Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 8
Framkvæmdii' á vegum sveit-
arfélagsins hafa verið svipaðar í
Borgarnesi og í öðrum hliðstæð-
um byggðarlögum. Vatnsveita,
skólpveita, rafveita, gatnagerð
og hafnargerð — auk skólabygg-
inga eru helztu verkefnin. Þess-
ar framkvæmdir hafa verið dýr-
Halldór E. Sigurösson, sveitarstjóri.
ar og erfiðar í framkvæmd, sér-
staklega vatnsveitan, sem sótt er
yfir Borgarfjörð í Hafnarfjall,
skólpveita og gatnagerð í klett-
óttu landslagi með djúpum Mýr-
arsundum á milli. Þrátt fyrir
Jiað hefur Jjó miðað í rétta átt,
og er hluti af aðalgötu kaup-
túnsins nú gerður úr stein-
steypu.
Borgarnes er eitt af Jæim fáu
kauptúnum, sem vaxið hafa á
íslandi, án þess að sjávarútveg-
ur væri undirstöðuatvinnuvegur
Jjess. Að vísu tóku Borgnesingar
jiátt í Jjeim atvinnurekstri um
skeið, þótt það sé nú liðið und-
ir lok og hafi ekki haft afger-
andi þýðingu fyrir vöxt byggð-
arlagsins. Afkoma Borgarness
hefur byggzt á verzlun, sam-
göngum, Jjjónustu og iðnaði.
Borgarnes er svo lánsamt að
vera hluti af fögru og farsælu
byggðarlagi, sem Borgarfjarðar-
hérað er. Samstarf héraðsins og
kauptúnsins hefur verið gott og
hagsmunir beggja farið saman.
Borgnesingum liefur tekizt vel
með rekstur þeirra atvinnu-
greina, er afkoma kauptúnsins
hvílir á. Þar er nii eitt af
stærstu verzlunarhúsum lands-
ins. Þar er fullkomnasta og
stærsta sláturliús á íslandi, hvort
tveggja í eigu Kaupfélags Borg-
firðinga. Þar er eitt stærsta bif-
reiðaverkstæði á landinu, a. m.
k. utan Reykjavíkur, sem er Bif-
reiða- og trésmiðja Borgarness
h.f:, og þar er rekið myndarlegt
hótel. Auk þess er peningastofn-
un héraðsmanna, Sparisjóður
Mýrasýslu, traust stofnun í fall-
egu eigin húsnæði.
Borgnesingar áttu kirkjusókn
að Borg, Jsar til árið 1959, að
kirkja var vígð í Borgarnesi.
Hefur sérstaklega vel tekizt með
gerð og staðsetningu kirkjunn-
ar, og er liún þannig höfundi
sínum, Halldóri H. Jónssyni,
arkitekt, til sóma.
Þá skal þess getið, að ein
mesta prýði kauptúnsins er
garður sá, sem kenndur er við
fyrsta landnámsmanninn,
Skallagrím, og staðsettur er í
miðju kauptúninu við aðalgöt-
una. Garður þessi er verk, sem
Kvenfélag Borgarness hefur
leyst af hendi, og frú Geirlaug
Jónsdóttir haft forustu þar um.
Garður þessi er ekki eingöngu
bæjarprýði, heldur og einnig
þess valdandi, að útisamkomur
eins og hátíðahöld 17. júní geta
farið fram með hefðarbrag.
Saga Borgarness, er hér heíur
lítilsháttar verið drepið á, er
saga kauptúns, sem hefur vaxið
með jafnri þróun, kauptúns,
sem hefur haft náið samstarf
við hérað það, sem það tilheyr-
ir, kauptúns, sem hefur byggt
vöxt sinn á félagslegri samstöðu
fólksins og framsýni forustu- og
athafnamanna, sem þar hafa átt
langa starfssögu.
Borgarnes er kauptún, Jiar sem
forsjónin lagði íbúunum til
fallegt bæjarstæði, hvort sem
litið er til Klettaborganna í nes-
inu sjálfu, eða fram um hérað
allt til jökla og heiða, yfir til
Hafnarfjalls og Skarðsheiðar,
vestur til Snæfellsnessfjallgarðs
eða út fjörðinn til Faxaflóa,
kauptún, þar sem íbúum hefur
tekizt furðu vel að mæta þessari
fegurð með verkum sínum og
umgengni.
Á tímum umrótar og margs
konar breytinga í Jijóðlífinu
geta ólíklegustu hlutir gerzt,
svo að spádómar um framtíð-
ina geta orðið haldlitlir. Þó
finnst mér, að saga Borgarness
og staða þess í jDjóðfélaginu nú
gefi góðar vonir um framtíð
Jress. Þá skoðun læt ég jafn-
framt í Ijósi, að staða íslands
og íslenzku Jjjóðarinnar verði
Jjá á annan veg, en við nútíma-
fólk óskum, ef Jrað er ekki sæmi-
lega tryggt.
174
SVEITABSTJÓRNARMÁL