Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Page 25
FJARMALARAÐSTEFNAN 1980
Hin árlega ráðstefna sambandsins
um fjármál sveitarfélaga var haldin
að Hótel Sögu 18. nóvember 1980.
Ráðstefnuna sátu að þessu sinni
184 þátttakendur.
Ján G. Tómasson, formaður sam-
bandsins, setti ráðstefnuna með ræðu,
bauð gesti velkomna og kynnti efni
ráðstefnunnar.
Ólafur Daviðsson, settur forstöðu-
maður Þjóðhagsstofnunar, gerði
grein fyrir helztu forsendum fjár-
hagsáætlunar sveitarfélaga á árinu
1981 og breytingum frá fyrra ári.
Yfirlit hans um það efni var birt i
Sveitarstjórnarmálum 5. tbl. 1980.
Einnig sýndi Ólafur yfirlit um
helztu breytingar á tekjum og gjöld-
um sveitarfélaga á árabilinu 1972 —
1980 og taldi fjárhagsafkomu sveitar-
félaga vera ívið skárri seinustu árin
heldur en á næstu árum á undan.
Björn Friðfinnsson, forstöðumaður
fjármáladeildar Reykjavíkurborgar
kynnti áætlanir um breytingar á
helztu útgjaldaliðum Reykjavíkur-
borgar á árinu 1981 frá árinu 1980 og
lagði fram ýmis gögn, sem borgin
hefur til stuðnings við gerð fjárhags-
áætlunar sinnar. Sýnishorn af slíkum
vinnugögnum voru birt í 6. tbl. 1980.
Páll Zóphóníasson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, sagði frá reynslu
bæjarstjórnar Vestmannaeyja af gerð
framkvæmdaáætlunar kaupstaðarins
1977—1986 og þeim stuðningi, sem
forráðamenn bæjarins telja sig hafa
af þeirri vinnutilhögun að styðjast við
slíka áætlun og endurskoða hana
samhliða gerð fjárhagsáætlunar hvers
árs.
Ólafur Jónsson, formaður stjórnar
Húsnæðisstofnunar ríkisins, skýrði
frá helztu nýmælum nýrrar löggjafar
um húsnæðismál og lýsti þeim
möguleikum, sem sveitarstjórnir ættu
völ á við fjármögnun félagslegra
íbúðabygginga samkvæmt hinum
nýju lögum.
Erindi Ólafs birtist aftar í þessu
tölublaði.
Fjölmargar fyrirspurnir bárust
Ólafi um framkvæmd hinna nýju
laga, og svaraði hann þeim, en kom
einnig á sérstakan fund um þau efni
síðar um daginn.
Sveitarstjórnir og
heilbrigóismálin
Að loknum hádegisverði á Hótel
Sögu var rætt um hlutdeild sveitar-
félaga í fjármögnun heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Haukur Benediktsson, framkvæmda-
stjóri Borgarspítalans og formaður
Landssambands sjúkrahúsa, flutti
framsöguerindi um hlutdeild sveitar-
félaga í rekstri sjúkrahúsa og ræddi
um rekstrarform þeirra.
Erindi Hauks er birt aftan við þessa
frásögn.
Guðjón Ingvi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga
i Vesturlandskjördæmi, flutti á hlið-
stæðan hátt erindi um rekstur heilsu-
gæzlustöðva og kynnti ýmsar hug-
myndir, sem hreyft hefur verið um
breytingar þar á.
Framsöguerindi Guðjóns er einnig
birt í þessu tölublaði.
Unnar Stefánsson, ráðstefnustjóri,
kynnti ýmis gögn, sem lögð voru fram
á ráðstefnunni og skýrði frá álagn-
ingu sveitarsjóðsgjalda á árinu 1980,
en félagsmálaráðuneytið hafði þá ný-
verið tekið saman yfirlit um hana.
Framkvæmd manntalsins
31. janúar
Klemens Tryggvason, hagstofustjóri,
gerði fundinum grein fyrir fram-
kvæmd manntalsins, sem fram skyldi
fara 31. janúar 1981, og svaraði hann
spurningum fundarmanna um til-
högun þess.
Framsöguerindi hagstofustjóra
birtist í 6. tbl. 1980.
Frá ráðstefnunni í Súlnasal Hótel Sögu. Fremstir vinstra megin á myndinnl sitja
Ölvir Karlsson og Valdimar Óskarsson en handan borðsins sitja, talið frá vinstri:
Gunnar Zoéga, Þórður Snæbjörnsson, Jóhannes Pétursson, Valgarður Bald-
vinsson og Eiríkur Björnsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL