Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Page 15
SVEITARST J ORNARMAL 1B Ljósmyndin er íekin af vinnuhúsi og athafnasvœði gatnahreinsunarinnar við Skulagötu i Reykja- vik og ber umhverfið allt vott utn snyrtilega umgengni. Verkstjóri gatnahreinsunarinnar þar er Aðalsteinn Guðbjartsson og er þarna bœkistöð fyrir vélsóþara, setn sézt d myndinni og hreinsi- áhöld bcejarins. (Ljósm. Myndiðn). löðrandi af rusli eða sorpi og færist sá varn- ingur æ lengra og lengra um nærliggjandi fjörur. Það, sem ekki sekkur endanlega eða berst til hafs, er svo ýmist að taka út eða skolast á land á ný. Það Jivælist J^arna ár- um saman með árlegum viðbótarskerfi liinna grandvöru borgara. Ekki er sýnilegt að yfirvöld viðkomandi staða geri neitt til að fjarlægja Jænnan menningarvott heim- kynna sinna. En — við skulum ekki hafa hátt — segir í vísunni. Og J)ó. Hvernig er ástatt í sjálfri höfuðborginni í þessum efnum? Það er víst bezt að segja Jnað eins og er. Fyrirmyndin er vægast sagt ekki góð. Einhverjir hinna vísu feðra borgarinnar hittu á ])að snjall- ræði á liðinni tíð að flytja allt skarn borg- arinnar á fjörusand vestur á Seltjarnarnesi. Þar malar nú sjávaraldan um fjörukamba úr reykvísku sorpi. Hún ber það inn á höfn- ina. Hún dreifir því um allar nærliggjandi fjörur suður um Álftanes og norður um Kollafjörð og Jaótt hætt sé nú að nota Jjenn- an stað til móttöku á sorpi, er þar skelfileg- asta náma spillingarefna, að til hrollvekju má telja. Það er raunar óskiljanlegt, að bæj- aryfirvöldin, sem að ýmsu leyti hafa sýnt dugnað að því er varðar hreinlæti og fegr-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.