni á Suðurlandi, sem sér um uppsetningu vélanna og hann er aðaleigandi fyrirtækisins. Búizt er við að vélarnar verði reyndar nú á næstunni og framleiðslan ætti að geta hafizt um næstu áramót. Plast er orðið nær allsráðandi einangrun hér á landi og nokkrar plastverksmiðjur eru starfandi í Reykjavík, Hafnarfirði og Eyrarbakka, en engin í öðrum landshlut- um. Hin nýja verksmiðja á Akureyri, sem heitir Plasteinangrun h.f., á að geta fram- leitt nægilegt magn fyrir Norðurland. Vöru- verð verður væntanlega það sama og hjá öðrum slíkum verksmiðjum, en þá vinnst það einkum að losna við flutningskostnað- inn, sem mun vera um 200 krónur á m3. Hráefnið er erlent, en það er sáralítill hluti. En fjörutíu og níu hlutarnir eru loft. En kyrrstætt loft er sú bezta einangrun, sem enn er þekkt og á þessu byggist gildi plasts til einangrunar. Hver rúmmetri framleiðslunnar vegur 18—20 kg. Verksmiðjan mun framleiða ein- angrunarplötur í hálfs metra stærðum og mismunandi þykktum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.