Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 18
nokkrir hans sögu misgruna, þá bevísi annað sannara með löglegum vitnurn." Varðveizt liefur og álitsgerð Þórðar lögmanns um þetta atriði, og er hún svohljóðandi: „Virt- ist Þórði lögmanni og öðrum fleirum góðum mönnum, að saga fulltíða ómaga eða eldri skyldi standa, og hreppstjórar að tiltölu skulu þá ann- ast eftir því, sem hvor hefur uppá lýst. En ef hreppstjórar misgruna, þá sanni ómaginn sögu sína með eiði.“ Hér virðist maður dæmdur á framfæri tveggja hreppa, en málsatvik eru ókunn. í Jónsbók2) er kveðið á um, að þar eigi maður sveitfesti, sem hann hafði upp fæðzt, eða þar, sem erfingi hans var vistfastur, þremenningur eða nánari. Þórður Eyjólfsson hefur í ritgerð um alþingi og héraðs- stjórn3) bent á tvo möguleika til að hljóta sveit- festi í tveim hreppum. Er annar sá, að ákvæðun- um um uppfæðsluhrepp og frændsemishrepp væri blandað saman, enda óglögg, en hinn, að kona tók ekki sveitfesti með manni sínum. Und- ir slíkum kringumstæðum voru þau stundum dæmd til að eiga för um báða hreppana. Vera má, að dómurinn í máli Guðmundar Illugasonar eigi rætur að rekja til annars hvors þessara atriða. Ekki verður annað af dórni þessum ráðið en, að framburður fulltíða sveitarómaga liafi talizt jafngildur framburði annarra landsmanna, en ekki var þessu svo háttað um öll mannréttindi. Á lögmannsárum þeirra Jóns og Þórðar eða nán- ar tiltekið árið 1592 var samþykkt í lögréttu4), að fátækir þurfamenn, sem á sýslur eða hreppa komnir væru, skyldu engum kaupurn ráða utan með hreppstjóranna ráði og samþykki. Með sam- þykkt þessari er því bætt við önnur störf hrepp- stjóra að vera fjárhaldsmenn þurfamanna, en um leið fyrir það girt, að sveitarómagar gætu leikið á virðulega landeigendur í hrossakaupum eða öðrum álíka viðskiptum. En víkjum nú að öðrum viðfangsefnum og alvarlegri. FLAKK OG LAUSAFÓLK Á tímabilinu 1580—1600 voru í allmörgum héruðum dæmdir dórnar um flakk og lausafólk. Merkastir dóma5) þessara eru að líkindum Bæjar- skerjadómur Þórðar lögmanns frá 1583, Reyðar- vatnsdómur Sigmundar Þórólfssonar umboðs- manns konungs í Rangárvallasýslu frá 1589, Viðvíkurdómur Markúsar Ólafssonar sýslumanns í Skagafjarðarsýslu frá 1585 og Skriðudómur Benedikts Halldórssonar sýslumanns í Eyjafjarð- arsýslu frá 1595. Tilefni allra þessara dóma er ósköp keimlíkt. Hreppstjórar og almúgi kvarta um, að þurfamenn innanhrepps séu hvorki flutt- ir né hýstir að lögum. Förufólk kemur og vinn- ur sér inn fé yfir sumarmánuðina, en er ófúst að greiða veittan beina. Sumt veður um sveitir og fylgir hvergi réttum boðleiðum. Bændur í Rangárþingi kvarta að auki um, að gildir karl- menn komi með fjölskyldur sínar og ráði sig í vinnumennsku fyrir geysikaup, en séu dramb- samir oft á tíðum og latir, enda hlaupi þeir í aðrar sveitir við minnsta tilefni, en skilji fylgi- nauta sína færleiklausa eftir. Dómsniðurstaða er og yfirléitt á einn veg. Bændur eru leystir undan því að hýsa förumenn, sem ei fara að lögum. Niðurstaðan í kaupgjaldsdeilum Rang- æinga varð eins konar gerðardómur. Kaupamenn þessir voru skyldaðir til að vinna hjá þeim, sem hreppstjórar vísuðu til, en ekki var gert ráð fyrir sérstökum kaupgreiðslum, nema fyrir tímabilið frá sláttarbyrjun til Maríumessu hinnar síðari (8. sept.), en þann tíma máttu þeir taka 15 álnir á viku. Dómur þessi (Reyðarvatnsdómur) var síð- an staðfestur í Lambey að því undanskildu, að ekki megi taka laun, er vika var til fyrrnefndrar Maríumessu, enda dagur þá orðinn mjög stuttur. Nokkuð sérstaks eðlis er samþykkt, sem hrepp- stjórar Seltjarnarneshrepps6) gerðu í Reykjavík hinn 15. nóvember 1581. í samþykkt þessari, en 184 SVEITARSTJÓRNABMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.