Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 37
TIL ATHUGUNAR VIÐ SAMNINGU
FJÁRHAGSÁÆTLUNAR FYRIR 1968
Við samningu fjárhagsáætlunar
fyrir árið 1968 eru nokkur atriði
sameiginleg flestum eða cillum sveit-
arfélögum, svo sem framlag úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga og útgjökl
til almannatrygginga, sem vitneskja
þarf að vera um, áður en gerð fjár-
hagsáætlunar liefst. Þykir því rétt
að gera hér stuttlega grein fyrir
þeim breytingum, sem vænta má að
verði á þessum liðum fjárhagsáætl-
unar vegna gengisbreytingarinnar í
nóventbermánuði og fyrirhugaðrar
hækkunar á bóturn almannatrygg-
inganna. Þá verður einnig sagt frá
framlagi úr vegasjóði til þéttbýlis-
sveitarfélaga.
FRAMLAG FRÁ
JÖFNUNARSJÓÐI.
Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga eru 5% af aðflutningsgjöldum
og 20% af innheimtum söluskatti.
A nýsamþykktum fjárlögum fyrir
árið 1968 eru tekjur þessar áætlað-
ar kr. 117.800 þús. af söluskatti og
96.350 þús. af aðflutningsgjöldum.
Ennfremur koma í Jöfnunarsjóð s/
hlutar landsútsvara. Er sú fjárhæð
áætluð 39 milljónir króna, en 1/
hluti landsútsvara rennur til sveit-
arfélaga, þar sem landsútsvörin
falla til. Samtals eru þessar tekjur
Jöfnunarsjóðs kr. 253.150 þús.
Áður en til skiptingar kemur
milli sveitarfélaga, dragast frá tekj-
unt Jöfnunarsjóðs kr. 15 millj. til
Lánasjóðs sveitarfélaga. Þá er heini-
ilt að halda eftir allt að 3% eða 7.6
millj. króna vegna aukaframlaga til
sveitarfélaga, og 0.5% af tekjum
sjóðsins renna til Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga. Dragast því<
frá tæpar 24 millj. króna, en til
skipta milli sveitarfélaga koma lið-
lega 229 millj. króna. Miðað við
áætlaða íbúatölu hinn 1. des. s.l.
koma á íbúa kr. 1146 árið 1968.
Hér er að sjálfsögðu um áætlun-
artölur að ræða. Þó virðist mega
áætla á fjárhagsáætlun fyrir árið
1968 kr. 1100 til 1150 krónur á íbúa
eftir því, hve varlega menn vilja
áætla tekjur.
ÞÉTTBÝLISFÉ
VEGASJÓÐS.
Framlag úr vegasjóði til sveitar-
félaga með 300 íbúa eða fleiri i
þéttbýli, skv. 32. gr. vegalaga, verð-
ur á árinu 1968 kr. 230 á íbúa. Fjár-
hæðin miðast við vegaáætlun fyrir
árið og breytist því ekki. Þjóðvega-
fé til kaupstaða og kauptúna skipt-
ist eins og Jöfnunarsjóðsframlagið
ntiðað við íbúatölu hinn 1. des. ár-
ið á undan. Það kemur til útborg-
unar til þeirra sveitarfélaga, sem
hafa með höndum gerð gatna úr
varanlegu efni eða undirbúa slíka
gatnagerð, svo sem nánar er til-
greint í reglugerð um ríkisframlag
til þjóðvega í kaupstöðum og kaup-
túnum nr. 257, 1964, en reglugerð-
in var birt í 3. hefti Sveitarstjórnar-
mála 1966. Fjárhagsáætlun um
gatnagerðarframkvæmdir ber að
gera fyrirfram, og er háð samþykki
vegamálastjóra.
LAUN OG REKSTURS-
KOSTNAÐUR.
Launastigi fastra starfsmanna
sveitarfélaga er birtur á bls. 179 i
þessu hefti. Við afgreiðslu fjárlaga
var gert ráð fyrir 3.39% hækkun
launa á árinu. Viðhald var liækkað
um 10% og önnur rekstrarútgjöld
um 20%, og er þá ekki gert ráð
fyrir, að vinnulaun séu meðtalin í
þeim, heldur kaup rekstrarvara að
ntestu leyti.
FRAMLAG TIL
ALMANNATRYGGINGA.
Sveitarfélögum er á árinu 1967
gert að greiða vegna lífeyristrygg-
inga samtals 158.4 millj. króna.
Hliðstæð fjárhæð er áætluð árið
1968 175.1 millj. króna. Hækkun
frá yfirstandandi ári nemur 10.5%.
Hér er um meðaltalshækkun að
ræða, en hækkun verður eðlilega
nokkuð misjöfn hjá einstökum
sveitarfélögum. Framlagið fer eftir
27. gr. laga um almannatryggingar
nr. 40, 1963. Innan hvers sýslufélags
skiptist framlag til trygginganna að
1/3 hluta eftir hreinum tekjum ein-
staklinga og félaga í sveitarfélaginu
árið áður, að i/3 í hlutfalli við fast-
eignamat allra eigna og að /3 í hlut-
falli við fjölda íbúa á aldrinum 16—
67 ára í sveitarfélaginu. Skipting
milli kaupstaða og sýslufélaga er á
þann veg, að 2/ hlutum er skipt
niður í beinu hlutfalli við saman-
lögð útgjöld lífeyristrygginganna ár-
ið á undan, 2/ hlutum í hlutfalli við
hreinar tekjur einstaklinga og fé-
laga og að i/s hluta í hlutfalli við
tölu íbúa á aldrinum 16—67 ára.
Hvort áætla ber frantlagið árið 1968
undir eða yfir meðaltalshækkuninni
10.5% er komið undir þeim breyt-
ingum, sem orðið hafa á framan-
greindum þáttum í sveitarfélaginu á
yfirstandandi ári frá árinu á undan.
SVEXTARSTJÓRNARMÁL
203