Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Qupperneq 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Qupperneq 9
 Grunnskólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Samráðs- og lærdómsvettvangur nauðsynlegur Eitt mikilvægasta hagsmunamál sveitarfélaganna er að ná niðurstöðu í kjarasamningum við kennara sem feli í sér gott jafnvægi á milli sjónarmiða samningsaðila. „Er gunnskólinn kom- inn til sveitarfélag- anna?" var yfirskrift grunnskólaþings sem haldið var á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga á Hótel Sögu 26. mars sl. Yfir- skrift grunnskólaþings- ins á sér rætur í þeirri staðreynd að þrátt fyrir flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfé- laganna fyrir átta árum og einnig stjórnarskrár- verndaðan rétt sveitar- stjórna til sjálfsstjórnar lýtur skólinn enn ná- kvæmum og miðstýrð- um reglum ríkisvalds- ins. Niðurstaða í kjarasamningum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fluttu bæði ávörp við upphaf grunnskólaþingsins. Myndir: Áskell Þórisson. mikilvæg Grunnskólaþingið hófst með setningarávarpi Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, og ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra en að þeim loknum hófust erindi sveitarstjórnarfólks, embættismanna og fagmanna í skólamálum auk umræðna þar sem var fjallað um aðkomu hinna tveggja stjórnsýslustiga að rekstri grunnskólans. Vilhjálmur sagði meðal annars í ávarpi sfnu að markmiðið með málþingi sem þessu væri að skapa samráðs- og lærdómsvettvang á milli sveitarstjórnarmanna um einstök ábyrgðarsvið þeirra. Vilhjálmur ræddi einnig um kjarasamninga og sagði þá vera sameigin- legt hagsmunamál sveitar- félaga gagnvart grunnskól- anum, sem tæki rúmlega 50% af tekjum þeirra til sín og launakostnaður væri langstærsti kostnaðar- liðurinn í því efni. Hann sagði eitt mikilvægasta hagsmunamál sveitarfélag- anna að ná niðurstöðu í kjarasamningum sem feli í sér gott jafnvægi á milli sjónarmiða samningsaðila. Þess verði að gæta að launakostnaður fari ekki úr böndunum þar sem svigrúm sveitarfé- laganna til launahækkana sé mjög tak- markað. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.