Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Page 54

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Page 54
STEFÁN EDELSTEIN, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur: HLUTVERK OG TILGANGUR TÓNLISTARSKÓLA Tónlistarskólar hafa nú verið starfræktir á íslandi í 50 ár. Að vísu voru þeir fáir framan af, enda þótti tónlistarnám ekki sjálfsagt á þeim árum, og reyndar ekki heldur fyrstu tvo áratugina, eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Fyrstu lögin Nokkur skriður kemst á þróun þessara mála eftir árið 1963, en þá voru samþykkt á Alþingi lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. I þessum lögum er skilgreint, hvaða lágmarksskilyrði tónlist- arskóli þarf að uppfylla, ef hann á að teljast styrk- hæfur, og ýmis önnur ákvæði tilgreind. Meginkjarni laganna var sá, að tónlistarskólar skyldu fá allt að 1/3 hluta af rekstrarkostnaði greiddan úr ríkissjóði, en þó aldrei hærri fjárhæð en næmi framlagi hlut- aðeigandi sveitarfélags til skólans. Ætlazt var til, að skólarnir legðu sjálfir fram 1/3 hluta kostnaðar, en skólagjöld hrykkju fyrir 1/3 hluta. I reynd var oft mjög erfitt að reka skólana eftir þessum lögum, því orðalagið „allt að 1/3 hluta“ var túlkað mjög frjáls- lega af yfirvöldunum. St ndum lagði rikið fram 25% og sveitarfélagið sömu i pphæð, og sat þá skólinn eftir með 50% af kostnaðinum, sem varð að ná inn með hækkuðum skólagjöldum. Á árunum 1964—1974 fjölgaði tónlistarskólum ekki mjög ört. Á hinn bóginn tvöfaldaðist nem- endafjöldinn þennan áratug, sem bendir til þess, að skólarnir hafi vaxið og dafnað, þótt þeim hafi ekki fjölgað mjög. Eftirfarandi tafla gefur yfirlit um þessa þróun: Heildarfjöldi nemenda í tónlistarskólum 1964—1974 Ar Fjöldi nemenda Fjöldi dei 1964-65 1617 22 1965—66 1828 23 1966-67 2082 24 1967-68 2311 26 1968-69 2554 26 1969-70 2860 31 1970-71 3005 30 1971—72 3056 28 1972-73 3129 26 1973-74 3196 26 Núgildandi lög Hinn 23. maí 1975 voru samþykkt ný lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Megin- breytingin frá eldri lögunum var sú, að allur launa- kostnaður við skólana skyldi nú greiddur af riki og hlutaðeigandi sveitarfélagi og þessum kostnaði skipt til helminga milli þessara aðila. Auk þess var réttar- staða kennaranna bætt og ýmsu öðru breytt til batnaðar. Skólarnir höfðu nú rýmri fjárhag og gátu betur sinnt því að byggja sig upp, hvað varðaði hljóðfæri og ýmis kennslutæki. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.