Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 12
MAGNÚS ÓSKARSSON, hrl.
vinnumálafulltrúi
Reykjavíkurborgar:
KJARA-
SAMNINGAR
OPINRERRA
STARFS-
MANNA
1967
Síðustu kjarasamningar op-
inberra starfsmanna tóku gildi
1. jan. 1966 og skv. gildandi að-
alreglu í lögum og reglugerð
var gildistími þeirra ákveðinn
tvö ár, þ. e. til ársloka 1967.
í byrjun þessa árs gerðist það
hins vegar, að B.S.R.B. og fjár-
málaráðuneytið sömdu um að
fresta um eitt ár ákvörðun um
skipan ríkisstarfsmanna í launa-
llokka. Verður það því í árslok
1968, sem fyrir liggur niðurstaða
um þetta efni hjá ríkinu, en
þeir, sem hækka í launaflokki, fá
þá hækkun greidda frá 1. jan.
1968, eða eitt ár aftur í tímann.
Ekki var við samkomulag
þetta tekin afstaða til starfs-
manna sveitarfélaga og gilti því
reglug. nr. 159/1962 áfram
óbreytt um meðferð kjaramála
þeirra, að öðru leyti en því, að
frestir til samninga og sátta
færðust nokkuð til.
Samkvæmt hinum breyttu
reglum átti því aðeins að semja
um launastiga og vinnutíma hjá
ríkinu, en auk Jress um launa-
flokka hjá sveitarfélögunum.
Skal nú í örfáum dráttum lýst,
hvernig samningar Jtessir gengu
fyrir sig, að svo miklu leyti sem
Jtað liggur ljóst fyrir nú, um
miðjan desember.
Ríkisstarfsmenn
Samningar tókust ekki um
launastiga eða reglur um vinnu-
tíma o. fl. (launaflokkum var
eins og áður segir frestað) og
gekk mál ríkisstarfsmanna því
til Kjaradóms. Var dómur í mál-
inu kveðinn upp 30. nóv. sl. Að-
alniðurstaðan varð sú, að launa-
stiginn er óbreyttur, en starfsald-
urshækkanir koma nokkuð fyrr
en áður. Nokkrar breytingar
urðu á reglum um vinnutíma
og verður um það efni að vísa
til dómsorðsins, sem birt hefur
verið opinberlega.
Reykjavíkurborg
Þar fóru fram samningar við
Jrrjú félög opinberra starfs-
manna, Starfsmannafél. Reykja-
víkurborgar, sem í eru flestir
fastir borgarstarfsmenn, Hjúkr-
unarfélag íslands og Lögreglu-
félag Reykjavíkur.
Samningar tókust við Starfs-
mannafélagið og Hjúkrunarfé-
lagið um launaflokka og vinnu-
tímareglur, sem gilda til næstu
tveggja ára, en samið var um að
fara eftir Jteim launastiga, sem
dæmdur yrði hjá ríkinu.
Við samninganefnd Lögreglu-
félagsins náðist samkomulag,
sem undirritað var af aðilum
með fyrirvara, en síðan felldi fé-
lagsfundur lögreglumanna sam-
komulagið og var þá málinu vís-
að til Kjaradóms. Dómur Kjara-
dóms var kveðinn upp 30. nóv.
sl. og var hann á Jrá leið, að
málinu var vísað frá dómi og, að
Jrví er virðist, vegna þess, að ekki
hafi verið gætt réttra lagareglna
við uppsögn gildandi kjara-
samnings, einkanlega að jrví er
varðar tilkynningar til ríkis-
sáttasemjara.
Engin ný kjaraákvörðun hef-
ur því fengizt varðandi lög-
178
SVEITARSTJÓRNARMÁL