Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Side 24
20
SVEITARSTJÓRNARMÁl
fallið milli íslenzks og dansks verðs á þess-
um sömu lyfjum. — Ég segi bendingu því
að athugunin var ekki nægilega yfirgrips-
mikil, til þess að draga megi af henni ör-
uggar ályktanir. — Svörin voru: 1) Að í
þessa flokka kæmi rúmlega 60% (61.36) af
þeim lyfjum, sem tryggingin nær til hér og
2) að 368.30. ísl. kr. jafngiltu 100 dönskum
krónum í lyfjaverðinu, þegar þessar tölur
voru notaðar til að umreikna með „statistik-
ina“ gáfu þær þessar mjög svo ákveðnu
bendingar:
Árið 1957 námu lyfjaútgjöld S. R. kr.
169.39 á samlagsnúmer, sem væntanlega
hefði orðið um 3% minna ef trygging hæf-
ist við 15 ára aldur liér, eins og í Dan-
mörku, eða kr. 164.30. Sama árið greiddu
Kaupmannahafnarsamlögin fyrir þessa
lyfjaflokka kr. 11.97 á númer, en samlögin
á Lálandi og Falstri kr. 16.11. — Ef þessar
dönsku tölur eru margfaldaðar með hlut-
fallstölu verðsins, 3.683, og útkoman borin
samanvið 61.36% af 164.30 (= 100.82) kem-
ur út úr dæminu, að neyzla þessara tveggja
lyfjaflokka hafi hér verið 128% meiri en í
Kaupmannahöfn og tæplega 70% hæm en
á Lálandi og Falstri. — Þar sem hugsanlegt
var að hlutfallið milli dansks og íslenzks
lyfjaverðs hefði breytzt síðan 1957 fékk ég
upplýsingar urn Kaupmannahafnartöluna
frá 1959. Hún var 14.89 á móti 230.68 í
Reykjavík og gaf þetta enn meiri mun,
sem sé rúmlega 150%. Munurinn (bæði
1957 og 1959) getur legið í því að okkar
fólk liafi notað sumpart meira af lyfjum og
sumpart dýrari lyf. Það virðist nokkurn
veginn vxst að það síðarnefnda valdi hér
meiru um. Eftiifarandi tafla sýnir að
nokkiu flokkun lyfjanna, sem rannsóknin
tók til. (Til samanbui'ðar enskar tölur).
Fjöldi % af England
lyf- % af % af greiðsl- % af % af
scðla fjölda verði ura S.R. fjölda verði
Fúkkalyf, inntökur og sprautur 420 10.32 25.04 32.99 1 7.19 19.94
Önnur fúkkalyf 124 3.05 1.96 1.72 J
Svefnlyf og róandi lyf 416 10.22 6.69 5.88 10.27 4.24
Geðræn lyf (Psykofarmaca) 275 6.76 5.20 4.57 tt ft
Súlfalyf 129 3.14 2.69 3.55 3.11 2.38
Meltingarlyf 211 5.18 4.10 3.60 11.01 5.50
Kvalastillandi og kælandi lyf, þar í deyfilyf 349 8.75 5.33 4.68 11.00 6.14
Vítamín (ekki þó B12) 585 14.37 12.76 11.20 2.77 2.53
Annað 1561 38.39 36.22 31.81 ft tf
4070 100.00 100.00 100.00 tf ff
Tvö atriði eru áberandi, þ. e. fúkkalyfja-
og vítamínaneyzlan. Fúkkalyfin eru ca.
fjórðungur heildarverðs, og þriðjungur af
útgjöldum sjúkrasamlaga er vegna þeirra.
Önnur athugun, sem nýlega var gerð, leiddi
í ljós, að af rúmlega 1500 fúkkalyfseðlum
liljóðuðu einungis ca. 27% upp á pencillin
en afgangurinn á hin miklu dýrari „broad
spectrum" lyf. Meðalverð á hverjum þeirra
lyfseðla var um 100 ísl. kr. Það er auðséð, að
þessi lyf eiga stóran þátt í heildarlyfjakostn-
aðinum. Jafnframt verðum við að viður-
kenna, að þetta gerir samanburðinn ótrygg-
ari, þar sem notkun þessara lyfja er háð
sveiflum. Þá eru í töflunni nokkur þau
lyf, sem hætt er við misnotkun á, en þar eð
flest þeirra falla undir undanþáguflokkinn
í Danmörku, gætir þeirra lítið í samanburð-