Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 6
Fréttir Ekki talið úr einum potti í tengslum við átak til eflingar sveitar- stjórnarstigsins og væntanlegar atkvæða- greiðslur um sameiningu sveitarfélaga hef- ur meðal annars komið oft upp í umræð- unni spurningin um aðferðafræði við taln- ingu atkvæða í sameiningarkosningum. Stefna hefur verið mörkuð varðandi þá að- ferðafræði með frumvarpi til laga um breytingar á gildandi sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 sem Árni Magnússon félags- málaráðherra hefur kynnt. Efni frumvarps félagsmálaráðherra er annars tvíþætt. Auk bráðabirgðaákvæða um atkvæðagreiðslurnar er þar að finna ýmis ákvæði sem ætlað er að sníða van- kanta af gildandi sveitarstjómarlögum. Endurtekning við ákveðnar aðstæður Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að sveitarfélög verði ekki sameinuð nema íbúar beggja eða allra sveitarfélaganna séu því fylgjandi. í frétt á heimasíðu átaks- ins er sagt frá því að það nýmæli sé þó að finna í frumvarpinu að við ákveðnar að- stæður verði gert ráð fyrir að skylt verði að endurtaka atkvæðagreiðslu innan sex vikna. Þetta gildir ef meirihluti þeirra íbúa á viðkomandi svæði sem afstöðu taka til tillögu sameiningarnefndar lýsir sig fylgj- andi sameiningu þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og meirihluti íbúa í að minnsta kosti tveimur þessara sveitarfélaga samþykkir tillöguna. Sama kjörskrá skal gilda við báðar atkvæðagreiðslur en þessi breyting felur það í sér að íbúar sem í upphafi eru mótfallnir sameiningu eiga þess kost að endurskoða þá afstöðu sína í Ijósi breyttra aðstæðna, svo sem ef útlit er fyrir að nágrannasveitarfélög muni sam- einast eða fylgi við sameiningu reynist meira en búist var við. Að lokinni síðari atkvæðagreiðslu geta sveitarstjórnir sveit- arfélaga þar sem sameiningartillaga var samþykkt ákveðið sameiningu þessara sveitarfélaga. Þetta verður þó ekki gert nema um sé að ræða að minnsta kosti 3/5 þeirra sveitarfélaga sem tillaga sameining- arnefndar varðar og í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 3/5 íbúa á því svæði. Gilda ekki á árinu 2004 Cert er ráð fyrir því að lögin öðlist þegar gildi en að ákvæði 7. greinar, sem fjallar um átak til eflingar sveitarstjórnarstigsins, komi ekki til framkvæmda gagnvart sveit- arfélögum sem þegar eru í sameiningar- viðræðum og hyggja á kosningar um þær tillögur á árinu 2004. Þetta felur meðal annars í sér að ekki verði skylt að endur- taka atkvæðagreiðslu sem fram fer fyrir 31. desember 2004. Keppt um hönnun menningarhúss Akureyrarbær og menntamálaráðuneytið hafa sett af stað hönnunarsamkeppni um byggingu menningarhúss á Akureyri. Aætlað er að húsið verði tekið í notkun í maí2007. Miðað er við að keppnistillögum verði skilað inn eigi síðar en 5. júlí í sumar og er ráðgert að dómnefnd kunngeri niður- stöður sínar 28. ágúst. Verðlaunafé í samkeppn- inni er samtals átta millj- ónir króna. Þar af eru 4,0 milljónir í 1. verðlaun, 2,5 milljónir í 2. verðlaun og 1,5 milljónir í 3. verð- laun en að auki hefur dómnefndin heimild til innkaupa á keppnistillög- um fyrir allt að 1,5 millj- ónir króna. Fjölnota menningarhús í menningarhúsinu er gert ráð fyrir að verði stór tón- listarsalur, fjölnota salur og anddyri ásamt forsal, þar sem verða mun upplýsingamiðstöð fyrir gesti og ferðamenn. Þá eru áform um að á lóð menningarhússins verði síðar byggður tón- listarskóli sem tengist menningarhúsinu. Gert er ráð fyrir að 500 manns geti rúmast í forsalnum og að í húsinu verði einn stór tónlistarsalur með sæti fyrir um 500 áheyrendur. Auk tónleikahalds af ýmsum stærðum er gert ráð fyrir að í aðalsalnum r*j Loftmynd af svæöinu á mótum Strandgötu og Drottningarbrautar þar sem menningarhús mun rísa. verði hægt að flytja söngleiki, óperur og setja upp stórar leiksýningar. Jafnframt er miðað við að hljómburði salarins megi breyta þannig að hann geti hentað fyrir talað orð, leikverk og ráðstefnuhald. Kostnaður áætlaður um 1.200 milljónir Gert er ráð fyrir að byggingarnefndarteikn- ingum skuli skilað í mars 2005, útboð vegna framkvæmda verði í ágúst 2005 og að húsið verði tekið í notkun í maí 2007. Framkvæmdakostn- aður (verktakakostnaður) ásamt kostnaði vegna hönnunar er áætlaður um 800 milljónir króna. Kostn- aður við verkið allt er áætlaður liðlega 1.200 milljónir króna en auk framkvæmdakostnaðarins er gert ráð fyrir að búnaður vegna tónlistar, sýninga og annarra viðburða í húsinu muni kosta 270-300 millj- ónir króna og að kostnað- ur vegna opinberra gjalda, eftirlits og umsjónar geti numið allt að 130 milljónum króna. TOLVUMIÐLUN H-|_cllJri www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.