Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 26
FRÁSTJÓRN
SAMBANDSINS
VERK ASKIPTIN G
í STJÓRN.
Svo er ráð fyrir gert i lögum sam-
bandsins, að stjórn þess skipti með
sér verkum, að öðru leyti en þvi, að
formaður er kosinn á landsþingi.
Eins og frá var skýrt í seinasta hefti,
var Páll Líndal, borgarlögmaður,
kosinn á landsþinginu formaður
sambandsins. Að öðru leyti hefur
stjórnin skipt með sér verkum á þá
leið, að varaformaður er Ólafur G.
Einarsson, sveitarstjóri, Garða-
hreppi, en ritari er Hjálmar Ólafs-
son, bæjarstjóri, Kópavogi.
FUNDUR FULLTRÚARÁÐS
í FEBRÚAR.
Fulltrúaráð sambandsins skal
kvatt saman til fundar eigi sjaldnar
en einu sinni á ári, að jafnaði í
febrúar eða marz. Stjórn sambands-
ins liefur samþykkt að stefna að
því, að fyrsti fundur fulltrúaráðs-
ins á nýju kjörtímabili verði hald-
inn síðari hluta febrúarmánaðar
n.k. Fulltrúaráðið ræðir mál, sem
„landsþingið hefur vísað til full-
trúaráðsins, stjórnin leggur fyrir
það eða sveitarstjórnir, samtök
sveitarfélaga eða einstakir fulltrúa-
ráðsmenn óska“. Með hliðsjón af
þessum ákvæðum í sambandslögum
eru áður nefndir aðilar, sem óska,
að fulltrúaráðið taki ákveðin mál á
dagskrá fundarins, beðnir að koma
tilmælum þar um á framfæri við
skrifstofu sambandsins hið fyrsta.
ODD VIT AN ÁMSKEIÐ
í APRÍL.
í seinasta hefti var skýrt frá sveit-
arstjórnarnámskeiðinu, sem haldið
var dagana 6.-9. nóvember s.l. Þeg-
ar boðað var til námskeiðsins, var
að því vikið, að síðar mundi efnt til
námskeiðs, sem sérstaklega væri
sniðið við hæfi oddvita. Nú hefur
stjórnin samþykkt að efna til slíks
námskeiðs í Reykjavík eftir páska
eða síðari hluta aprilmánaðar næst-
komandi. Námskeið þetta yrði með
nijög svipuðu sniði og almenna
námskeiðið, enda þótti tilhögun
þess gefast vel. Á námskeiðinu verða
væntanlega rædd ýmis sérmál
hreppa, s.s. gerð fjárhagsáætlana og
ársreikninga, framkvæmd skóla-
kostnaðarlaga, einstakir þættir fé-
lagsmála, svo sem sjúkrasamlög og
almannatryggingar. Auk þess nýtt
fasteignamat og hugmyndir, sem á
lofti eru, um staðgreiðslukerfi opin-
berra gjalda.
1 bréfi, sem oddvitum hefur verið
sent um námskeiðið, eru þeir hvatt-
ir til að láta skrifstofu sambands-
ins í té ábendingar um efni, sem
þeir teldu rétt að rædd yrðu á slíku
námskeiði. Ástæða er til að hvetja
sveitarstjórnarmenn til að gefa máli
þessu gaum og koma ábendingum
sínum til skrifstofu santbandsins.
LÖGGJÖF UM SAMRÆM-
INGU MATSGERÐA.
Á fundi hinn 9. október s.l. gerði
stjórn sambandsins samþykkt, þar
sem brýn nauðsyn var talin, að sett
yrði löggjöf um samræmingu og
frágang matsgerða vegna eignar-
náms. I slíkri löggjöf yrði m. a.
kveðið á um skyldu matsmanna til
að taka beinlínis afstöðu til tiltek-
inna atriða, sem áhrif liafa á land-
verðið, en þótt hefur við brenna, að
matsgerðir væru næsta lítið rök-
studdar. Þá mun og töluvert ósam-
ræmi milli matsgerða innbyrðis,
enda enginn samræmingaraðili til.
Ekki væri heldur óeðlilegt, að ein-
hverjar reglur yrðu settar um
ákvörðun matsþóknunar, sem oft
þykir lítt við nögl skorin.
Fjármálaráðuneytinu var í októ-
bermánuði sent erindi um mál
þetta og mun nú í undirbúningi
setning löggjafar um þau atriði,
sem hér eru nefnd og fleiri varð-
andi matsgerðir.
FRÁ LÁNASJÓÐI
Athygli sveitarstjórna skal vakin
á því, að umsóknarfrestur um lán
úr Lánasjóði sveitarfélaga er til 31.
janúar n.k. Með umsókn skulu
fylgja síðustu fullgerðir reikningar
sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins fyrir árið 1968. Sjá
nánar lög nr. 35/1966, um Lána-
sjóð sveitarfélaga .
ODDVITALAUN
1967
Laun oddvita árið 1967 verða
óbreytt frá því, sem þau voru á síð-
asta ári, kr. 50,00 fyrir hvern þegn
hreppsins, miðað við íbúaskrá
hreppsins liinn 1. des. 1966. Auk
þessara fastalauna ber oddvita 4%
af innheimtum útsvörum og öðrum
sveitargjöldum, sem honum ber að
innheimta lijá gjaldendum hrepps-
ins, nema sveitarstjórn ákveði ann-
að.
192
SVEITARSTJÓRNARMÁL