Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 26
Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga aðrir sem ráða löggjafarvaldinu. Auðvitað verðum við að gera kröfur um góða fjár- málastjórn til okkar sjálfra. En skýringa á hallarekstri sveitarfélaganna er ekki að leita í því máli. Það er alltof billeg skýring." lítið. „Þessu ætlum við að breyta og erum að ræða um það við félagsmála ráðherra og fjármálaráðherra. Nú ætlum við að hitta þá eina og sér. Ef til vill hitt- Breytt vinnubrögð Vilhjálmur ræddi einnig fyrir- hugaðar breytingar á samskipt- um forystumanna ríkis og sveitarfélaga. Hann sagði að stjórn sambandsins hafi tekið þau mál til rækilegrar umfjöllunar. Hinir svokölluðu samráðsfundir með ráðherrum, þar sem stjórn sambandsins hefur hitt sex ráðherra og meðreiðarsveina þeirra, hafi gagnast „Efling sveitarstjórnarstigsins er eitt mikilvægasta verkefnið á þeirri vegferð okkar að tryggja mann- sæmandi búsetuskilyrði í landinu og skapa grund- völl fyrir aukin sóknarfæri í atvinnumálum." um við félagsmálaráðherra og fjármálará- herra saman en aðra ráðherra sérstaklega og gefum okkur góðan tíma til þess að fara yfir þau mál sem snerta hagsmuni sveitarfélaganna." Vilhjálmur sagði einnig ætlunina að auka samráð við þingflokka. „Eg trúi því að með svona samráði takist okkur að auka skilning innan löggjafar- samkomunnar á málefnum sveitarfélag- anna en ekki aðeins einstakra ráðherra; við að kynna þessu ágæta fólki áherslur okkar er varða málefni sem snerta sveit- arstjórnarstigið. Vonandi geng- ur þetta eftir og skiptir ein- --------- hverju máli. Við höfum einnig ákveðið að breyta vinnubrögð- um stjórnar sambandsins þannig að meiri tími fari í umræðu um stærri mál og stefnumörkun en afgreiðslumál verði falin starfsmönnum í auknum mæli." Hæst hlutfall einkahlutafélaga á Snæfellsnesi Einkahlutafélögum í landinu tekjur sveitarfélaganna. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundar- fjarðarbæ, kynnti athugun sína á saman- burði á fjölda einkahlutafélaga eftir sveit- arfélögum á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sagði helstu niðurstöður athugunarinnar þær, að hlut- fallslega flest einkahlutafélög væru á með- al 40 stærstu sveitarfélaganna í landinu. í Grundarfjarðarbæ væru 0,099 einkahluta- félög á hvern íbúa eða eitt einkahlutafélag á hverja 10 íbúa. Næst á eftir Grundarfirði kemur Snæfellsbær með 0,096 einka- hlutafélög á íbúa, eða nær því eitt einka- hlutafélag á hverja tíu íbúa, og Bolungar- víkurkaupstaður sem einnig er með 0,096 hlutafélög á íbúa. Um 54% fjölgun á fjórum árum Björg sagði að með löggjöf um einka- hlutafélög hafi á margan hátt verið greitt fyrir því að þeir sem stunda einstaklings- rekstur geti fært rekstur sinn í einkahluta- félög og af því geti orðið töluvert skatta- legt hagræði fyrir viðkomandi aðila. Reynslan sýni að fjölgun einkahlutafélaga hafi verið mjög hröð því árið 2000 hafi 13.680 einkahlutafélög verið í landinu en fjöldi einkahlutafélaga verið orðinn 20.811 í október 2004. Nauðsynlegt að bæta tekjutapið í máli Bjargar kom fram að þótt atvinnulíf- ið gæti haft nokkurn hag af breyttum regl- hefur fjölgað um 54% á fjórum árum. > Smábátar í Snæfellsbæ. Gera má ráð fyrir að ein- staklingar sem stunda útveg hafi flutt starfsemi sfna í einkahlutafélög á undanförnum árum. um og fjölgun einkahlutafélaga þá séu þessar reglur þannig sniðnar að sveitarfé- lögin verði af útsvarstekjum vegna þeirra. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi reikn- að út að sveitarfélögin verði af á bilinu 1,0 til 1,2 milljörðum króna árlega vegna þessara breytinga. „Það er vissulega já- kvætt fyrir ríkisvaldið að reyna að styrkja rekstrargrunn fyrirtækja í landinu og létta skattbyrðum af þeim. Við erum ekki að setja út á það að einstaklingar nýti sér Fjölgunin hefur umtalsverð áhrif á þessar lagaheimildir. Hins vegar er nauð- synlegt að sveitarfélögunum verði bætt þetta tekjutap auk þess sem menn verða að gera sér grein fyrir því að þessi þróun hefur orðið til þess að veikja útsvarið sem tekjustofn í heild sinni vegna þess að áhrifin koma misjafnlega niður á sveitarfé- lögum. Þegar við horfum til framtfðar- tekjustofna sveitarfélaga þá er ekki sjálf- gefið að besta leiðin til að auka tekjur þeirra sé sú að hækka útsvarsprósentuna vegna þess að líkur eru til þess að slíkar viðbótartekjur skili sér ekki nægilega jafnt til sveitarfélaganna." Hátt hlutfall í Reykjavíkurborg Björg hefur tekið saman lista yfir þau 40 sveitarfélög þar sem hún kannaði fjölgum einkahlutafélaga og er þróunin öll á einn veg þótt um verulegan mun geti verið að ræða. Fjöldi einkahlutafélaga er víða á bilinu 0,060 til 0,050 á íbúa eða allt að eitt einkahlutafélag á hverja 50 íbúa en meiri í stóru sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. í Reykjavíkurborg eru 0,084 einkahlutafélög á hvern íbúa, 0,077 í Kópavogsbæ, 0,067 í Hafnarfjarðarkaup- stað en aðeins 0,053 í Akureyrarkaupstað. Lægstu tölur um fjölda einkahlutafélaga, miðað við fjölda íbúa af þeim 40 sveitar- félögum sem könnun Bjargar náði til, er að finna í Þingeyjarsveit eða 0,031 og 0,030 í Eyjafjarðarsveit. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.