Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 18
Búskapur setti lengi svip á Grindavíkurbæ og gerir raunar enn. Hér eru nokkrir reiöskjótar Grindvíkinga utan hesthúsdyra í góbvibri í tok mars. Grindavíkurbær Hafnargerðin opnaði nýrri þróun leið Hafnargerð opnaði nýjum tíma leið í Grindavík en Grindvíkingum hefur fjölgað úr nokkrum hundruð- um í nær hálft þriðja þúsund á hálfri öld. Crindavíkur er fyrst getið í Landnámu og saga verslunar nær aftur fyrir næstsíðustu aldamót er Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun 1897. Útvegur, verslun og nokkur landbúnaður hafa sett svip á byggð- ina og samfélagið um áratugi. Sterkir út- vegsbændur bjuggu í Grindavík og enn má finna sauðfé og hross í eigu bæjarbúa þótt búskapurinn teljist orðið til tómstunda- starfa. Hafist var handa við gerð skipalægis í Hópinu árið 1939 en eftir 1950 hófst vinna við alvöru hafnargerð. í dag er Grindavíkurbær með öflugri útvegsbæjum á landinu. Vertíðarfólkið settist að „Það hafa orðið miklar breytingar hér frá því að Grindavík var gerð að kaupstað," segir Loftur Jónsson, starfsmaður Olís í Grindavík og skoðunarmaður Grindavíkur- bæjar. íbúar voru aðeins um 350 um alda- mótin 1900 og voru orðnir um 730 árið 1960. Ibúatalan tvöfaldaðist því á um sex áratugum. Eftir 1960 tók íbúum að fjölga hraðar og voru orðnir um 1.000 átta árum síðar. I dag eru þeir 2.421. Loftur segir fjölgunina á þessum tíma einkum skýrast af vertíðunum þegar mikið var um aðkomufólk í bænum. Talsvert hafi verið um Færeyinga og einnig fólk utan af landi og þá einkum af Norðurlandi þar sem aðstæður til útgerðar minni báta voru erfiðar að vetrinum. „Sumt af þessu fólki settist hér að. Ungir menn kynntust stúlkum hér syðra og stofnuðu heimili í Grindavík og aðrir fluttu fjölskyldur með sér. Vertíðar- vinnan átti sinn þátt í fjölguninni." Loftur segir að íbúum hafi aft- ur fjölgað verulega á áttunda áratugnum í kjölfar gossins íVest- mannaeyjum í ársbyrjun 1973. Fólk úr Eyjum hafi þá sest að í Loftur Jónsson, skobunarmabur hjá Grindavíkurbæ og starfsmabur Olís. Grindavík auk þess sem Grindavíkurhöfn hafi verið notuð sem verstöð margra Eyja- báta á meðan hafnar- og athafnaskilyrði voru ekki fyrir hendi ÍVestmannaeyjum. Bátaútgerðin undirstaða Grindavíkurbær er eina byggðarlagið á Reykjanesi sem haldið hefur hlutdeild sinni \ fiskveiðum. Aflaheimildir eru yfir 30 þús- und tonn í þorskígildum og yfir 70 bátar eru skráðir í Grindavík. Stærstu fyrirtækin sem reka starfsstöðvar í bænum eru Þor- björn Fiskanes og Samherji en auk annarra má nefna útvegsfyrirtækin Vísi, Stakkavík og Gjögur frá Grenivík sem verið hefur með aðstöðu í Grindavíkurbæ í mörg ár. Staða sjávarútvegsins er því allt önnur en í ná- grannabyggðunum þaðan sem aflaheimildir hafa verið seldar burt á undanförnum árum. Loftur segir mikla þróun hafa orðið í sjávar- útveginum sem rekja megi allt aftur til hafn- argerðarinnar um og upp úr 1950. „Fram að þeim tíma voru engin skilyrði til annars en smábátaútgerðar. Trillur voru settar upp með handspili og stærri bátar lágu við legufæri. Tilkoma stærri síldveiðiskipa kallaði meðal annars á bætta hafnaraðstöðu og þróun sjávarútvegsins hélst þannig í hendur við uppbyggingu hafnarmannvirkjanna." Loftur segir að togaraútgerð hafi aftur á móti aldrei náð verulegri fótfestu því alla tíð hafi verið erfitt fyrir svo stór skip að athafna sig á hafnarsvæð- inu þar til nú. Þegar Samherji var stofnaður til öflunar hráefnis fyrir frystihús í Grindavík, Hafnarfirði og Kópavogi voru þeir með aðstöðu fyrir togarana að öllu leyti annars staðar," segir Loftur og bætir við að bátaútgerðin hafi verið undirstaða sjávarútvegsins og raunar atvinnulífsins í bænum. 18 TOLVUMIÐLUN H-Laun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.