Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 30
VINNU OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR LANDSSAMBANDS FATLAÐRA «/<;, ólöfu rIkharðsdóttur. nlara Sjalfsbjargar. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, er stofnað með það fyrir aug- um að hafa foryztu í baráttu fatl- aðs fólks fyrir auknum réttindum og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Þau voru mörg og brýn úrlausnar- efnin, sem blöstu við augum við stofnun samtakanna og voru léleg húsnæðiskjör fatlaðra þar ofarlega á blaði. Það hefur frá upphafi verið á stefnuskrá samtakanna að koma upp vinnu- og dvalarheimili fyrir fatlað fólk — miðstöð Sjálfsbjargar, sem á að hafa margþættu hlutverki að gegna. Fyrir þremur árum var hafizt handa um undirbúning slíkrar byggingar, og er ætlunin að Jjarna rísi af grunni dvalarheimili fyrir mikið fatlað fólk, æfingastöð, sundlaug, vinnustofur, skrifstofur Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, og félags fatlaðra í Reykjavík, auk íbúðarliúsnæðis, og verður hluti þess húsnæðis ætlaður utan- bæjarfólki, sem dvelst í Reykjavík vegna lækninga eða náms. Verður sú álma, sem er 12 tveggja her- bergja íbúðir og 24 einstaklings- herbergi, sniðin eftir fyrirkomulagi sambýlishúsa landssambands fatl- aðra í Danmörku. Slík bygging, sem þessi, er all- verulega frábrugðin venjulegum húsum, enda livert atriði í innrétt- ingum og skipulagi miðað við Jrá sérstöðu, sem íbúarnir þurfa að liafa. Þarna verður allt miðað við, að íbúarnir geti verið sjálfum sér nógir, bæði hvað varðar venjulegt einkalíf manna, sjúkrajrjálfun, starf og ferðalög utan liúss sem inn- an. Gjört er ráð fyrir, að fólk sem Jjarf að nota lijólastóla, geti unnið sín eigin lieimilisstörf í eldhúsi sem Jrvottahúsi og starfað í sérstaklega búnum vinnusölum. I’arna verða lyftur, breiðar dyr, sumar rafknún- ar, ængir Jrröskuldar, engar tröppur utanhúss, né aðrir farartálmar. Húsið er teiknað hjá Teikni- stofunni s.f., Ármúla 6, Reykjavík, en byggingarfélagið OK sér um framkvæmdir. Teikningar af ber- andi húshlutum eru unnar á verk- fræðiskrifstofu Braga Þorsteinsson- ar og Eyvindar Valdimarssonar. Grunnflötur verður alls 2377m2, en samanliigð gólfflatarstærð um 7170 m2, og byggingin öll er samtals 25.000 m3. Byggingin er þrjár aðal-álmur, j/ar af tvær upp á fimm hæðir, en hliðarálmur eru einnar hæðar. Byggt verður í áföngum og liófust framkvæmdir við fyrsta áfanga, sem er 16.800 m3 að stærð, hinn 28. október 1966. Hefur nú verið unn- ið fyrir urn 7,5 milljónir króna, sem er eigið fé samtakanna, og er þá grunnur allrar byggingarinnar fullbúinn og hluti af kjallara einn- ar álmunnar. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er 50 milljónir króna. Sá hluti jjessa fyrsta áfanga, sent framar öðru verður lögð áherzla á að koma í notkun, er vistheimilið, sem er ætlað fötluðu einstæðu fólki og að sjálfsögðu alls staðar að af landinu. Eins og flestum er kunnugt, er ekkert slíkt heimili til hér á landi. Stór hópur fatlaðs fólks, sem er hjálparþurfi, á nú ckki í annað hús að venda en dvelja í heimahúsum eða á elli- heimilum og öðrum liliðstæðum stofnunum, sem taka til dvalar aldrað fólk, auk fólks, sem er bæði taugaveiklað og ruglað. Það liggur Jró í augunt uppi, að þessir hópar eiga enga samleið. Heimili þess hóps, sem ekki dvelur í heimahús- um, er að jafnaði fjórir fermetrar, því að vistmenn eru yfirleitt Jrrír eða fjórir saman í herbergi. Er Útlitsteihning af vititiu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.