Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 16
dóttursonur ábóta. Dálæti ábóta á Þórði gekk svo langt, að hann í'ór með honum í bónorðsför og bað honum til lianda auðugrar stúlku, dóttur sr. Þórðar Einarssonar í Hítardal. Mun þetta hafa gerzt laust fyrir 1550, en það ár er Þórður setztur að í Þingnesi í Borgarfirði, enda biskupar þá Jón Arason þar tvö barna hans. Varð Þórð- ur þó fljótlega hallur undir siðaskiptamenn, enda fyrst efldur til metorða úr þeirri átt. Borgar- fjarðarsýslu hlaut hann eftir Odd Gottskálks- son og síðar Þverárþing vestan Hvítár (Mýra- sýslu). Að auki halði hann á hendi prófastsstörf í Borgarfjarðarsýslu, unz veraldlegum valds- mönnum var bannað að vasast í slíku 1574. Þess skal getið, að síðari hluta ævinnar naut Þórður nokkurrar aðstoðar sonar síns, Gísla, við sýslu- mannsstörfin. Gísli þessi varð síðar lögmaður og kemur nokkuð við þessa sögu. Eftir lát Páls Vigfússonar var Þórður einn af þremur mönnum, sem komu til greina við lög- mannskjör. Hlaut hann kosningu, en ekki verður nú séð, að hann hafi leitað á henni konungsstað- festingar. Efldist Þórður mjög að auði og áhrif- um, er árin liðu. Hann var og yfirleitt í góðu vinfengi við hirðstjórana, ef deilurnar við Jóhann Bockholt eru undanskildar. Deilum þessum lauk með algerum sigri Þórðar. Lögmannsdæminu sagði Þórður af sér við lát embættisbróðurins 1606, en sjálfur andast hann árið 1609. JÓN JÓNSSON FRÁ SVALBARÐI Kemur þá röðin að Jóni Jónssyni írá Svalbarði, en hann þótti í flestu fyrir þeim lögmönnunum. Jón er fæddur árið 1536. Hann stundaði nám hjá sr. Birni Markússyni, sem hélt Möðruvalla- klaustur um miðja 16. öld, en ekki er nú vitað, hvernig þeirri menntun var háttað, en víst er, að lögmaður var mjög vel að sér um lögfræðileg og söguleg efni. Safnaði hann m. a. talsverðu af Guðbrandur biskup Þorláksson, aðal andstœðingur Jóns lögmanns og um leið Uelzti stuðningsmaður konungs- valds af innlcndum mönnum á þessurn ttma. Talið er, að málverk þetta af Guðbrandi sé elzta andlits- mynd, sem til cr af íslendingi. 182 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.