Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 31
Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra, tekur fyrstu skóflustungu að vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. A myndinni sjást m. a. forráðamenn OKS, Sigurður Sigurðsson, landlœknir, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og Frederik Knudsen, form. Landsambands fatlaðra í Danmörku. þetta þeim mun tilfinnanlegra fyrir þá, sem ala allan sinn aldur innan sömu veggja, og einkalíf þekkja margir þeirra aðeins af afspurn. Eins og fyrr segir, er þegar búið að leggja um 7.5 milljónir króna í bygginguna. Hluti þess fjár er framlag úr Styrktarsjóði fatlaðra, sem er fastur tekjustofn samtak- anna, og eru áætlaðar tekjur hans 1,2 til 1,3 milljónir króna á ári. Tekjum sjóðsins, sem eru kr. 3.00 af hverju kílói af hráefni til sæl- gætis, er eingöngu varið til styrktar framkvæmdum á vegum Sjálfs- bjargarfélaganna. Þá er framlag frá Alþingi 1,5 millj. króna, styrkur frá Reykjavíkurborg kr. 636.000,00, og hafa samtökin fengið loforð frá borgar)'firvöldunum um áfram- haldandi styrk til framkvæmdanna. Einnig hafa borizt margar góðar gjafir og má Jrar nefna gjöf írá danska Öryrkjasjóðnum kr. 625 þúsundir. Tvö byggingarhapp- drætti verða á árinu, lauk því fyrra í júlí s.l., og yfir stendur sala miða í seinna happdrættinu. Ennfremur eru í undirbúningi gjafabréf, sem seld verða um land allt, og verður öllum tekjum af þeim varið til byggingarinnar. Nokkur dráttur hefur orðið á, að umsókn um lán og styrk úr Erfða- fjársjóði hafi fengið afgreiðslu og hafa framkvæmdir tafizt af jteim sökum. Eins og að líkum lætur, er byggingin mikið átak og verður landssambandið að neyta allra ráða, til þess að afla fjár. Með tilliti til hinna miklu örðug- leika um öflun fjár til byggingar- innar og með tilliti til þess, að hún er ætluð öryrkjum hvaðan sem er af landinu, eftir því sem þörf krefur, hefur stjórn Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra snúið sér til sveitarfélaga og leitað eftir fjárhags- stuðningi. Hefur sú málaleitan jreg- ar borið ágætan árangur. Flestar sveitarstjórnir hafa eflaust oft stað- ið frammi fyrir jreim vanda að út- vega fötluðu fólki viðunandi sama- stað og þekkja því af eigin raun erfiðleikana, sem skorturinn á vist- heimilum leiðir af sér. Það er skoðun landssambandsins, að bygging þessi sé ekki einkamál samtakanna, heldur mál jrjóðarinn- ar allrar, eins og félagsmálaráðherra hr. Eggert G. Þorsteinsson komst að orði, er hann tók fyrstu skóflu- stunguna. SVEITARSTJÓRNARMÁL 197

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.