Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Page 59
ÓLAFUR ÓLAFSSON, landlæknir:
BÓLUSETNING
GEGN MISLINGUM
OG RAUÐUM HUNDUM
Bólusetning gegn mislingum (morbilli) og
rauðum hundum (rubella) hefur viða verið innleidd
í nágrannalöndum okkar á síðustu 10—15 árum. I
Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Englandi eru
börn nú almennt bólusett gegn þessum sjúkdómum,
og hefur árangur verið allgóður samanber mynd I
hér fyrir neðan og töflu I á næstu blaðsíðu.
Nokkru getur hér um ráðið, að þessir sjúkdómar
ganga sem faraldur á nokkurra ára fresti, og telja
sumir, að lengri tími þurfi að liða, þangað til ljóst sé,
hvort fullur árangur sé af bólusetningu.
Úr mynd 1 má lesa, að mislingatilfellum hefur
fækkað mjög í Bandaríkjunum, eftir að bóluefni
gegn þeim var leyft til sölu, og af töflu 1 má sjá sömu
niðurstöður varðandi rauða hunda. I töflu II má
lesa þróun varðandi þessa sjúkdóma á íslandi.
Hættur samfara mislingum
Mislingar ganga sem mismunandi skæðir
faraldrar á nokkurra ára fresti. Niðurstöður fleiri
SVEITARSTJÓRNARMÁL