Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 18
Seyðisfjarðarkaupstaður Ferða- og setur svip menningarlíf á bæinn Ferða- og menningarmál setja svip á Seyðisfjarðarkaupstað enda falla þessir málaflokkar vel að gró- inni bæjarmyndinni þar sem sagan er við hvert fótmál. Auk þess að efla atvinnu- og mannlíf í bænum gætir áhrifa þeirra víðar um Austurland. Saga Seyðisfjarðarkaupstaðar er um margt merkilegri sögu annarra kaup- staða. Seyðisfjörður var lengi útstöð landsins í austri. Þangað komu skip. Verslun blómstraði og þar var fyrsta fjar- skiptatenging landsins við umheiminn. í dag er Seyðisfjörður enn útstöð sam- gangna því helstu ferjuhöfn landsins er þar að finna þar sem ferðalangar hafa farið um frá vori til haustnátta og nú um allt árið. Seyðisfjörður er þannig mót- vægi Austurlands og landsbyggðarinnar við flugstöðina á Reykjanesi. „Cruise"-ferðir nýjung Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi á Seyðisfirði, seg- ir mikla uppbygging í afþreyingu, gisti- og safnamálum hafa átt sér stað og með tilkomu nýrrar ferju Smyril-Line hafi umsvif aukist og í tengslum við nýja skipið hafi svokallaðar „cruise"-ferðir orðið vinsælar. „í sumar var „cruise-far- þegunum" m.a. boðið upp á ferð um Seyðisfjörð með leiðsögn, stoppað var við útsýnisstaði, á söfnum, í kirkjunni, á markaði og á kaffihúsi. Ferðirnar mæltust afar vel fyrir og Norðmenn nutu ferðanna einstaklega vel fyrir það að hér liggja spor þeirra víða. Siglingar Norrænu yfir vetur- inn eru nýjung og við þurfum að vinna heimavinnuna. Ég sé mikla möguleika í því að fá ferðamenn til okkar jafnt vetur sem sumar í afslöppun og útivist." ' Ekki drungi og dumbungur „Arið ferðamálum, sem muni hjálpa heima- mönnum við að taka næstu skref, fag- fólki hafi fjölgað í greininni eystra og kveðst Aðalheiður vilja nýta krafta þess eins og kostur er. „ Við erum svo heppin aö eiga hér fólk sem hefur í fjölmörg ár staðið vörö um söguna og húsin og passaö upp á þaö aö nýjar kynslóöir fái fregnir af því sem áöur átti sér staö hér f kaupstaönum," segir Aðalheiður Borgþórsdóttir. austfirsku Alpana langt fram í maí. Hér í bænum eru kaffihús, hótel, kajaksiglingar og fjallahjólaleiga svo nokkuð sé nefnt. Einnig sundlaug, sauna og heitir pottar. Ég get líka nefnt gönguleiðir um ögrandi fjöllin allt í kring. Yfir sumartímann má svo nefna golfvöll, vi11ifuglagarð, silungs- veiðiá og ágætis tjaldsvæði með góðri að- stöðu fyrir húsbíla. Héðan er stutt að Mý- Heppin að eiga gott fólk Árið 2001 kom út skýrsla um menning- artengda ferðaþjónustu sem nefnist Aldamótabærinn Seyðisfjörður. Aðal- heiður er höfundur þeirrar skýrslu og því liggur beint við að inna hana eftir innihaldi hennar og þeim áherslum sem þar eru lagðar. „í skýrslunni er lagt til að húsin og sagan séu nýtt sem umgjörð um ferðaþjónustuna. Þar eru dregnir saman möguleikar á að efla starfsemina sem fyrir er, varpað er Ijósi á söguna og taldar fram hugmyndir um nýtingu á einstaka húsum sem standa auð, og þannig mætti lengi telja. Hugmyndirnar sem fram koma hafa flogið um lengi svo þær eru auðvitað ekki allar mínar. Við erum svo heppin að eiga hér fólk sem hefur í fjölmörg ár staðið vörð um sög- una og húsin og passað upp á það að nýjar kynslóðir fái fregnir af því sem áður átti sér stað hér í kaupstaðnum. Ég lít svo á að ég hafi einungis tekið upp þráðinn og með þessari skýrslu haldið vinnunni áfram. Ég er öfunduð af mörgum fyrir það að hafa það verkefni að kynna Seyðisfjörð vegna þess að fjörðurinn býr ekki einungis yfir einstakri náttúrufegurð heldur er sagan við hvert fótmál. Af nægu er að taka, svo mikið er víst." 2005 er merkisár þar sem listahátíðin verður 10 ára og kaupstaðurinn 110 ára. Það er eitt af verkefnum vetrarins að undirbúa hátíðarhöld af þessu tilefni." Aðalheiður er ekki á því að drungi og dumbungur fylgi vetrarmánuðunum; þvert á móti. „Mánuðirnir febrúar til apríl eru dýrðlegir, sérstaklega þegar snjór er yfir öllu og sólin byrjar að gægjast yfir fjöllin. Hér er hægt er að fara á gönguskíðum eða snjósleðum, hvort heldur er hér innan fjarðar eða um vatni og til margra af okkar helstu nátt- úruperlum svo möguleikarnir eru geysi- miklir." Aðalheiður segir að um þessar mundir sé verið að huga að stefnumótun í Öflug menningarmiðstöð Aðalheiður segir að í skýrsl- unni sé einnig lögð áhersla á nútímamenningu og listir og sé Skaftfell menningarmiðstöð hjartað í þeirri starfsemi. „Árið 1996 gáfu hjónin Karólína Þorsteinsdóttir og Garðar Eymundsson húsið til eflingar menningu 18 tölvumiðlun H-Laun vvww.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.