Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 24
gefa þeir það svar, að þeir vilji ekki taka upp á
sig óvild eða ómak fyrir ekkert, með því þeirra
skikkanir verða sumar ei mikils aktaðar, þó lög-
legar sýnist.“
Við athugun á skjali þessu verður ljóst, að
fyrsti hlutinn fjallar um þau verkefni, sem nú
liggja flest undir hreppstjóraembættið, en hinir,
að kafla númer tvö undanskildum, um verkefni,
sem nú teljast í verkahring sveitarstjórnarmanna.
Eftirtektarvert er, hve víða störfum hreppstjóra
er ætlað að grípa inn í daglegt líf hreppsbúa,
enda má segja, að þeim sé ekki aðeins ætlað að
hafa yfirumsjón með búrekstri bænda, heldur
skyldu þeir að auki liafa eftirlit með klæðaburði
hreppsbúa og ölkaupum. Ákvæðið um umsjón
með vega- og brúargerð er athyglisvert, enda
ekki kunnugt urn framkvæmdir að ráði í þeim
efnum á þessu tímabili. Með réttarbót frá 1294
var sýslumönnum gert að sjá um verk af þessu
tagi, en líklegt má telja, að þeir haff falið lirepp-
stjórum framkvæmdir innanhreppa.
S VEIT ARFÉLÖG
OG KIRKJA
Samstarf sveitarfélaga og kirkju varð þegar í
kaþólskri tíð allnáið hér á landi. Upphaf þessa
samstarís má rekja til þeirrar ákvörðunar Giss-
urar biskups Isleifssonar að fela hreppunum á
hendur skiptingu tíundar, er hún var leidd í lög
1097. Ekki er nú fullvíst, hvaða ástæður lágu
fyrir þessari skipan mála, en ætla má, að
nokkru hafi valdið sú staðreynd, að hér voru til
félagslegar einingar (hrepparnir), sem annast
gátu verkefnið, svo og hitt, að prestar voru þá
hvergi nærri jafnmikils metnir og síðar varð, enda
fundust þess dæmi, að þeir væru settir á bekk
með vinnumönnum. I skjali einu, tíundarstat-
útu Gissurar, er ákvæði um, að fimm menn skuli
taka í hrepp hverjum til að skipta tíundum og
matgjöfum og taka eiða af mönnum á haust-
þingi í hrepp, en þing voru hið gamla stjórnar-
íorm germanskra þjóðflokka. Athyglisvert er, að
hreppstjórar eða sóknarmenn, en það er hið
venjulega embættisheiti þessarar stéttar í Grá-
gás, eru hér ekki nefndir á nafn. Engum getum
verður hér leitt að ástæðunni fyrir þessu, en látið
nægja að fullyrða, að embætti tíundarskiptingar-
manna hafi annaðhvort runnið saman við hrepp-
stjóraembættin eða séu upphaf þeirra. Tekið skal
fram, að fræðimenn greinir á um, hvort texti
tíundarstatútunnar hafi varðveitzt með öllu
óbrjálaður. Á hinn bóginn er fullvíst, að hrepp-
stjórar önnuðust síðar um langan aldur skiptingu
tíundar, en það var í ósamræmi við kirkjulög. í
Svíþjóð 16) var þetta starf annaðhvort í höndum
kirkjunnar sjálfrar eða hún fól bændum fram-
kvæmd þess.
SAMEINING
HREPPA
Hin fornu sveitarstjórnarlög munu ásamt
stjórnskipun þjóðveldisins vera merkasta fram-
lag íslendinga til félagsmála umheimsins. I Grá-
gás 17) er rnælt fyrir um, að landinu skuli skipt
í löghreppa, en í löghreppi byggju tuttugu bænd-
ur hið fæsta, sem guldu þingl'ararkaup. Ekki er
vitað um fjölda hreppa á þjóðveldisöld, en þeir
voru 162, er Árni Magnússon og Páll Vídalín
tóku manntal sitt árið 1703. Nú eru sumir þessara
hreppa þannig í sveit settir, að ekki kemur til
mála, að þar hal'i búið 20 þingfararkaupsbændur.
Verður þá annaðhvort að ætla, að ekki hafi í
öllum tilvikum verið farið eftir þessu ákvæði
Grágásar eða, að hreppar þessir hafi myndazt við
klofningu annarra stærri eftir þjóðveldisöld.
Þess eru dæmi, að tveir hreppar eru ein dóm-
þinghá frarn eftir öldum, en slíkt telur Ólafur
Lárusson 18) bera vott um, að þeir hafi verið
eitt sveitarfélag, er Jónsbók var samþykkt 1281,
en þá fá hreppar fyrst þetta verksvið. Þannig voru
190
SVEITARSTJORNARMÁL