Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 35
að í undirbúningi er stofnun lækna-
stöðvar á Fljótsdalshéraði.
En fundurinn bendir á, að engin
fullnægjandi löggjöf um slíkar
stofnanir er til, en án slíkrar lög-
gjafar verði þeim varla komið á fót.
Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til þingmanna kjördæmisins, að
þeir flytji á næsta Alþingi tillögu
til þingsályktunar um að heilbrigð-
ismálaráðherra verði falið að láta
semja og leggja fyrir Alþingi frum-
varp til laga um læknamiðstöðvar. I
frumvarpi þessu verði m. a. kveðið
á um starfssvið þessara stofnana og
fjárhagsgrundvöll þeirra.
II. Stefna ber að því, að a. m. k.
eitt sjúkrahús í fjórðungnum fái
komið á þriggja deilda skiptingu,
þ. e. handlækninga-, lyflækninga-
og röntgendeildum. Vegna rnikils
stofn- og rekstrarkostnaðar telur
fundurinn, að þetta mál verði ekki
leyst af einu sveitarfélagi. Eigi sveit-
arfélögin í kjördæminu að leysa
þetta mál, verða þau að sameinast
um lausn þess, en eðlilegast telur
fundurinn, að slík sjúkrahús verði
að öllu leyti kostuð af ríkinu.
III. Teknar verði upp lækninga-
ferðir sérfræðinga um landið eftir
því sem fært þykir, með svipuðum
liætti og nú á sér stað um ferðir
augnlækna.
ELLI- OG HJÚKRUNAR-
HEIMILI Á EGILSSTÖÐUM.
IV. Fundurinn fagnar því, að
samkomulag hefur tekizt með mörg-
um hreppum um byggingu og rekst-
ur elli- og hjúkrunarheimilis á Eg-
ilsstöðum og hvetur önnur sveitar-
félög til þess að fara að dæmi þeirra.
Eundurinn telur óréttmætt að stofn-
og rekstrarkostnaður hvíli á sveitar-
félögunum einum.
Beinir fundurinn þeini tilmælum
til þingmanna kjördæmisins, að
þeir flytji á næsta Alþingi frum-
varp til laga þess efnis, að ríkis-
sjóður taki hlutfallslega jafn mik-
inn Jtátt í stofn- og reksturskostnaði
elliheimila eins og honum ber að
greiða til sjúkrahúsa.
V. Fundurinn telur, að tann-
læknaþjónusta í fjórðungnum sé
óviðunandi og álítur, að ekki megi
dragast að bæta þar úr. Hvetur
fundurinn sveitarfélögin til þess að
Garöar Guðnason, oddviti.
taka þetta mál til meðferðar og
sameinast um lausn þess eftir því,
sem aðstæður leyfa.
L AGARFOSSVIRK JUN.
Um raforkumál var gerð svo-
felld ályktun:
„Aðalfundur Sambands sveitar-
félaga í Austurlandskjördæmi, hald-
inn að Höfn í Hornafirði 16.-17-
september telur, með hliðsjón af
þeim athugunum, sem fyrir liggja,
að raforkumálum Austurlands sé
bezt borgið með virkjun í Lagar-
fossi og beinir þeirri áskorun til
ríkisstjórnarinnar, að unnið verði
að því máli þannig, að sú virkjun
geti komið í notkun eigi síðar en á
árinu 1970. Ennfremur verði flýtt,
svo sem auðið er, lagningu á dreifi-
línum og samtengingu svæða á
Austurlandi og gerðar um það end-
anlegar áætlanir. Þá verði einnig
athugað, hvort lausn á raforkumál-
um Austur-Skaftfellinga verði ekki
bezt borgið með virkjun Srnyrla-
bjargaár, unz af samtengingu gæti
orðið.
Þá felur fundurinn stjórn sam-
bandsins að kjósa þriggja manna
raforkumálanefnd þegar Laxár-
nefnd verður lögð niður, ef þurfa
þykir, og skal hún starfa fram að
næsta aðalfundi."
SAMVINNA SVEITARFÉ-
LAGA UM TÆKNISTÖRF.
Loks gerði fundurinn svo-
fellda ályktun:
„Fundurinn skorar á væntanlega
stjórn sambandsins að athuga mögu-
leika á að koma á fót samvinnu
sveitarfélaga um tæknistörf, t. d.
með stofnun verkfræðiskrifstofu, og
felur stjórninni að beita sér fyrir
slíkri samvinnu, ef fært þykir."
Reynir Zoega, verkstjóri.
RÁÐINN STARFSMAÐUR.
í áliti fjárhagsnefndar fund-
arins kom m. a. fram, að ár-
gjald sveitarfélaga á Austur-
landi til sambandsins fyrir árið
1968 verði 0,5% af álögðum út-
svörum og aðstöðugjöldum á ár-
SVEITARSTJÓRNARMÁL
201