Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 15
SVEITARSTJORN- ARMÁL í TÍÐ HINNA GÖMLU, GÓÐU LÖGMANNA ERINDI, EFTIR LÝÐ BJÖRNSSON, SAGNFRÆÐING, FLUTT Á LANDSÞINGI SAMBANDSINS HINN 31. ÁGÚST. Þetta spjall liel ég nelnt sveitarstjórnarmál í tíð hinn gömlu góðu lögmanna. Tilgangurinn er að drepa á ýmis vandamál, sem sveitarstjórnir á ofanverðri 16. og öndverðri 17. öld áttu við að glíma, og afskipti lögmanna og sýslumanna af slíku. Þessi ár gegndu lögmannsstörfum þeir Þórð- ur Guðmundsson, lögmaður sunnan og austan, og Jón Jónsson frá Svalbarði, lögmaður norðan og vestan. Þeir félagar hafa hlotið mikið loi sagnaritara, sem valið hafa Jreim viðurnefnin hinir gömlu og góðu eða hinir gömlu og nafn- kunnu. Þessar lýsingar og aðdáun eru jafnvel stundum með þeim hætti, að söknuður eftir liðna og betri tíma gæti liafa nokkru um ráðið, og sagnaritararnir Javí í vissum skilningi getað tekið undir með Bjarna Borgfirðingaskáldi, er hann kvað: Allt hafði annnan róm, áður í páfadóm. Sú mun þó ekki raun á, nema þá að litlu leyti, enda þetta hvorki sagt hér til að niðra þeim lögmönnum né sagnariturum. Við nánari athug- un verður ljóst, að [3eir lögmennirnir eiga lol skilið. Báðir voru röggsamir og traustir embættis- menn, fastir fyrir og stóðu vel á rétti íslendinga gagnvart konungsvaldinu, en áhrif Jress höfðu færzt mjög í aukana við siðaskiptin. Ekki skal þó farið nánar út í þá sálma hér, en rétt þykir að kynna þá félaga með nokkrum orðum, áður en hafizt verður lianda um að rekja efni það, sem verður aðalhluti Jjessa spjalls. Slíkt er og venja í öllum íslendingasögum. ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON Þórður Guðmundsson mun fæddur um 1524. Hann stundaði nám hjá Halldóri ábóta Tyrfings- syni að Helgafelli og naut mikils atlætis, enda álitinn af sumum síðari tíma mönnum hafa verið SVEITARSTJÓRNARMÁL 181

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.