Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Side 6
Helztu umræðuefni á ársfundum sambandsins hafa verið yfirtaka verkefna og fjármál sveitarfélag- anna svo og húsnæðis- og byggingarmál. Sveitarfélagasambandið í Grænlandi hefur boðið Sambandi íslenzkra sveitarfélaga að eiga fulltrúa á ársfundum sínum hin seinustu árin, en ekki hefur enn orðið úr því, að slíkt boð væri þegið. Sambandið hefur einnig boðið grænlenzka sambandinu að eiga fulltrúa á landsþingum sinum, og á seinasta lands- þingi, sem haldið var í september 1978, sátu tveir fulltrúar grænlenzka sambandsins. 18 sveitarfélög á Grænlandi Hinn 1. janúar 1979 bjuggu á Grænlandi 49.338 ibúar. Landinu er skipt í þrjá landshluta. Vestur- Grænland, sem í fornum íslenzkum heimildum skiptist í Vestribyggð og Eystribyggð, Norður- Grænland og i Austur-Grænland. Á Vestur-Græn- landi býr þorri íbúanna eða 44.000, þar af milli 9 og 10 þús. i höfuðstaðnum Nuuk, sem áður hét Godt- háb, en þéttbýlast er syðst á vesturströndinni, þar sem íslenzkar heimildir kölluðu Eystribyggð. Hér fer á eftir skrá yfir sveitar- félögin og íbúatölu þeirra hinn 1. janúar 1979, sjá uppdrátt. V estur-Grænland 44.054 Nanortalik 2.816 Julianeháb 3.045 Narssak 2.084 Ivigtut 41 Frederiksháb 2.613 Nuuk (áður Godtháb) 9.326 Sukkertoppen 3.818 Holsteinsborg 4.027 Kangatsiaq 1.155 Egedesminde 3.606 Christiansháb 1.848 Jakobshavn 3.953 Godhavn 1.013 Umanak 2.592 Upernavik 2.117 Norður-Grænland 755 Thule 755 Austurgrænland 3.107 Angmagssalik 2.610 Scoresbysund 497 íbúar á ýmsum stöðum 1.422 íbúatala Grænlands 49.338 Af íbúatölu Grænlands 1. janúar 1979 voru 40.775 fæddir á Grænlandi, en 8.563 utan lands- ins, og bendir sú tala á fjölda Dana á Grænlandi. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.