Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 34
taki liöndum saman um byggingu og rekstur skyldunámsskóla. a) Jafnframt því skal á það bent, að ef fámennir sveitahreppar liggja að bæjum eða kauptúnum, geti heimavistir við heimangönguskóla hinna síðarnefndu leyst vandann. b) Að liraðað verði endurbygg- ingu þeirra skólahúsa í lieiman- gönguskólahverfum á sambands- svæðinu, sem þegar eru orðin úr- elt vegna þrengsla eða annarra annmarka. II. Þeim, sem hyggja á miðskóla- eða gagnfræðanám sé tryggt það innan fjórðungsins. Því markmiði sé náð: a) með byggingu gagnfræðaskóla með heimavist í Austur-Skaftafells- sýslu. b) með stækkun heimavistar við Alþýðuskólann að Eiðum og gagn- fræðaskólann í Neskaupstað. c) með miðskóladeildum í fjöl- mennustu byggðarlögunum. III. Að unnið verði að því með oddi og egg að reistur verði mennta- skóli á Austurlandi. IV. Að undinn verði bráður bug- ur að byggingu iðnskóla með heimavist í fjórðungnum. AUSTURLANDSÁÆTLUN í SAMGÖNGUMÁLUM Um samgöngumál gerði fund- urinn eftirgreindar samþykktir: I. Fundurinn samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að hún láti liefja nú þegar undirbúning að Austurlands- áætlun í samgöngumálum. II. Fundurinn samþykkir eftir- farandi tillögur í vegamálum: a) að lögð verði höfuðáherzla á, að vegir innan kördæmisins verði stórleg bættir þar sem þeir eru víða í slæmu ástandi, en liafa mikinn umferðarþunga. b) kostað verði kapps urn að koma á góðu vegasambandi yfir fjallvegi milli þéttbýlli svæða í kjör- dæminu og leggja þá vegi, sem stytta að miklum mun vegalengdir milli héraða á Austurlandi. c) Lokið verði sem fyrst uppbygg- ingu á Austurlandsvegi um Jökul- dalsheiði milli Fljótsdalshéraðs og Norðurlands. e) Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að aukin verði fjárhagsaðstoð ríkisins við snjómokstur á vegum í kjördæminu." Þá er í ályktuninni fjallað um þjónustu Skipaútgerðar rikisins, um hafnarframkvæmdir og flug- samgöngur Austurlands og sam- þykkt tilmæli til stjórnar sam- Hrólfur Ingólfsson, bœfarstfóri. bandsins, að veita flugmála- stjórn aðstoð við lánsfjáröflun til að fullgera flugstöðvarbygg- ingu á Egilsstöðum, ef á þyrfti að halda, til að þessi bygging verði gerð nothæf sem fyrst. Ennfremur voru gerðar ályktan- ir um símamál og sjónvarpsmál í þá átt, að framkvæmdum á Austurlandi verði hraðað í þeim málaflokkum. Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri. LÆKNAMIÐSTÖÐVAR. Ályktun fundarins um heil- brigðismál er á þessa leið: „Aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi, hald- inn á Höfn í Hornafirði 16. og 17. sept. 1967, bendir á, að mjög alvar- legt ástand hefur skapazt í heil- brigðismálum kjördæmisins og að brýn nauðsyn er að gera róttækar ráðstafanir til úrbóta, ef ekki á að skapast fullkomið öngþveiti í þeim efnum. Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á eftirtalin atriði: I. Nokkur læknishéruð eru óskip- uð og ástæða til að óttast, að ástandið fari versnandi í þeim efn- um. Lítur fundurinn þetta mjög alvarlegum augum og skorar á land- lækni og heilbrigðismálaráðuneytið að beita öllum tiltækum ráðum til úrbóta. Fundurinn telur, að í ýmsum héruðum þurfi að bæta stórlega búsetu- og starfsskilyrði héraðs- lækna. Þá telur fundurinn athyglisverða hugmyndina um að ráða bót á læknaskorti dreifbýlisins með stofn- un læknamiðstöðva og fagnar því, 200 SVEITARST J ÓRNABMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.