Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Síða 56
118 Samspil er snar þáttur í allri tónlistarkennslu, og er hún því þroskandi sem almennt uppeldisatriðl. sett fram sú kenning, að enginn geti náð alhliða þroska né alhliða menntun, nema tillit sé tekið til þeirrar hneigðar og frumþarfar einstaklingsins að læra að umgangast listræn fyrirbæri, fræðast um þau, fá útrás fyrir sköpunarþörf sína og læra að leggja sjálfstætt gildismat á listræn fyrirbæri; í stuttu máli: læra að njóta þess, sem fagurt er, ekki sem gagnrýnislaus og viljalaus neytandi, heldur sem virkur einstaklingur, sem kann að taka afstöðu, grundvallaða á yfirsýn og innsæi. Hlutverk skólans Hvernig sinnir hinn almenni skóli þessum menntunarþætti? Ýmsar listgreinar eru kenndar í skólum landsins. Þær eru að minnsta kosti á stundaskrám nemenda. Þessar listgreinar eiga það sameiginlegt, að þær eru tiltölulega einangraðar í námsskrám skólanna, eru eiginlega í jaðrinum. Stundum finnst manni, að þær séu hluti af kennsluprógramminu einungis til þess að friða slæma samvizku þeirra, sem ábyrgð bera á menntunarinntaki skólanna. Með þessu er ekki átt við, að ekki sé ýmislegt vel gert i þessum efnum. Vissulega á sér víða stað frjó listræn viðleitni i skólunum. En listræn starfsemi eða, í víðari skilningi, faguruppeldi, getur tæplega borið mikinn árangur í nokkrum einangruðum tim- um á viku. Listakennsla eða faguruppeldi er hæg- fara þróunarferill, sem byggir á sivaxandi reynslu af listrænum fyrirbærum og viðfangsefnum. Arang- ursríkt faguruppeldi ætti að vera samþætt daglegu lífi og starfi nemenda í skólunum. Tónlistaruppeldi er hér engin undantekning. Meginmarkmið tónlistarkennslunnar í skólunum stefna að því að gera nemendur færari um að njóta tónlistar af greind, skilningi og tilfinningu og að þeir verði um leið gagnrýnir njótendur, sem geri sér grein fyrir hlutverki og stöðu tónlistar í samfélaginu. Vanræktur þáttur skólakerfisins Ef almenna skólakerfið sinnti tónlistarmenntun nemenda sinna betur og meir en það gerir eða getur gert núna, er sennilegt, að tónlistarskólar landsins væru ekki eins yfirfullir og raun ber vitni. Samfé- lagið styrkir tónlistarskólana m. a. vegna þess, að þeir sinna vanræktum þætti almenna skólakerfisins. Þörf, löngun og áhugi á tónlistarnámi í þessu landi er ótvíræður, og einu stofnanirnar, sem veita raun- verulega þjónustu í þessu tilliti, eru tónlistarskól- arnir, fyrir utan þá lágmarks grundvallarfræðslu um tónlist og tónlistariðkun, sem nemendur fá og stunda í grunnskólum landsins og þá einkatíma í hljóð- færaleik, sem þeir geta sótt til ýmissa kennara. Beinn tilgangur og markmið með starfsemi tón- listarskólanna er því að sjá börnum, unglingum og raunar fullorðnum einnig fyrir þeim möguleika að iðka tónlist, þ. e. að læra á hljóðfæri og stunda ýmsar greinar tónlistarinnar, svo sem tónfræði, tónlistar- sögu o. fl. og auk þess að leika á hljóðfæri með öðrum og taka þátt í hljómsveitarstarfi og kórstarfi, þar sem slíkt er boðið fram. Almennt má orða þennan tilgang þannig, að hlutverk tónlistarskólanna sé að veita nemendum sínum alhliða tónlistarmenntun og stuðla á þann hátt bæði að tónlistarmenntun ein- staklingsins og tónlistarmenningu samfélagsins i heild. I víðari skilningi er tilgangur og markmið tónlist- arnámsins að vekja og efla áhuga nemenda á tónlist, þroska og efla tónskyn og tónlistarhæfileika þeirra, auka næmi þeirra fyrir tónlist, veita nemendum fræðslu um tónlist, vekja þá til umhugsunar um tónlist og örva þá til gagnrýni sem hlustendur og flytjendur, stuðla að því, að nemendur geri sér grein SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.